Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Qupperneq 16
16
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988.
fallegt andlit
- segir Hugrún Ragnarsdóttir fyrirsæta sem er að flkra sig áfram við tískuljósmyndun í London
Hún heitir Hugrún, fædd Ragnars-
dóttir, er kölluö Huggy og orðin frú
Owen; há, grönn, bláeygð og ljós-
hærð, tuttugu og íjögurra ára göm-
ul en á samt að baki sjö ár sem Ijós-
myndafyrirsæta. Var á síðum
þekktustu tískublaðanna en veit
nú ekkert yndislegra en að vera
orðin móðir. Hún er íslendingur í
húð og hár en hefur ekki búið hér-
lendis nema tæpt fyrsta ár hfs síns.
Hver er hún, þessi stúlka? Blaða-
maður DV kom í heimsókn á heim-
ili hennar í London. „Foreldrar
mínir, Ragnar Ragnarsson og Ey-
gló Normann, íluttu til Kalifomíu
í Bandaríkjunum þegar ég var ell-
efu mánaða. Þar bjuggum við mín
uppvaxtarár en vorum um tíma í
Seattle eftir að Eyrún tvíburasystir
mín lést af slysfórum, aðeins fimm
ára gömul. Og ekki hefur verið aft-
ur snúið til fóðurlandsins,4' segir
Hugrún. Að vísu flutti Eygló, móðir
Hugrúnar, aftur til íslands fyrir
átta árum og hefur Hugrún því
komið hingað annað slagið síðan
til að heimsækja móður sína. Hug-
rún talar mjög góða íslensku miðað
við hve lítið hún hefur verið hér á
landi og að hafa alist alveg upp
erlendis. Segir hún móðurömmu
sína, sem bjó líka í Bandaríkjun-
um, hafa verið iðna við að reyna
að halda íslenskunni við á heimil-
inu. í dag talar Hugrún eins mikla
íslensku og hún getur við átta mán-
aða gamla dóttur sína, Oliviu. Seg-
ist hún vilja láta hana kenna sér
betri íslensku þegar að því komi
að hún fari til íslands að heim-
sækja ættingjana. Hugur Hug-
rúnar leitar alltaf til frónsins og
segist hún gjarnan vilja verja meiri
tíma hér en hún hefur getað hingað
til.
Vann fyrirsætukeppni
í Bandaríkjunum
Eins og áöur segir starfaöi Hug-
rún í nokkur ár sem ljósmyndafyr-
irsæta og vann fyrir þekktustu
tímarit heims. Fyrirsætuferill
hennar hófst í Bandaríkjunum.
„Þegar ég var sextán ára gömul
starfaði hálfsystir mín hjá auglýs-
ingafyrirtæki þarna úti. Ég var
með drauma um að verða eins og
stelpurnar í auglýsingunum og úr
varð að ég fór að vinna fyrir þetta
fyrirtæki. Er ég hafði starfað sem
fyrirsæta í nokkurn tíma sendi
pabbi mynd af mér í fyrirsætu-
keppni sem unglingatímaritið Teen
hélt. Um 250.000 stelpur tóku þátt
í keppninni en ég bar sigur úr být-
um. Það var auðvitað ofsalegt æv-
intýri. Fyrir utan að fá glæsileg-
ustu verðlaun þá var ferli mínum
sem fyrirsætu þarna borgið. Upp
frá því hefur þetta verið mitt starf
þangað til ég varð ólétt í fyrra."
Leiðin lá til Spánar
Hugrún ílengdist ekki í Banda-
ríkjunum. „Þessi markaður er allt
öðruvísi en sá evrópski. Eftir að
hafa unnið um tíma í Bandaríkjun-
um langaði mig að komast eitthvað
annaö. í Evrópu er lagt meira upp
úr listrænum sjónarmiöum í þessu
fagi og það átti betur við mig held-
ur en það sem var að gerast í
Bandaríkjunum. Ætlunin var að
fara til Parísar en ég endaði í
Madrid. Þar fékk ég strax vinnu
með mjög góðum ljósmyndurum
og fékk fín verkefni. í Madrid var
ég í fjögur ár eða þangað til ég kom
hingað til London. Madrid er yndis-
leg borg. Hún er minn uppáhalds-
staður í Evrópu. Þar er sérlega
þægilegt að búa, fólkið gott og allt
svo afslappað." Á meðan Hugrún
starfaði fyrir spænskar umboðs-
skrifstofur ferðaðist hún samt mik-
ið. Meðal annars kom hún stund-
um til Parísar en þá borg segist hún
ekki þola. „Ég fékk atvinnutilboð í
París en sýndi því engan áhuga. í
París viðgengst mikill óþverri, líkt
og í Mílanó, þar er ekki hægt að
treysta neinum og mikið um faisk-
heit og slíkt. Ég gæti aldrei hugsað
mér að starfa þar eða búa. Stúlkur,
sem ætla að byrja sinn fyrirsætu-
feril á þessum stöðum, þurfa sann-
arlega margt að varast. Á meöan
þær eru að byrja í faginu og eru
óöruggar er oft reynt að nota þær
á einn eða annan hátt. Stúlkur, sem
ætla sér að vérða fyrirsætur, til
dæmis í París, þurfa að vera búnar
að byggja sig mjög vel upp og átta
sig á því hvaö þær geta látið bjóða
sér. Þær verða að treysta sér til að
leita til annarrar umboðsskrifstofu
ef einhver vinnufélaginn vill fá þær
í rúmið með sér gegn atvinnutil-
boði. En því miður er nokkuð al-
gengt að óreyndum stúlkum sé
hótað þannig. Því ráðlegg ég hverj-
um sem er að byrja annars staðar
en í París eöa Mílanó.“
Madrid í viðskiptaferð og hittust
þau þar af tilviljun. Síðan hafa þau
ekki mátt hvort af öðru sjá. Chris
tókst svo að lokka Hugrúnu til sín
til London þar sem hún hefur búið
síðustu tvö árin. „Fyrst um sinn
starfaði ég hér við fyrirsætustörf
og reyndar alveg þangað til ég var
komin fjóra mánuði á loið. Þá fór
ég að „leita“ að stelpum. Ég fór að
arka um göturnar og reyna aö
frnna fallegar stúlkur til fyrirsætu-
starfa. Fyrsta daginn gekk ég fram
og til baka í fjóra klukkutíma og
kom ekki auga á neina sem til
greina kæmi. Þegar ég var svo á
leiðinni heim kom ég við í stór-
verslun til að kaupa gjöf. Þar sá ég
af tilviljun þessa glæsilegu stúlku.
Ég gekk í áttina til hennar en hún
var að versla með móður sinni.
Þegar ég nálgaðist þær mæðgur
heyrði ég að þær voru að tala ís-
lensku. Eg ætlaöi ekki að trúa mín-
um eyrum né augum. Stúlkan
reyndist vera Bryndís Bjarnadótt-
ir, þá 15 ára í verslunarferð í Lon-
don með foreldrum sínum. Ég tal-
aði við hana og henni leist ágætlega
á þá hugmynd að gerast kannski
fyrirsæta og lét mig fá nokkrar
myndir af sér. Þegar ég kom með
myndirnar af henni upp á umboðs-
skrifstofuna fékk ég mikið hrós fyr-
ir því þessi stúlka er mjög sérstök.
Bryndís kom svo hingað til mín
síðastliðið sumar og vann við fyrir-
sætustörf. Hún er reglulegt efni í
fyrsta flokks fyrirsætu. Sama er að
segja um aðra íslenska stúlku sem
starfaði hjá okkur í sumar, Guð-
rúnu Róbertsdóttur. Hana „fann“
ég í Kringlunni síðastliðinn vetur
þegar ég kom til íslands. Þær gætu
gert það virkilega gott en nú hafa
þær sest á skólabekk aftur."
Ekki
aðhafa
íslenskar stúlkur fegurri
en þær bresku
Hugrún segir það mjög erfitt að
finna á strætum Lundúnaborgar
stúlkur sem hæfa sem fyrirsætur,
„ólíkt því sem gerist heima á ís-
landi. Þar er fjöldinn allur af falleg-
um stúlkum sem ættu vel heima á
síðum tískublaðanna. Hér í Bret-
landi er kvenfólkið ekki nálægt því
eins fallegt. Mér hefur þó tekist aö
finna eina og eina reglulega sér-
staka og fallega stúlku; stúlkur sem
eru að verða eftirsóttar. Það er
virkilega góð tilfinning aö „stúlk-
urnar mínar" séu orönar vinsælar.
Það gefur mér mikiö. Þetta getur
veriö svo mikið tækifæri fyrir við-
komandi stúlku. Og þá finn ég að
ég er líka að gefa mikið af sjálfri
mér - eftir að hafa fundið stúlkuna
fyrst úti á götu, kennt henni að
ganga, hvernig hún á að hegða sér
fyrir framan myndavélarnar og
skýrt fyrir henni á hverju þetta
starf byggist. Mér finnst einmitt
svo gaman að fá stelpur „af göt-
unni“ meira inn í þetta. Ég meina
að vinda sér upp að fallegri stúlku,
sem aldrei hefur dreymt um að
koma nálægt þessu fagi, og spyrja
hvort hún væri til í að reyna fyrir
sér sem fyrirsæta. Það eru svo
margar fallegar stúlkur til sem létu
sér aldrei detta þetta í hug eða
hefðu bara ekki þor til að koma
með myndir af sér á umboösskrif-
stofurnar. Það er svo gaman að
gefa þessum stúlkum tækifæri."
Langar að koma íslenskum
stelpum á framfæri
Hugrún segir að með þessari leið
vildi hún einmitt reyna að koma
íslenskum stúlkum á þennan
markað. „íslendingar eru svo sér-
stakt fólk að þeir eiga skihð að fá
Fallegt andlit ekki nóg
Hugrún segir fyrirsætustarfið
vissulega vera þess virði að leggja
fyrir sig eða að minnsta kosti að
prófa, séu hæfileikarnir fyrir
hendi. „Þegar vel gengur og maður
er orðinn einhvers virði í þessum
„bransa“ þá þakkar maður fyrir
að hafa lagt á sig erfiðið - því það
tekur talsverðan tíma að komast
langt. Það er ekki nóg að hafa vöxt-
inn og rétta andlitið. Sjálfsvirðing
o% styrkur er ekki síður mikilvægt.
í byijun er alltaf verið að gera mis-
tök en af þeim lærir maður. Auövit-
að er samt æskilegt að hver byrj-
andi fái rétta og góða tilsögn, þann-
ig má spara mikinn tíma framan
af ferlinum. Ég fékk enga tilsögn í
byrjun og tók það mig því þó nokk-
urn tíma að sanna mig. En það
tókst og þá verður þetta þess virði.
Fyrirsætustarfiö reynir mjög á
manneskjuna sjálfa. Maður treyst-
ir ekki á neinn nema sjálfan sig og
er að vinna með sjálfan sig. Því
verður maður aö byggja upp gott
sjálfstraust og vissan aga. Þetta er
mjög krefjandi starf en um leið
skapandi. Fyrirsætan fær tækifæri
til að ferðast mikið, hitta margt og
ólíkt fólk og vissulega er um mjög
góð laun að ræöa fyrir þær sem
komast áfram."
Var lokkuð til London
Á ferðum sínum hefur Hugrún
kynnst mörgu fólki sem hún enn
hefur samband við, þar á meðal
eiginmanni sínum, Chris Owen.
Hann rekur þekkta og eina stærstu
umboðsskrifstofu fyrir fyrirsætur
í London, Premier. Hugrún hitti
hann einmitt þar. Þau bara hittust
og röbbuðu eins og gerist og gengur
„Það er alveg draumur að eiga þetta litla krútt,“ segir Hugrún sem hér er ásamt Oliviu, átta mánaða gam- og svo ekkert meir fyrr en tveimur
alli dóttur sinni. árum síðar. Þá var Chris staddur í
nóg