Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Síða 21
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. 21 móttökudiski hjá Pósti og síma til aö styrkja sendingamar. Öll tæknileg atriði voru því leyst áö- ur en útsendingar hófust og þá tóku verk íþróttafréttamannanna við. „Hér koma stundum inn myndir frá þremur atriðum í einu. íslensku atriðin eru sér- pöntuð hingað heim. Kóreskir sjónvarpsmenn vinna alia kvik- myndatöku en hafa fengið taekni- menn víða að. Samband evr- ópskra sjónvarpsstöðva er með mikiö tæknilið á leikunum. Handboltann fáum við ekki í gegnum sama net og aðrar íþróttagreinar. Hann er sendur til Evrópu og síðan hingað þar sem við getum ekki tekið við beint frá Kóreu. Handknattleik- urinn er hliðargrein á ólympíu- leikunum þó íslgndingar vilji ekki viöurkenna það,“ segir Bjarni. „ Aðalgreinarnar eru þessar hefðbundnu greinar eins og sund, frjálsar og fimleikar. Ólympíuleikamir era orðnir kraöak. Allir viija vera með og það fer vaxandi og versnandi. Ég tel að margar íþróttagreinar eigi ekki heima þarna svo sem ýmsar greinar í fangbrögðum,“ segir Bjarni. Kóreumenn hafa kostað miklu til leikanna og hafa undir- búið þá í sjö ár. „Alþjóða ólymp- íunefndin ákvað 30. september árið 1981 að Kóreumenn fengju leikana núna og næst verða þeir haldnir í Barcelona. Þegar er far- ið að undirbúa þá. Kóreumenn hafa byggt upp mikil mannvirki og þegar leikunum er lokið verö- ur ólympíuþorpinu breytt í íbúðir fyrir íbúa þarna. Einu ólympíu- leikamir sem skilað hafa hagnaði voru þeir sem haldnir voru í Los Angeles," segir Bjami og er greinilega með aUt á hreinu. Ben Johnson eftirminnilegastur Sjálfur hefur hann aldrei verið á ólympíuleikum og segist ekki hafa áhuga á því. „Eg myndi áreiðanlega velja mér einhvem annan stað til að fara í frí. Ég er orðinn leiður á ólympíuleikun- um,“ viðurkennir Bjami. Leik- unum lýkur í fyrramálið en þar með er ekki vinnu Bjama og fé- laga lokið. Þeir þurfa að fara yfir efnið og vega og meta hvað þarf að geyma. „Best er að gera það ekki alveg strax því að ennþá er allt jafnmerkilegt,“ segir hann. Bjarni segir að ekki verði jafnoft sýnt frá opnunaratriði þessara leika og þeirra í Los Angeles. „Það var alveg sérstök sýning í anda amerískra söngleikja. Eng- inn kemst nálægt Bandaríkja- mönnum í því enda kostuðu þeir miklu til. Þetta var tækni eins og í bíómyndum á borð við Star Wars. Kóreumenn vora ekki í auðveldri aðstöðu eftir þá leika enleystu opnunaratriðið mjög vel að mínum dómi. Þeir byggðu það á eigin sögu og tónlist og því er ekki hægt aö líkja saman við hitt. “ Sjálfsagt verður rólegra á næstu dögum á íþróttadeild sjón- varpsins en þó eru tveir stórir leikir framundan í knattspym- unni í Tyrklandi og A-Berlín. Það er undankeppni heimsmeistara- mótsins. Nú þegar þessari töm er að ljúka er ekki úr vegi að spyrja Bjarna hvað sé honum eftir- minnilegast frá þessum leikum. „Mál Ben Johnson er afar leiðin- legt mál en jafnframt það eftir- minnilegasta," svarar hann. „Mér brá illilega. Þetta hefur oft skeö áður á ólympíuleikum en þegar um er að ræða mann sem keppir í hundrað metra hlaupi þá er það annaö. Þetta era eftir- sóknarverðustu verðlaun leik- anna sem hann var að vinna. Þess vegna var þetta heimsfrétt. Það vakti enga athygli að áður höfðu tveir búlgarskir lyftinga- Varmi BlLASPRAUTUN / BlLARÉTTINGAR menn verið sendir heim sem höfðu unnið gullverðlaun. Eng- inn kippti sér upp við það. í þessu tilviki er það hlaupakóngur heimsins sem bregst. Menn dæmdir en keppa aftur Ýmis mál þjá íþróttahreyfmg- unni era í nokkrum ólestri. Það er ríkjandi tvískinnungsháttur. Menn era hankaðir og dæmdir en síðan era þeir náðaðir og keppa aftur mjög fljótlega. Ég reikna með að Ben Johnson veröi meðhöndlaður eins og Vésteinn Hafsteinsson, íslendingurinn sem keppti á ólympíuleikunum í Los Angeles. Hann var dæmdur í ævilangt keppnisbann fyrir lyfjanotkun en keppir núna í Seo- ul. Mér finnst að keppendur ættu allir að gangast undir lyfjapróf áður en haldið er á leikana og koma með pappíra upp á það. Ég veit að Bandaríkjamenn og Bret- argeraþað." Þó undarlegt megi teljast hefur Bjarni ekki fylgst með handbolta- leikjum okkar. „Við notuðum þá klukkutíma til að vinna annað efni. Það höfðum við tilbúið til sýninga þegar handboltanum var lokiö,“segirhann. „Bara Bjarni Fel.“ Ætia mætti að Bjarni væri yfir- maður íþróttadeildarinnar eftir tuttugu ára reynslu en svo er ekki. „Ég er bara Bjarni Fel.,“ segir hann. „Ég hef engan áhuga á að vera pappírstígri,“ bætir hann við. Bjarni segir að næturnar séu fljótar að líða. „Maður gleymir sér yfir þessu,“ segir hann. „Við eram eins og fjölskylda og fórum nánast ekki úr þessu búri.“ Á annan áratug var Bjarni Fel. í vinnunni frá morgni til kvölds en nú segist hann vera lausari við eftir breytinguna. Hann sá einn um íþróttir í Sjónvarpinu á meðan tveir menn gegndu sama starfi hjá útvarpinu. „íþróttir vora hornreka um langan tíma hér,“ segir hann. „Maður þurfti að vera nógu harður að gera hlut- ina sjálfur því að þetta mátti ekk- ert Kosta. Þegar heimsmeistara- mótið í kriattspyrnu var í Mexíkó var ég hér einn og það gekk ágæt- lega þó sýnt væri frá þrjátíu leikj- um. Mestu vandræði mín voru að halda utan um dagskrána þannig að það væri ekki búiö að eyðileggja beinu sendingamar með því að setja annað efni á dagskrá. Það kom hvað eftir ann- að fyrir þegar byrja átti að senda út á kvöldin að ýmsar dagskrár- deildir vora búnar að troða inn dagskrá sem náði langt inn í bein- ar sendingar af fótboltanum. Mikill tími fór í að halda utan um beinu sendingamar frá HM sem ég held að hafi verið vinsælla efni en ólympíuleikarnir. Það er heppni að ólympíuleikamir eru á þessum tíma því að annars hefði þetta verið heilmikið vandamál." Áhugi á íþróttum er mun meiri hér á landi en í öðrum löndum. Bjarni segist vita til þess að gaml- ar konur hafi horft með áhuga á knattspyrnuleikina frá HM og segist búast við að sama sé upp á teningnum nú. „Eldra fólk hefur gaman af íþróttum," segir hann. Andinn hefur breyst Það styttist í að Bjami þurfi að setjast í ólympíubúrið og hann er því spurður hvort hann sé orð- inn leiður á starfmu. „Það kemur stundum leiði yfir mig. Þegar maður lítur til baka saknar mað- ur margra góðra samstarfs- manna. Það var gaman að vinna með þeim mönnum sem vora brautryðjendur hér. Því miður hefur andinn breyst hér innan- húss við þessar breytingar. Menn pukra hver í sínu homi enda kannski eðlilegt því að margir vinna að ólíkum verkum. Það mætti þó vera fleira starfsfólk. Mér fmnst of mikið sparað í mannahaldi." Bjami segist vera óánægður með breytinguna á íþróttadeild- inni en er eitthvað hæft í þeim sögusögnum að hann sé að hætta hjá Sjónvarpinu? „Ég vil ekkert úttala mig um það. Þaö getur komið upp á að ég haétti en ekk- ert er ákveðið," segir hann. - Efþúhættirhérhjásjón- varpinu mundirðu þá halda áfram í svipuðu starfi? „Ég myndi kannski vilja söðla um, enda kominn á sextugsaldur. Ég hefði samt ekkert á móti því að hafa ensku knattspyrnuna áfram,“ svaraði Bjarm Fel. og menn verða síðan að geta í eyð- umar. -ELA AUÐBREKKU 14, KÓPAV., SÍMI 44250

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.