Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Side 38
54
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988.
Kvikmyndir
Kvikmynda-
tökumaður-
inn snjalli,
Sven Nykvist,
ásamt leik-
, stjóranum
Philip
Kaufman.
*■
Kvikmynd eftir skáldsögu sem
fáum þótti fýsilegur kostur að kvikmynda
nýtir sér vel það aðdráttarafl sem
Daniel Day Lewis leikur Tómas sem
hann hefur á kvenfólk.
Óbærilegur léttleiki tilverunnar
eða The Unbearable Lightness Of
Being, eins og myndin nefnist á
ensku, er kvikmynduð eftir rómaöri
Sldsögu Milan Kundera sem komið
tr út á íslensku. Sögusviðið er
Tékkóslóvakía fyrir og eftir innrás-
ina 1968. Einnig gerist sagan aö hluta
í Sviss.
Kundera sjálfur hrökklaðist frá
Tékkóslavíu 1970 þegar yfirvöld
gerðu honum lífið óbærilegt. Hann
. hafði verið prófessor við kvikmynda-
skólann í Prag og hafði fylgst með
þeirri öru þróun í tékkneskri kvik-
myndagerö sem féll um sjálfa sig
þegar innrásin var gerð.
Flestir hinna ungu kvikmynda-
ger öarmanna höfðu veriö nemendur
hans. Þar á meðal Milos Forman.
Kundera hefur búið í Frakklandí síð-
an 1975 þar sem hann kennir við
Sorbonne háskólann, meðfram rit-
störfum.
Bakgrunnur sögunnar er hiö nýtil-
komna frjálsræði í Tékkóslóvakíu
sem hinar pólitísku breytingar höföu
í fór með sér. Sjálfur hefur Kundera
látið hafa eftir sér að honum hafi
ftmdist að hann væri að yfirgefa eró-
tíska paradís sem hann mundi aldrei
finna aftur.
„Vorið í Prag“, sem byijaði í janúar
1968, varð til þess að fram komu á
sjónarsviðið mjög athyglisverðir
kvikmyndagerðarmenn sem brátt
uröu þekktir um allan heim. Menn á
bor(ð viö Milos Forman, Jan Kadar,
Jiri Menzel, Ivan Passer og Jan
Nemec. Þeir blómstruðu þegar þeir
komust undan ríkiseftirlitinu.
Ekki ástarsaga
heldur elskendasaga
Aðalsögupersónan í Óbærilegur létt-
leiki tilverunnar er Tómas, ungur
heilaskurðlæknir sem er pipar-
sveinn og djarftækur til kvenna.
Hvort sem sambönd hans við kven-
fólk standa lengi eða stutt er engin
alvara aö baki hjá honum. Hjá hon-
um er það íþrótt að komast yfir kon-
ur og aldrei dvelur hann heila nótt
hjá konu.
Eitt skiptið þegar hann er að fram-
kvæma skurðaögerð í smáborg einni
tekur hann eftir ungri þjónustu-
stúlku, Teresu, sem er að lesa skáld-
söguna Onnu Kareninu. Hún tekur
eftir að hann er einnig aö lesa bók.
Áhugi þeirra á hvoru öðru er vak-
inn. Tómas snýr aftur til Prag og til
þeirrar konu sem skilur hann best,
Sabinu, listakonu sem eins og Tómas
hefur ánægju af kynlífi án ástar.
Stuttu seinna birtist Teresa heima
hjá Tómasi. Hann er fljótur að fá
hana upp í til sín. Og þar kemur að
því að hann brýtur grundvallarreglu
sína. Hann ekki aðeins leyfir henni
að dvelja nóttina hjá sér, heldur býð-
ur henni að flytja inn til sín.
Tómas heldur samt áfram kvenna-
fari sínu. Sabina útvegar Teresu
vinnu sem ljósmyndari. Og við tekur
áhyggjulaust líf hjá þeim. Tómas
skrifar merkilega grein um sam-
viskuleysi kommúnista og um leið
uppgötvar hann hvað það er að vera
afbrýðisamur þegar hann sér Teresu
dansa við annan lækni. Teresa finn-
ur sér til ánægju afbrýðisemi Tómas-
ar og fær hann til að giftast sér. Ekki
breytist Tómas við giftinguna.
Innrásin gerir þaö aö verkum að
Teresa einbeitir sér að því að mynda
.rússneska herménn og samskipti
þeirra við Tékka. Hún er handtekin
og þrátt fyrir pyntingar neitar hún
allri samvinnu.
Sabina hefur í millitíðinni flúið til
Genfar þar sem hún lendir í sam-
bandi við gitan mann. Tómas kemur
einnig til Genfar ásamt Teresu sem
hefur sloppið úr landi með ljósmynd-
ir sínar. Fáir hafa áhuga á þeim en
Kvíkmyiidir
Hilmar Karlsson
einn ljósmyndari bendir henni á að
hún hafi ótvíræða hæfileika til að
mynda nakið fólk. Til að reyna á
þessa hæfileika fær Teresa Sabinu
til að sitja fyrir hjá sér.
Teresu sem finnst líf sitt vera að
færast í átt til tómarúms skilur eftir
miða til Tómasar og segist farin aftur
til Prag. í Tékkóslóvakíu var hún
aðeins háð honum í hjarta, en í Genf
að öllu leyti. Tilhugsunin um að
hann yfirgefi hana reynist henni
óbærileg.
Tómas er í fyrstu feginn frelsinu
og tekur upp gamla lifnaðarhætti.
Finnur þó fljótt að hann er bundinn
Teresu órjúfanlegum böndum og
snýr aftur til Tékkóslóvakíu. Þegar
þangað er komið neitar hann við
yfirheyrslur að viöurkenna að blaða-
grein hans um kommúnismann sé
ómark, þótt í raun^é honum sama.
Þrjóskan í honum kostar það að
hann fær aðeins vinnu í fátækra-
hverfi í Prag, þar sem hann gerir lít-
ið annað en að gefa sjúklingum uppá-
skriftfyrir pillum.
Eftir að hafa neitað enn einu sinni
er honum sagt að hann fái aðeins
vinnu við gluggaþvott. Tómas og
Teresa hafa tekið saman afturþrátt
fyrir að Tómas breyti lítið lifnaðar-
háttum sínum. Eftir uppgjör á milli
þeirra flytjast þau úpp í sveit. Loks-
ins í hreinu sveitaloftinu finna þau
þann frið sem þau alltaf hafa þráð.
Sabina, sem flutt hefur til Kaliforn-
íu, verður miður sín þegar hún fær
skeyti um að Tómas og Teresa hafi
látist í bílslysi. í lokaatriði myndar-
innar, þegar áhorfandinn veit aö þau
Tómas og Teresa muni deyja, fer
ekki á milli mála gagnkvæm ást og
sá friður sem þau hafa öðlast.
Bandarísk kvikmynd
en jafnframt evrópsk
Það er ekki fyrir hvern sem er að
kvikmynda jafnviðamikla og erfiða
skáldsögu og Óbærilegur léttleiki til-
verunnar er, enda höföu víst ein-
hverjir færst undan. Philip Kaufman
réðst þó í verkið og með aðstoð góðra
samstarfsmanna, eins og handrits-
höfundarins Jean-Claude Carriere,
sem hefur starfað með flestum
fremstu leikstjórum Frakka, og kvik-
myndatökumannsins Sven Nykvist
hefur honum tekist að gera ógleym-
anlega kvikmynd sem Bandaríkja-
menn sjálfir telja evrópskustu kvik-
mynd sem Bnadaríkjamaður hefur
gert.
Kaufman er ekki ókunnugur því
að glíma við erfiðar skáldsögur. Hans
þekktasta kvikmynd hingað til er
The Right Stuff sem fjallar um fyrstu
geimfara Bandaríkjanna. Það tók
hann íjögur ár aö fullgera þá mynd,
sem þykir lýsa vel geimförunum sem
persónum sem og ævintýralegu lífi
þeirra.
Áður en tökur hófust á Óbærileg-
um léttleika tilverunnar átti Kauf-
man, framleiðandinn Saul Zaents
ásamt Carriere marga fundi með
höfundinum Kundera sem kom með
sínar tfilögur sem margar hverjar
höfnuöu í lokagerð handritsins.
Þar sem ekki var hægt að filma í
Tékkólslóvakíu var ákveðið aö kvik-
mynda í París og Lyons.
Kaufman viöurkennir að það hafi
verið erfitt að finna réttu leikarana
í aðalhlutverkin. Hann og framleið-
andinn voru sammála um að ráða
leikara sem þeir teldu hæfa hlut-
verkinu án tillits til þess hvort þeir
væru þekktir eða ekki, enda varð
niðurstaðan sú að í myndinni eru
enskir, franskir, sænskir, pólskir og
hollenskirleikarar.
Tómas er leikinn af Daniel Day
Lewis sem er sjálfsagt einn efnileg-
asti leikarinn sem komið hefur fram
á Bretlandseyjum lengi. Hann var
búinn að vekja mikla athygli í My
Beautiful Laundrette og Room With
A View, áður en honum var boðið
hlutverk læknisins Tómasar.
Juliette Binoche, sem leikur Ter-
esu, er frönsk. Hún er aðeins tuttugu
og þriggja ára en hefur leikið aðal-
hlutverk í mörgum frönskum mynd-
um. Lena Olin er leikur Sabinu er
sænsk og hefur leikiö í nokkur ár við
sænska þjóðleikhúsið, meðal annars
undir stjóm Ingmar Bergman.
Óbærilegur léttleiki tilverunnar
hefur fengið mjög jákvæða gagnrýni
hvar sem hún hefur verið sýnd og
aðsóknin hefur einnig verið góð,
enda er að nokkru leyti brotið blað
í gerð bandarískra kvikmynda. Bíó-
borgin mun taka myndina til sýning-
arummiöjanoktóber. -HK