Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Side 18
18 LAUGARDAGUR i. OKTÓBER 1988. Sagan af sultusmyglinú Stjómmálaumræöan í þessu landi er jafnbotnlaus og deUumar um dagskrá sjónvarpsstöövanna tveggja. Menn komast aldrei aö neinu samkomulagi. Meðan stjórn- málamenn þræta um stjómar- myndun ætlar allt vitlaust aö verða á heimilum landsmanna út af fatas- mekk fréttamanna. Báðir þessir málaflokkar eiga það sameiginlegt að útilokað er aö fá nokkurn botn í umræðumar; skiptir engu þótt bylting sé gerð á stjómarheimUinu. Er öll pólitísk umræða í þessu samhengi þar með úr sögunni. Misskildir snillingar Samkeppni sjónvarpstöðva vorra birtist helst í hástemmdum lýsing- arorðum um gæði sjónvarpsefnis- ins. Allt er svo dæmalaust nýtt og spennandi, skemmtilegt og fróð- legt, að stjórarnir era að springa af ábyrgðartilfinningu. Sálarheill þjóðarinnar er bókstaflega borgið með mátulegum skammti af af- þreyingarsúpunni. Annars koma lýsingarorð þessu máli lítið við. Þegar allt kemur til ahs skiptir það sem sést á skjánum öllu: Fræðsluþættir, framhalds- þættir, spurningaleikir og miðl- ungs bíómyndir. Það er svo undir örlæti auglýsenda komið hversu mikið er lagt í innlenda dagskrár- gerð. Leiðindin hggja í einmitt í þessari meðalmennsku. Öfgarnir í sjón- varpinu eru hreint ekki nægilegir. Það er ahs ekki nóg af virkilega lélegu efni í dagskránni. Einstaka afrek kvikmyndasögunnar era stundum tekin til sýninga, sem í sjálfu sér er þakkarvert, en and- stæðumar við meistaraverkin vantar. TU dæmis heyrir til undan- tekninga ef mjög vondar bíómyndir eru sýndar í sjónvarpinu. Hvers eiga menn eins og Roger Corman, Vincent Price, nú eða Bela Lugosi eiginlega að gjalda? Þessir fram- herjar B-bíómyndanna framleiddu ótal ódauðlegar myndir sem að öh- um hkindum safna nú ryki í hillum hinna ýmsu dreifingaraðila. Alveg hræðileg örlög. Fátæklegt framboð Allfestar bíómyndir sem sést hafa á sjónvarpsrásunum síðustu vikur eru rétt í meðahagi. John Wayne myndin í ríkissjónvarpinu um síð- ustu helgi er gott dæmi um það; ósköp venjulegur kúrekahasar um svo sem ekki neitt. Svo ekki sé nú minnst á fram- haldsþættina sem höa í gegnum viðtækin viku eftir viku. Mihjóna- mæringáP, lögmenn, lögreglu- menn, læknar og skarpskyggnar eldri konur í starfl og leik. Vera- lega óspennandi. Dahas er það eina af þessu sem getur tahst virkilega óvandað. Southfork-sagan enda- lausa er hiklaust ein sú ahra skemmtilegasta í sjónvarpinu. Staðreyndin er sú að B-bíómynd- ir era vandaðasta afþreying sem th er, í óeiginiegri merkingu. Erfitt er að hugsa sér skemmthegri leið th að drepa tímann, þegar maður á annað borð tekur sér frí frá vinnu, nú eða eiginkonunni, en að sjá verulega iha gerða mynd. Af- skræming hins jarðbundna vera- leika getur verið alveg spreng- hlægheg. Framboðið á B-bíómyndum á al- mennum markaði er reyndar sára- htið. Því er sérlega bagalegt að sjónvarpsstöövamar skuh ekki sinna þessari hstgrein sem skyldi. Á myndbandaleigum leynast samt einstaka gullkom þó klassískar hrohvekjur séuþvi miður með öhu ófáanlegar. Aðahega er um aö ræða sérlega iha gerðar glæpamyndir sem era hfandi dæmi um getuleysi framleiðendanna á sviði kvik- myndagerðar. Ein þessara mynda er Kleopatra Wong. Fyrst reynir Kleo að komast inn í klaustrið með góðu: „Ég er blaða- maður og er að skrifa grein um klaustur í Asíu,“ segir hún við nunnurnar við hliðið. Af einhverj- um ástæðum neita þær að trúa henni. Því skiptir hetja vor úr búningi blaðamannsins í ekta karateklæði. Að svo mæltu ræðst hún til inn- göngu ásamt fjóram vinum sínum. Og eins og í alvöru myndum er í þetta sinn notast við ekta byssur. I Ijós kemur að nunnumar í klaustrinu eru geymdar í kjallar- anum. Óþjóðalýðurinn hefur farið í fot þeirra og komið haglega fyrir peningaprentsmiðju á jarðhæð hússins. Til að gera langa sögu stutta upp- rætir Kleo glæpastarfsemina og bjargar um leið efnahagskerfi As- íulandanna. Þetta eina atriði tekur tæpar fimmtán mínútur í sýningu. Þegar allt er yfirstaðið hringir Kleo í yfirmann sinn til að segja honum tíðindin. Hann er um þær mundir staddur í rúminu ásamt vinstúlku sinni: Kleo: „Þessu er lokið. Ég sprengdi prentsmiðjuna í loft upp og út- rýmdi glæpamönnunum.“ Yfirmaðurinn: „Hvernig fóra þeir að þessu, ég meina, hvemig tókst þeim að smygla peningunum mhli landa?“ Kleo (kaldhæðnislega): „Þeir létu nunnurnar setja seðlabúntin í plast og fóldu þau síöan í sultukrukk- um.“ Yfirmaöurinn (hissa): „Hvaö ertu að segja, í sultu?“ Kleo: „Já, snjallt finnst þér ekki?“ Vinstúlkan (við hhð yfirmanns- ins): „í sultu, meinar hún svona sultu sem er sett ofan á ristað brauð?“ Yfirmaðurinn (sannfærandi): „Já, það hlýtur að hafa verið sú tegund, er það ekki Kleo?“ Kleo: „Jú, það var svoleiðis sulta." A-sjónvarpsefni Sultan sú ama og hin heimspeki- lega umræða tengd henni, er enda- punktur myndarinnar. Kleo skríð- ur aftur upp í bæhð heima í Singap- ore og hefur rúmfélaga, rétt eins og 007. Myndin endar á faðmlögum þeirra. Það sem gerir myndina um Kleopötru Wong öðru fremur eftir- minnhega er handritið. Hugmynd- imar era að mestu khsjur, slags- mál og skotbardagar, þar sem hetj- an berst ein gegn ofureflinu. Út- færslan er aftur á móti hreint alveg meistaraleg og hugmyndaauðgi framleiðendanna engin takmörk sett. Vangaveltumar um sultuna era talandi dæmi um það. Leikar- arnir era líka alhr í b-flokki. Marrie Lee er í meira lagi stirð og gæti öragglega ekki brotið eina gólffhs hjálparlaust. Það er ekki laust við að andstæðingar hennar séu súrir á svip yfir að faha fyrir slíkri dúkku. Annars er erfitt að taka eitthvað fram yfir annað. Svona sýningar verða menn að sjá með berum aug- um. Það væri sannarlega fengur í að fá Kleopötru Wong í sjónvarpið og láta hana sýna heimamönnum hstir sínar. Kvöldstund með hsta- manni. Síðan væri vel þegið að fá meira af svona dagskrárefni. Ekki er það dýrara en ahar miðlungs- hasarmyndimar, Fjölskyldubönd eða Sjúkrahúsið í Svartaskógi. Og miklu, miklu skemmtilegra. -ÞJV Böm aö leik Orðsendingin til væntanlegra áhorfenda á kápunni segir næstum alla söguna: „Kleopatra Wong er ung og glæsileg kona, sem kann að nota hendur og fætur eins og Brace Lee. Hún hefur ekki bara níu líf eins og kettirnir, heldur 90!“ Þessar upplýsingar leiða áhorf- andann í allan sannleikann um Kleopötra þessa. Hér er ekki um að ræða hina tignarlegu drottningu sem Liz Taylor lék í samnefndri mynd, sem óumdehanlega er þekktasta og dýrasta B-mynd sög- unnar. Ónei. Kleopatra þessi er harðskeyttur karatemeistari sem berst fyrir rétt- læti með öllum fjóram útlimum. Kjamakonuna leikur Marrie nokk- ur Lee, hverrar nafn er jafnóþekkt og annarra aðstandenda myndar- innar. Kvikmyndatökumaðurinn heitir ahavega Eduardo „baby“ Cabrale. Hafi hann hlotið gælunaf- nið fyrir hæfni sína með tökuvélina ber hann það vissulega með rentu. Ekki einungis hefur Eduardo „baby“ enga tilfinningu fyrir sjón- arhornum heldur á hann í mesta bash með hreyfa vélina skamm- laust úr stað. Leikstjórinn George Richards kann álíka lítið til verka. Þetta gerist annars helst í mynd- inni: Kleopatra er vakin upp um há- nótt í sumarfríinu sínu í Singapore. í símanum er yfirmaður hennar sem segir henni að koma rakleitt til Maniha á Fihpseyjum. Harðsvír- aður glæpahringur hefur á prjón- unum að leggja efnahagskerfi Asíu í rúst með folsuðum peningaseðl- um. „Þeir ætla sér líka að búa th efnavopn og ná þannig völdum í öllum heiminum," segir yfirmað- urinn í öngum sínum og þurrkar svitadropana af enninu. „Einmitt það,“ svarar Kleopatra Wong og rýkur upp til handa og fóta. „Lífið eða lífið?“ í Manilla byijar Kleopatra, eða Kleo eins og vinir hennar kalla hana, að berja á útsendurum höf- uðpaursins. Þrátt fyrir ágæta við- leitni er hún tekin til fanga. í höfuð- stöðvum bófans era henni settir úrshtakostir: „Annað hvort talar þú ekki og deyrð, eða þú talar og deyrö samt,“ hvæsir bófinn og læt- ur Kleo í klærnar á ghmumönnum sínum. Heljarmennin, sem eiga að slíta hetjuna í sundur, líta hins vegar út eins og slappholda skrifstofu- menn þegar th kastanna kemur. Þegar Kleo hefur slegið og sparkað í þá nokkrum sinnum, kemur her karatemanna th skjalanna. Með snerpu sinni og fimi tekst Kleo Wong að berja niður flesta statist- ana. Hnefarétturinn er það sem ghdir þar sem enginn bófanna hafði rænu á aö vera með byssu. Loks kemst Kleo undan með því að hoppa jafnfætis yfir 5 metra háan múrvegg. Svo heppilega vhl th að hinum megin bíður vinur hennar á mótorhjóli. Kleopötru Wong er borgið, í bhi. Spáð í sultu Kleo kemur nú upplýsingunum um gang mála til yfirmanns síns. Hún segist hafa komist að því að höfuðstöðvar glæpastarfseminnar séu í klaustri í Hong Kong. „Ég er með tillögu," segir meistarinn. „Ég fer í klaustrið og reyni að uppræta starfsemina með vinum mínum." „Góð hugmynd," svarar yfirmað- urinn og veitir þegar samþykki sitt. Kleopatra þessi er haröskeyttur karatemeistari sem berst fyrir réttlæti með öllum fjórum útlimum. \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.