Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Side 37
ÍÁUÖARDÁGUR'í: 'ÖKTÖBER 1988.
6. flokkur:
KR-ingar ís-
landsmeistarar
í bráðabana
Það var 6. flokkur KR sem stóð
uppi sem sigurvegari í bráða-
banakeppni 6. ilokks sem hefur
farið fram í sumar I hálfleik 1.
deildarleikjanna. Þeir léku til úr-
slita gegn KA frá Akureyri sem
sigraði í Norðurlandsriölinum.
Úrslitaleikurinn fór fram á Fram-
veili sl. sunnudag og sigruöu
KR-ingar, 4-2, í stórskemmtileg-
um bráöabana. Mörk KR gerðu
þeir Kristján G. Þorsteinsson,
, Edilon Hreinsson, Guðjón Valur
Sigurðsson og Sigurgeir Hö-
skuldsson. - Mörk KA skorðuöu
Gunnþór Jónsson og Arnar Már
Vilhjálmsson.
Bæði liðin sýndu frábæra takta.
Liðsmenn KA voru þó svolítið
óhressir með val á leikstað því
þeir litu svo á að FramvöUurinn
væri hálfgeröur heimavöllur
KR-inga. Þeir vildu samt endilega
koma á framfæri hamingjuósk-
um til KR-strákanna. Myndir af
þessum tveim ágætu liðum verða
aðbíðanæstalaugardags. -HH
3. flokkur - A-lið:
Fylkisliðið
sterkt
KR var fremur létt bráð fyrir sterkt
Fylkislið í leik liðanna í haustmóti í
3. flokki (A) sl. laugardag. KR-strák-
amir böröust vel framan af og var
staðan í hálfleik 1-0 fyrir Fylki. Það
var Finnur Kolbeinsson sem skoraði
beint úr aukaspyrnu af um 20 metra
færi með þrumuskoti. í byrjun síðari
hálfleiks kom Kristinn Tómasson
Fylki í 2-0 þegar hann vippaði lag-
lega yfir markvörð KR-inga. Þriöja
markið kom skömmu seinna og að
þessu sinni var það drengjalandsliðs-
maðurinn Gunnar Pétursson sem
skoraöi með glæsilegu langskoti. Sig-
urður Örn Jónsson náði aö minnka
muninn fyrir KR í 3-1 með laglegu
marki. 4. mark Fylkis gerði síðan
Kristinn Tómasson úr vítaspymu.
Ljóst er að það stefnir í hreinan
úrslitaleik milli Fram og Fylkis
sunnudaginn 9. okt., kl. 14.40, á gervi-
grasinu. -HH
- Kalli minn, þjálfarinn segir að
þú hugsir með sprengikrafti. Það
er þvi meiningin að láta þig spila
sem fremsta mann i næsta leik!
Hvað segir þú um það?
Gústi
„Sweeper":
- Er það sjálfsmark þegar maður
ætlar að gefa á markmanninn en
þá er hann bara horfinn úr mark-
inu? Ég segi nei!!!
53
Khattspyma unglinga
4. flokkur ÍR sigraði Fram í úrslitaleik haustmótsins í keppni A-liða 1-0. Þessi sigur kom hreint ekki á óvart, því ÍR hefur mjög góöum 4. fl. á að skipa. - Lið ÍR
er skipað eftirtöldum leikmönnum: Brynjar Arnarson, Arnar Þ. Jónsson.Jóhann Bragi Fjalldal, Gunnar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson, Bjarki Stefáns-
son, Arnar Þ. Valsson, Kjartan H. Kjartansson fyrirliöi, Kristinn Jóhannsson, Halldór Halldórsson, Helgi Hannesson, Margeir Snæbjörnsson, Þórarinn
Guðmundsson, Heimir Andrason, Jóhannes Jóhannesson, og Arnar Þ. Jóhannsson. - Þjálfari ÍR-liðsins er Kristján Guðmundsson. Lengst til hægri er
Björn Gunnarsson, varaformaður knattspyrnudeildar ÍR. DV-mynd HH
Haustmót 4. fl. (A) - úrslitaleikur:
Baráttuglaðir ÍR-ingar sigruðu Framara
- Helgi Hannesson skoraði sigurmarkið
Þaö voru IR-ingar sem stóðu uppi
sem sigurvegarar í haustmóti 4. fl.
A-liða. Þeir léku til úrslita gegn Fram
sl. laugardag og fór leikurinn fram á
gervigrasinu. IR-ingar sigruðu þar
Framara meö einu marki gegn engu
og voru það réttlát úrslit. Sigurmark-
ið gerði hinn knái framherji ÍR-liös-
ins, Helgi Hannesson, á 10. mín. fyrri
hálfleiks. ÍR-liðið sló Framara alveg
út aflaginu meö kröftugum leik.
Þessi úrslit koma þó svo sannarlega
ekki á óvart, því strákunum hefur
gengið mjög vel í sumar. Þeir kom-
ust, eins og Framarar, í úrslit í ís-
landsmótinu og stóðu sig þar með
mikilli prýði. Þeir lentu þar í 3.-4.
sæti ásamt Þór frá Akureyri.
í úrslitaleiknum gegn Fram voru
þeir alltaf fyrri á boltann og voru
sóknir þeirra mun hættulegri. ÍR-
liðiö er mjög heilsteypt og voru
strákarnir greinilega mjög ákveðnir
í að sigra í þessum leik. Gunnar
Gunnarsson var eins og klettur í
vörninni ásamt Arnari Þ. Jónssyni.
Á miðjunni voru þeir Kjartan Kjart-
ansson og Arnar Þ. Valsson mjög
virkir. í framlínunni bar mikið á
Helga Hannessyni og sýndi hann
okkur rækilega aö stærðin er ekki
fyrir öllu í knattspyrnu því hann er
með minnstu mönnum liðsins. Ann-
ars er ÍR-liðiö skipað jöfnum og góð-
um strákum.
Framarar sýndu ekki sitt rétta and-
lit í þessum leik því að þeir geta
miklu meira. En kröftugur leikur
andstæöinganna kom þeim í opna
skjöldu aö þessu sinni. Liöiö er einn-
ig skipað jöfnum strákum en þó bar
mest á þeim Arnari Arnarssyni og
ívari Pálssyni ásamt Sigurgeir
Kristjánssyni.
Þetta var leikur tveggja góðra liða
en sigurvilji ÍR-inganna var meiri og
því fór sem fór. Góður dómari leiks-
ins var Þórður Theódórsson. -HH
3. flokkur - A-lið:
Valur-Þróttur3-1
Þetta er án efa einn besti leikur 3.
flokks Þróttar í þessu haustmóti.
Staðan var 1-0 fyrir Val í hálfleik og
gerði Gísli Einarsson markið. Þrótt-
arar náðu að jafna snemma í síðari
hálfleik og virtust til alls líklegir.
Valsmenn náðu þó aö hrista þá af sér
með tveim mörkum þeirra Ingvars
Ólafssonar og Páls Þórólfssonm'.
Undir lokin áttu Valsmenn allgóð
færi sem mistókst að nýta. -HH
;
Valur og Fram léku til úrslita i haustmóti 5. flokks. Valsmenn unnu, 3-0, og voru öll mörkin skoruð i B-leiknum sem fór fram' á undan. í leik A-liöa Vals og
Fram var ekkert mark skorað og unnu þvi Valsmenn 3-0, samanlagt. Myndin er frá leik A-liðanna og eru Framarar í hörkusókn. Einbeiting hinna ungu
leikmanna leynir sér ekki og takið eftir dansinum úm boltann. Hér er ekkert feilspor stigið, eins óg myndin ber með sér - hér passar allt saman.
DV-mynd HH