Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Side 39
LAUGARDAGUR 1. OKTÖBER 1988.
55
Vísindi
íþróttamenn í hættu vegna lyfjaneyslu
Hormónalyfin
geta valdið
geðveiki
Hormónalyf, eins og þau sem
íþróttamenn freistast til aö nota, eru
ekki aðeins hættuleg líkama manna,
þau geta einnig valdið geðveiki. Á
undanfömum árum hafa æ fleiri
íþróttamenn verið staðnir að notkun
þessara lyíja og nú á ólympíuleikun-
um hafa fjölmargar stjörnur fallið á
lyfjaprófum. Frægust þeirra er
hlaupagarpurinn Ben Johnson.
Hormónalyfin auka vöxt vöðva.
Margir vaxtarræktarmenn hafa
lengið legið undir grun um að nota
þessi lyf. Viðurkennt er að þau geta
haft skaðleg áhrif á líkamann þótt
þau komi í sumum tilvikum að gagni
sem læknislyf. Reynslan hefur sýnt
að íþróttamenn taka þessi lyf í stærri
skömmtum en læknar telja ráðlegt
og taka með því verulega áhættu.
Til þessa hafa rannsóknir á hor-
mónalyfjum einkum beinst að áhrif-
um þeirra á líkamann en nú hafa
tveir bandarískir læknar beint at-
hyglinni að áhrifum þeirra á sálarlíf-
ið. Þessir menn eru Harrison Pope
og David Katz og starfa báðir við
háskólasjúkrahúsið í Harvard.
Þeir rannsökuðu 40 íþróttamenn
sem höfðu orðið uppvísir að notkun
hormónalyija. Þrettán úr hópnum
höfðu átt við geðræn vandamál að
stríðá í kjölfar lyfjaneyslunnar. Al-
gengustu einkennin voru oflæti og
sjúkleg oftrú á eigin getu með til-
heyrandi dómgreindarleysi. Þá
fylgdu oft einkenni taugaveiklunar.
Nokkrir úr hópnum höfðu einnig
orðið fyrir ofskynjunum.
„Við vitum ekki nákvæmlega
hvers vegna hormónalyfin valda geð-
rænum truflunum," er haft eftir
David Katz. „Flest bendir þó til að
truflanir verði á flutningi taugaboða
í miðtaugakerfinu."
Ben Johnson er frægastur þeirra iþróttamanna sem talliö hafa á lyfjapróti.
Taugatölvurnar eiga mannsheilann að fyrirmynd.
Taugatölvum veitt
vaxandi athygli
Bandarísk stjómvöld hafa ákveð- framhaldi af svokallaðri gervigrei-
iö aö leggja verulega flármuni í nd. Gervigreind byggist á þvi að
rannsóknir á svokölluöum tauga- tölvur draga ályktanir í sámræmi
tölvum. Kostir þessara tölva eru við fyrirfram ákveðnar reglur.
þegarótvíræöirþráttfyriraðrann- Veikieiki gervigreindarinnar er
sóknir séu skammt á veg komnar. að hún getur ekki brugðist við aö-
Japanar leggja nú mikla áherslu stæðum sem engar reglur hafa ver-
á að þróa þessa gerö af tölvum og iö settar um. Mannshugurinn hef-
þarílandileggjamörgrafeindafyr- ur aftur á móti hæfileika til aö
irtæki mikla áherslu á aö ná for-, draga nýjar ályktanir. Það er hæfi-
ustunni í framleiðslu taugatöiva. leiki sem tölvusmiöir hafa lengi
Taugatöl vumar fá nafn sitt af því látiö sig dreyma um að gefa smíöis-
að hugmyndin er að þær vinni líkt gripum sinum.
og taugakerfi mannsheilans. Taugatölvumar eiga aö geta lært
„Við erum aö reyna aö búa til af reynslunni eins og menn með
eftirlikingu af mannsheila og not- því að llkja sem nákvæmast eftir
um til þess frumparta sem llkjast hugsun manna. Til þess verða þær
heilafrumum,'1 segir Bernard aö geta unnið að mörgum verkefh-
Widrow, prófessor við Stanford um samtímis. Það kostar að fiölga
háskóla í Kaiifomíu. Hann er einn þarf rökrásum tölvuheilans vem-
af frumhetjunum í þessari grein lega og tengja þær saman líkt og
tölvutækninnar. um mannsheila væri aö ræða.
„Þaö getur tekiö þúsund ár að Fyrstu taugatölvumar hafa gefið
búa til tæki sem jafiiast á við góða raun við að lesa skrift og
mannsheilann en það líða fá ár þekkja rithandareinkenni ein-
þangaðtilfariðverðuraönotatölv- stakra manna þótt skriftin sé
ur af þessari gerð,‘• segir Widrow. breytileg. Öryggissérfræðingar í
Þótt taugatölvumar séu enn á bandarískum bönkura hafa sýnt
algeru frumstigi em i þaö minnsta því áhuga að nýta þennan kost til
{jórar þegar komnar í notkun. aðkomaívegfyrirfalsaniráundir-
Taugatölvumar em þróaðar í skriftum.
Flugbílar sem enginnvildi sjá
Þessi flugbill hrapaði í þriðju tilraunaferðinni.
Eitt sérkennilegasta uppátækið í
flugsögunni eru tilraunir Banda-
ríkjamanna til að sameina bíla og
flugvélar í einu tæki. Þessi hugmynd
fékk byr undir báða vængi á árunum
eftir seinna stríð og þá komu fram
tvö fyrirtæki sem reyndu aö fram-
leiða flugbOa fyrir almennan mark-
aö.
Flugvélasmiðjurnar Convair urðu
fyrstar til að láta smíða htla tveggja
sæta flugvél sem bæði mátti fljúga
um loftin blá og aka eftir venjulegum
vegum. Þetta þótti gefa svo góða raun
að ákveðið var að skeyta lítilh einka-
flugvél við venjulegan fólksbíl.
Flugmaðurinn sat í bOstjórasætinu
hvort sem hann flaug farartækinu
eða ók. Tvær tilraunaferðir voru
famar á þessum flugbO án þess að
nokkuð bæri út af. En í þriðju ferð-
inni varð flugbOlinn bensínlaus og
hrapaði. Eftir það var hætt við frek-
ari thraunir hjá Convair og Piper
flugvélaverksmiðjumar keyptu hug-
myndina. Þar hafa þó engar tflraunir
verið geröar með flugbOa.
Bandaríski verkfræðingurinn Mol-
ton B. Taylor gerði um svipað leyti
thraunir með flugbíl sem hann kall-
aði Aerocar. Hann fékk viðurkenn-
ingu á farartækinu hjá bandaríska
loftferðaeftirhtinu og smíðaði sjö ein-
tök. Engir flugáhugamenn urðu þó
tO að kaupa og á endanum varð Tayl-
or að gefast upp viö hugmyndina.
Engin sérstök tæknileg vandkvæði
em á smíði flugbOa nema að væng-
haf þeirra er of mikiö tO að vel fari
við akstur á venjulegum vegum.
FlugbOamir áttu ekki að vera miklu
dýrari en venjulegar flugvélar og
mun ódýrari en flugvél ogbOl hvort
í sínu lagi.
o 1 a r
M
Geimsturta í
þyngdarleysi
Geimfarar verða aö fara í baö
eins og aðrir menn. Þaö er þó hæg-
ara sagt en gert að lauga sig í vatni
í þyngdarleysi þar sem vatnið glat-
ar m.a. þeim eiginleika að renna
niður í móti. í venjulegum sturtum
á jörðu niðri rennur vatnið út um
niöurfallið en í þyngdarleysi er allt
annað uppi á teningnum. Þar safn-
ast vatnið utan á líkama manna, á
sturtuveggina eða það svífur um í
stórum dropum.
Til að leysa þetta vandamál hefur
Geimferðastofnun Bandaríkjanna,
NASA, varið hundruðum mihjóna
króna á undanfömum árum og nú
loks fundiö lausn sem dugar.
Lausnin er einfold og ódýr þrátt
fyrir allan kostnaðinn við að fmna
hana. í geimsturtunni er úðari eins
og í venjulegum sturtum og suga
sem sýgur upp vatnið. í sturtunni
þykir best að bleyta aðeins lítinn
blett af líkamanum í einu og sjúga
vatniö upp jafnharðan.
Hænur læra
nýjan söng
Frönskum líffræðingum hefur
tekist meö flutningi á heilavef að
fá hænuunga til að hegða sér eins
og akurhænur. HeOavefur úr akur-
hænum var græddur í ungana
meðan þeir voru enn á fósturstigi.
Þegar þeir komu úr eggjunum tístu
þeir eins og akurhænuungar en
ekki eins og kjúklingar.
TOraunir með flutning á heflavef
eru nú algengar en til þessa hefur
ekki tekist að flytja eiginleika mflli
dýra. Ungamir virtust fuhkomlega
eðhlegir þegar þeir komu úr eggj-
unum. Aðgerðin mistókst á nokkr-
um þeirra og þeir héldu sínu há-
væra tísti sem hænuungum er eig-
inlegt. Aðrir gáfu frá sér tvö stutt
tíst og eitt langt í röð eins og akur-
hænur gera.
Sprengistjama
kemur í ljós
Stjamfræðingar á La Sillafjahi í
Chfle hafa komiö auga á þá íjarlæg-
ustu stjörnu sem nokkm sinni hef-
ur sést. Stjaman er svoköhuö
sprengistjama eða supemova.
Ljósið frá heniú hefur veriö fimm
milljarða ljósára að berast tíl jarð-
arinnar. Samkvæmt því em fimm
mihjarðar ára síðan stjarnan
sprakk en þá var sólkerfi okkar að
verða til.
Sprengistjaman sást fyrst þann
9. ágúst. Þá var ljósið frá henni fjór-
um milljón sinnum daufara en svo
að mannsaugað fengi greint það.
Eftir mánuð eða svo verður ljósið
orðiö það dauft að nákvæmustu
mæhtæki greina það ekki lengur.