Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Síða 43
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988.
59
Helgi Ólafsson
37. e4 dxe4 38. Bxe4 Hal+ 39. Kg2
Db5 40. Df3 Db4 41. Hf8+! Dxf8 42.
Bxh7+ Kxh7 43. Dxf8 Hdl 44. Dd8
Rf5 45. Dd7+ Rg7 46. g4 Hd2+ 47.
Kg3 Hdl 48. Dd8 Hfl 49. DfB! Hdl 50.
Df2 Hcl 51. Kh4 Hc7 52. Df3 Kg8 53.
Da8+ Kf7 54. Dd8 He7 55. Kg5 Og
svartur gafst upp. -JLÁ
Bridgefélag
Reykjavíkur
Önnur umferð í barómeterkeppni
félagsins fór fram síðasta miðviku-
dag, en 44 pör taka þátt í keppninni.
Hæstu skor kvöldsins hlutu:
1. Rúnar Magnússon - Páll Valdi-
marsson 171
2. Jónas P. Erlingsson - Guðmundur
Pétursson 122
3. Jón Þorvarðarson - Guðni Sigur-
bjarnason 119
4. Aðalsteinn Jörgensen - Ragnar
Magnússon 99
Eftir 14 umferðir af 43 er staða efstu
para þannig:
1.-2. Aðalsteinn Jörgensen - Ragnar
Magnússon 196
1.-2. Jón Þorvarðarson - Guðni Sig-
urbjarnason 196
3. Rúnar Magnússon - Páll Valdi-
marsson 195
4. -5. Jakob Kristinsson - Magnús
Ólafsson 164
4.-5. Ásgeir Ásbjörnsson - Hrólfur
Hjaltason 164
6. Eiríkur Hjaltason - Páll Hjaltason
135
7. ísak Sigurðsson - Sigurður Vil-
hjálmsson 134
8. -9. Jacqui McGreal - Þorlákur
Jónsson 130
8.-9. Jónas P. Erlingsson - Guð-
mundur Pétursson 130
10. Georg Sverrisson - Þórir Sigur-
steinsson 126
Bridgefélag Hafharfjarðar
Síðasta mánudag var spilaður eins
kvölds tvímenningur. Mæting var í
minna lagi og var spilaö í einum
riöli. Úrslit urðu þessi:
1. Einar-Björgvin 241
2. Andrés - Halldór 233
3. Bjöm-Anton 230
4. Böðvar-Ingvar 225
5. Jón Viðar - Stígur 218
Meðalskor var 210 stig. Næsta mánu-
dag, 3 okt., hefst Mitchell tvímenn-
ingur og eru spilarar hvattir til að
mæta vel. Spilað er aö venju í íþrótta-
húsinu viö Strandgötu (uppi) og
spilamennska hefst stundvíslega kl.
19.30.
IþróttapistiH
Ótrúleg
vonbrigði
Þegar þetta er skrifað eru ís-
lensku keppendurnir um það bil
að ljúka keppni á 24. ólympíuleik-
unum í Suður-Kóreu. Miklar von-
ir voru bundnar við okkar fólk
en segja verður eins og er að von-
brigðin urðu mikil. Hreint ótrú-
lega mikil. Vissulega vora gerðar
miklar kröfur en íþróttafólkið
brást í flestöllum tilfellum.
Landsliðið í handknattleik átti
vægast sagt misjafna daga. Leik-
imir gegn Bandaríkjamönnum
og Alsírbúum voru þolanlegir en
síðan tóku verri hlutir við.
Stórtap gegn Svíum, jafnteíli
gegn Júgóslövum og síðan
stórtap fyrir Sovétmönnum. Eftir
þessa leiki var ljóst að möguleik-
ar okkar manna á aö halda sæti
sínu í A-keppni heimsmeistara-
keppninnar fólust í því að leggja
Austur-Þjóðveija að velli í leik
um 7. sætið.
Einhver sögulegasti
leikurinn á OL
Ekki verður skrifað langt mál hér
um leikinn gegn Austur-Þýska-
landi. Það var grátlegt að tapa
þeim leik og með örlítilli heppni
hefði íslenska liðið átt að tryggja
sér áframhaldandi veru í A-
keppninni. En heilladísirnar
voru á bandi Austur-Þjóðverja og
nú verðum viö að líta fram á veg-
inn og reyna að halda okkur í
B-keppninni sem fram fer í febrú-
ar í Frakklandi. Raúnhæft mark-
mið er eflaust að falla ekki næst
niður í C-keppnina.
Furðuleg ummæli
Bogdans þjálfara
í DV í gær mátti lesa ummæli sem
höfö voru eftir Bogdan Kowalc-
zyk, fyrrverandi landsliðsþjálf-
ara. Þar sagði Bogdan að blöðin
heima á íslandi hafi skrifaö mjög
neikvætt um íslenska liöið og að
strákarnir í landsliðinu hefðu
fengið fregnir af þessum skrifum
þegar þeir hringdu heim til ís-
lands meðan á keppninni stóð.
Bogdan sagði einnig að það væri
furðulegt að illa væri skrifað um
lið sem ynni sjö marka sigur á
ólympíuleikum og átti Bogdan
þar við leik íslands gegn Banda-
ríkjunum.
Dæmalaust kjaftæði
Reyndar hélt ég að Bogdan væri
meiri maður en þessar yfirlýsing-
ar gefa til kynna. Það veröur að
teljast furðulegt að Bogdan skuli
láta slíkt bull út úr sér sem hann
gerði í DV í gær. Það er að mínu
mati spurning hvort ekki sé best
fyrir íslenskan handknattleik að
losa sig við Bogdan sem fyrst.
Hann hefur, að því er virðist,
kennt okkar mönnum allt sem
hann kann. •
Allt I dúnalogni
Sannleikurinn varðandi yfirlýs-
ingar Bogdans um blöðin hér-
lendis er sá að sjaldan eða aldrei
hefur landsliðsþjálfari fengið
annan eins frið fyrir íjölmiölum
og einmitt Bogdan meöan á und-
irbúningi fyrir ólympíuleikana
stóð. Varla hefur sést eitt einasta
styggðaryrði um íslenska liðið
eða Bogdan sjálfan í marga mán-
uði. Bogdan ætti að líta í eigin
barm og fara yfir öll þau mistök
sem hann hefur gert í undirbún-
ingi landshðsins fyrir ólympíu-
leikana og í leikjunum sjálfum í
Suður-Kóreu. Sá þjálfari sem
reynir að koma sökinni yfir á
aöra í staö þess að viðurkenna
eigin mistök er á rangri leið.
Sannleikurinn er sá að ekki er
pláss hér til að tíunda öll þau
mistök sem Bogdan hefur gert á
ólympíuleikunum. Innáskipting-
ar eru þar hluti af heildinni. Þær
voru oft á tíðum furðulegar, svo
ekki sé meira sagt. Og punktur-
inn yfir i-iö kom í vítakeppninni
gegn Austur-Þjóðverjum þegar
hann lét Karl Þráinsson taka eitt
af vítunum fimm. Með fullri virð-
ingu fyrir Karli Þráinssyni þá er
það ekki hans sterka hlið að
framkvæma vítaköst og allra síst
á stundu sem þessari.
Ekki alvondur
Þótt það sé mitt mat að Bogdan
hafi gert mörg mistök varðandi
ólympíuleikana má ekki gleyma
því þrekvirki sem hann hefur
unnið fyrir íslenskan handknatt-
leik. Snjallari þjálfari hefur ekki
starfað hér á landi en snjallir
þjálfarar geta greinilega gert mis-
tök.
í næsta pistli verður nánar fjall-
að um frammistöðu íslendinga á
ólympíuleikunum í Seoul.
Stefán Kristjánsson
• Guðmundur Guðmundsson og félagar i landsliðinu i handknattleik fá nú það hlutskipti að leika í B-
keppninni í Frakklandi í febrúar. Nokkuð sem engan óraði fyrir áður en til ólympiuleikanna kom.
Símamynd Reuter