Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Page 32
32 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. Held þá ekki lengur undir þeim stólunum - segir Stefán Valgeirsson sem vill sjá skjótan árangur af stjómarsamstarfinu ..Þaö er ánægjulegt til þess aö vita að ef Samtök um jafnrétti og félags- hyggju héfðu ekki boðið fram í Norð- urlandskjördæmi eystra við siöustu kosningar þá væri Steingrímur Her- mannsson ekki forsætisráðherra nú." segir Stefán Valgeirsson. þing- maður Samtaka um jafnrétti og fé- lagshyggju og sá maður sem leggur nýrri ríkisstjórn til úrslnaatkvæðið á þingi. „Það lá fyrir að Framsókn næði ekki því sæti sem éghafði í kjördæm- inu. Þingmenn þeirra væru því ekki fleiri en þeir eru nú þótt til framboðs okkar hefði ekki komiö. En ég er að vinna fyrir landsbvggð- ina og fátækara fólkið í landinu og er að reyna að hafa áhrif á það að þjóðfélaginu sé stjórnað af meira réttlæti en nú hefur verið um stund- ir. Steingrímur sagði. þegar ég fór í sérframboðið. að það væri ömurleg- ur endir á mínum stjórnmálaferli en sá endir er ekki kominn fram enn. Ef ég get gert gagn þá hika ég ekki við að fara út í aðrar kosningar ef mínir stuðningsmenn telja að það sé leið til að koma á meira réttlæti í þjóðfélaginu." Pólitík er að nýta aðstöðu sína Stefán hefur haft orð á sér fyrir að vera maður fyrirgreiðslu á þingi og sönnun þess þóttust menn sjá þegar hann gaf eftir ráðherrastól fyrir ítök í sjóðum sem hafa úr íjármagni upp á milljarða að spila. „Það er snúið út úr þessu eins og svo mörgu öðru," segir Stefán og kemur þó áburðurinn ekki á óvart. „Þótt einn úr okkar samtökum sé formaður fyrir fimm manna stjórn þá ræður hann ekki miklu. Formaöurinn undirbýr mál og leggur þau fyrir stjórnarfundi og á að reyna að sjá til þess aö mönnum sé ekki mismunað og að fariö sé eftir settum reglum. Enginn má gleyma því aö flár- magnsokrið hefur leitt það af sér að gífurleg eignatilfærsla hefur orðið í þjóðfélaginu og atvinnureksturinn mergsoginn. Það verður ekki hjá því komist að leiðrétta þetta að einhverju leyti. Ég kem frekar fram málum í þess- ari stöðu en ef ég heföi verið settur í ráðherraembætti meö lítiö fram- kvæmdafé. Ég vel mér þessa aöferö. Pótitík er til að koma málum sínum fram. Ef einhverjir eru að tala um að svo sé ekki þá eru þeir menn hræsnarar. Menn koma ekki málum sínum fram nema hafa til þess að- stööu. Svo einfalt er það. Ég get með þessu móti haft meiri áhrif. Það eru bara hræsnarar og póli- tískir loddarar sem eru að reyna að breiða yflr þetta. Ég kann best við aö segja þetta hreint út. Mér kemur þaö ekkert við þótt einhverjir vilji gagnrýna mig fyrir að aetla mér að nýta aðstööuna. Ef mín samviska segir að ég sé að gera rétt þá er það rétt fyrir mig og við skulum sjá hverjar afleiðingamar verða. Þær koma í ljós við næstu kosningar." Ekki búinn enn Stefán verður sjötugur á þessu ári og hefur þar með náð þeim aldri sem flestir stjórnmálamenn setjast í helg- an stein en Stefán ætlar ekki að verða einn af þeirn. „Konrad Adenauer. forseti Vestur-Þýskalands. var 82 ára þegar hann fór síðast í framboð og þá var hann kosinn til sex ára," seg- ir Stefán og pírir augun þannig að því er líkast sern hann hlæi með öllu andlitinu. „Við skulurn sjá hvort ég slæ honum ekki viö. En eins og alltaf á reynslan eftir að sýna hvort ég stend við þetta eða ekki." Frétt Sjónvarpsins verður kærð Stefáni hafa verið reiknaðar 295 þúsund krónur í mánaðarlaun og þegar útreikningarnir eru bornir undir hann stendur ekki á svarinu: „Þetta er röng tala. Þessi umfjöllun Sjónvarpsins er hlutleysisbrot af grófasta tagi. Það er flöldi manna sem hafa hringt í mig og lýst því að þetta sé með því grófasta sem sést hefur í sjónvarpi. Þette verður kært til útvarpsráðs að mér er sagt. Ég veit um aðila sem hafa haft á orði að kæra ef Sjón- varpið biðst ekki afsökunar. Þarna er verið að reyna að gera mig tor- tryggilegan og það að ég hafi valið sjóðina fram yfir ráöherrastól vegna launanna. Og svo gátu þeir ekki einu sinni farið með réttar tölur." Launin að viðbættum ríkissjóði En hver eru þá laun Stefáns Val- geirssonar? Hann gefur þau ekki upp. „Ég hef ekki mátt vera að því að taka þau saman enda kæri ég mig kollóttan um svona áburð. En þetta segir mér að einhverjir pólitískir andstæöingar eru hræddir við mig. Mér er núna sagt að einhver blaða- maður sé að reyna aö reikna út hvað mikið fjármagn ég hafl til útdeiling- ar. Ég geri fastlega ráð fyrir að hann telji ríkissjóð meö vegna þess að ég verð að láta mína menn fylgjast þar með málum. Þetta er allt saman mjög gáfulegt. Ég er ábyrgðaraðili að þessari rík- isstjórn þótt ég kysi að taka þar ekki sæti þegar ég fór að skóða málin. Þaö er þó engin launung á því að þeir vildu ekki fá mig þarna inn kratarn- ir og sumir framsóknarmennirnir. Það réð þó engu um mína ákvörðun. Staðreyndin er sú að það var ekki hægt aö mynda ríkisstjórn án mín.“ Róum næst um allt land í nýju stjórninni sitja tveir keppi- nautar Stefáns um þingsæti í. Norð- urlandi eystra, þeir Guðmundur Bjarnason og Steingrímur Sigfússon, og fá væntalega hliðstæð völd og Stefán er að sækjast eftir og róa á sömu mið um fylgi. „Þeir verða bara að sýna hvað þeir geta,‘‘ segir Stefán og brosir í kampinn. „Ég styð þá til góðra hluta. En ætli mín samtök rói ekki um allt land eftir fylgi í næstu kosningum og ég er ekki hræddur við að fara í slaginn í Norðurlandi eystra þrátt fyrir þessa tvo ráð- herra." Stefán segir að Samtök um jafn- rétti og félagshyggju bjóði fram um allt land í næstu kosningum. „Við höfum víðar fótfestu en á Norður- landi eystra," segir Stefán. „Það er mikill áhugi hér í Reykjavík, tölu- verður á Reykjanesi og við heyrum af verulegum áhuga á Vestfjörðum og Austflörðum. Ég hef líka orðið var við talsvert fylgi í öðrum kjördæm- um. Við stefnum að fran;boði í öllum kjördæmum í næstu kosningum.“ Þá held ég ekki lengur við stólana þeirra Stefán var í lykilaðstöðu við stjórn- armyndunina og án fylgis hans er hún fallin. En hvað gefur Stefán stjórninni langan tíma til að koma málum fram? „Ef þetta þjóðfélag fær- ist ekki í réttlætisátt þá sitja þeir ekki lengi," segir Stefán. „Ef það þokast ekki í vetur þá verð ég fyrir vonbrigðum og hef ekki áhuga á slíkri stjórn. Ég vænti þess bara að ráðstafanirnar, sem gerðar verða, stefni í réttlætisátt, annars held ég ekki lengur við stólana þeirra. Meg- inmarkmiö mitt er að forða frá hruni atvinnulífsins og reyna að rétta hlut bænda og fleiri. En það er ekki bara ég og mitt fólk sem gæti orðiö fyrir vonbrigðum. Þjóðin sjálf mun bregðast við þessari stjórn eftir verkum en ekki orðum. Stjórnin fær’gott fylgi í könnun DV en hvað hún heldur því lengi fer al- veg eftir störfum hennar. Ef ekki breytist eitthvað á næstu mánuðum þá fer fljótlega að flara undan stjórn- inni. Það fer eftir því.“ Af því sækist ég eftir völdum En völd Stefáns gætu horfið með stjórninni og það eru þó völdin sem hann sækist eftir. „Maður sem hefur hugsjónir, og þær tel ég mig hafa,“ útskýrir Stefán., „hann kemur þeim ekki fram nema hafa aðstöðu. Af því sækist ég eftir völdum. Ég fer ekki eftjr flokkapólitík held- ur málefnum. Ég tel að þjóðfélagið hafi færst þannig til að misréttið hafi sjaldan verið meira. Tilflutning- ur á fjármagni og eignum hefur verið geigvænlegur á undanförnum árum og þó sérstaklega á síðasta ári og þessu. Vegna þessa þarf að reyna með ein- hverju móti að koma atvinnulífmu af stað á nýjan leik og styðja viö þær fjölskyldur sem hafa fariö verst út úr vaxtaokrinu sem er einn ljótasti bletturinn á síðustu ríkisstjórn. Ég er maður sem er að reyna að vinna að byggða- og jafnréttismálum hvar sem er á landinu. Ég held að menn hugleiði það ekki hvað gerist ef landsbyggðin brestur. Þá vil ég spyrja þéttbýlisbúa: hver á þá að fæða þéttbýlið? Ég er fulltrúi landsbyggðarinnar og þeirra sem standa höllum fæti í þjóöfélaginu. Ég hef alla tíð haldið þessu fram og hef ekki verið fram- sóknarmaður vegna þess að flokkur- inn heitir Framsóknarflokkur held- ur j/egna þess að ég taldi að þar væru í heiðri haföar hugsjónir sem stæöu nærri mínum. Á síðustu tíu árum eða svo hefur Framsóknarflokkurinn sveigst mjög frá þeirri stefnu en ég tel mig hafa sömu stefnu sem hann hafði áður. Ég held fast við það sem var. Við lif- um ekki hér sem þjóð nema með því að nýta möguleikana sem landið og sjórinn umhverfis landið hefur að bjóða. Ég sagði fyrir tíu árum á þing- flokksfundi að ef ekki yrði hugað meira að byggðunum þá yrði upp- stokkun í pólitísku flokkunum. Eg sagði að það væri ekki spurning um hvort það gerðist heldur hvenær. Ég held að þessi tími sé að renna upp.“ Steingrímur afvegaleiddi flokkinn Það tímabil í sögu Framsóknar- flokksins, sem Stefán er aö tala um, er formannstíð Steingríms Her- mannssonar. Áfellist Stefán Stein- grím fyrir að afvegaleiða hans gamla flokk? „Ef Steingrímur Hermanns- son eöa hver sem er hefur þá skoðun að hann sé að gera rétt þá er hún rétt fyrir hann jafnvel þóttþað reyn- ist rangt,“ segir Stefán. „Ég er ekki sammála honum og það er það sem ræður minni afstöðu." Stefán og Steingrímur Hermanns- son hafa þekkst lengi og mun lengur en þann tíma sem þeir hafa fengist við stjórnmál. „Það var nú svo að þegar Steingrímur var ungur maður í menntaskóla þá var hann í vinnu hjá mér í tvö sumur,“ segir Stefán. „Ég var þá verkstjóri hjá Reykjavík- urborg og hafði með íþróttavelli og ræktað land að gera. Mér líkaði vel viö Steingrím sem ungan mann og hefur alltaf líkað vel við hann. Stein- grímur hefur þó breyst mikið á síö- ustu árum. Ég sagöi við Steingrím nú í stjórn- armyndunarviðræðunum að ég hefði þekkt hann þegar hann var í skurð- unum hjá mér og að mér hefði líkað betur við hann þá en nú. Hann er farinn að líta á landiö frá Reykjanesinu í stað Vestfjarðanna eins og áöur. Þegar Eysteinn var formaður þá sá hann landið frá Aust- fjöröum, Hermann frá Strandasýslu, Olafur frá Skagafirði og Steingrímur fyrst frá Vestflörðum en síðan fór hann að sjá það frá Arnarnesinu og þá vissi ég að ekki var gott í efni. Mér hefur líka stundum fundist sem Steingrímur væri of mikill tæki- færissinni og ekki nógu fastur fyrir. Hann á það til að láta aðra hafa áhrif á sig um of. Það kann að vera að ég sé orðinn of gamall og að Steimgrím- ur fylgist betur með hugarfarinu en ég. Ég held þó að svo sé ekki. Flokk- urinn hefur verið á höttunum eftir fylgi fólks í þettbýli og þar með meira fjöldafylgi.“ Draumur um flokk „Ég held að þetta sé alröng stefna vegna þess að ef flokkurinn hefði fylgt svipaðri stefnu og áður var þá höfðaði hann líka til þéttbýlisins vegna þess að þar eru margir hugs- andi menn sem skilja að hagsæld landsbyggðarinnar og höfuðborgar- svæðisins fer saman. Ég á þann draum að geta breytt þjóðfélaginu til meira réttlætis. Ég á mér draum um að kom á flokki sem helgar sig byggða- og jafnréttismál- um í orðsins fyllstu merkingu. Þétta verður verkefni mitt næstu árin. Ég verð sjötugur á þessu ári en ég er nú miklu heilsubetri en ég hef oft verið á undanförnum árum. Það eru margir sem skora á mig og ég er sannfærður um að fylgið er meira en kemur fram í skoðanakönnunum. í síðustu kosningum buðum við fram eftir áskoranir frá nokkuð á annað þúsund manns um að ég færi í framboð. Auðvitað var það mikil ákvörðun og kannski sú erfiðasta sem ég hef tekið á stjórnmálaferli mínum. Ég var þá sannfærður um aö ég kæmist inn á þing og held ekki að það hafi orðið breyting á fylginu til hins verra. Ég sagði við Halldór Blöndal dag- inn fyrir kosningar, þegar hann spurði mig hvað við myndum fá, að það yrði ekki minna en 1700 at- kvæði. Ég taldi það lágmark og við • j fengum tæp 1900. Ég hef alveg sömu tilfinningu fyrir því nú að hvað sem skoðanakannanir segja að þá mundi þessi tala frá síðustu kosningum hækka verulega.“ Séra Pétur átti að verða ráðherra Einn dyggasti stuðningsmaður Stefáns fyrir norðan er Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri á Raufar- höfn. Hann tekur við formennsku í hinum nýja skuldaskilasjóði í krafti þeirrar stöðu sem Stefán hefur. Þetta á sér aðdraganda sem Stefán skýrir. „Þannig stóð á eftir kosningarnar í fyrra að við höfðum þessa sömu stöðu fyrir stjórnarmyndun og við höfum nú,“ segir Stefán. „Þá gerði ég ráö fyrir að séra Pétur Þórarins- son, sem var annar maður á lista okkar, yrði ráðherra ef til okkar yrði leitað. Éf hann hefði orðið ráðherra hefði aðstaða okkar breyst mikið því ég var bara einn fyrir í eldlínunni. Hann heföi getað fengið aðstoðar- mann og þá vorum við þrír. Nú er séra Pétur veikur og reyndar margt breytt frá því eftir kosningarn- ar. Við Gunnar erum frændur en það breytir engu. Ég held að allir í okkar hópi séu sammála því að fela Gunn- ari þetta starf. Ég hef ekki heyrt ann- að en að þarna sé vel valið. Það eru skiptar skoðanir um það í mínu kjördæmi hvort ég hefði átt að velja ráðherraembætti. Niðurstaða mín varð þó önnur og ég held að það sé að koma í ljós að ég valdi rétt. Ástæðan fyrir því að við kröfðumst þess í upphafl að fá ráðherra var að geta haft áhrif á mál meðan þau voru í undirbúningi. Þaö varð að sam-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.