Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Qupperneq 47
63 LAUGARDÁGUR 1. OKTÓBER 1988. FerðamáJ Ferðaskrifstofur efna til langferða: Austurlönd fjær hafa löngura haft örvandi áhrif á ímyndunarafl Vesturlandabúa. Flestir hafa þó þurft aö láta sér nægja aö dreyraa um þau. En nú er lag að gera drauminn aö veruleika, því margar íslenskar feröaskrifstofur bjóða upp á ævintýra- og heimsreisur á þær slóðir í haust. Hér á eftir verð- ur sagt stuttlega frá þremur lönd- um, sem heppnir íslendingar munu heimsækja á næstunni, Singapore, Thaiiandi og Indlandi. Það er þó ekki nóg að hoppa bara upp í næstu flugvél og halda af stað. Ferðalög sem þessi krefjast marg- háttaðs undirbúnings svo þeirra megi njóta til fullnustu. Eitt af því sem ferðamenn verða að huga að er heilsan. Á síðunum hér á eftir verður greint frá því hvaða bólu- setningar eru æskilegar áður en lagt er í hann, svo og hvaða einfald- ar varúðarráöstafanir beri að viö- hafa þegar á áfangastað er komið. Þá verður sagt frá flugþreytu, óþægingum sem plaga alla þá sem fljúga yfir mörg tímabelti og gefm nokkur ráö um hvernig best sé að vinna bug á henni. Loks segjum við frá nokkrum atriðum sem ljós- myndarar ættu að hafa í huga, svo þeir geti síðar meir yljaö sér yfir og riíjaö upp ferðalagið með vel heppnuðum myndum. Og þá er ekkert annað eftir en að óska ferðalöngum góðrar ferðar. -gb Ferðalöngum til fjarlægra landa er eindregið ráðlagt að láta bólusetja sig. Borgarlæknisembættiö veitir allar nánari upplýsingar. Austurlandaferöir: Allir í bólusetn- ingu Kólera, taugaveiki.lifrarbólga og mænusótt. Þetta eru þeir sjúkdómar sem ferðamenn til fjarlægra landa, eins og Austurlanda, ættu að láta bólusetja sig gegn áður en haldiö er af stað. Því til viðbótar verða malar- íutöflur að vera með í farteskinu. „Best er að menn hyggi að þessu 4-8 vikum áður en þeir fara en það er algengt að fólk spyrjist fyrir um þetta of seint,“ sagði Heimir Bjarna- son aðstoðarborgarlæknir í samtali við DV. Heimir segir aö bólusetning sé ekki skylda fyrir ferðir sem þessar en borgarlæknisembættið ráðleggi mönnum eindregið að láta sprauta sig. Það sé hins vegar engin spurning með malaríutöflurnar. „Það verður að gera það sem hægt er gegn malar- íunni,“ segir hann. Og bætir því við að miöað við umfang ferðaþjón- ustunnar komi ekki nema lítill hluti ferðamanna í bólusetningu. Þeir sem ekki hafa látið bólusetja sig nýlega gegn áðurnefndum sjúk- dómum þurfa að mæta tvisvar sinn- um og kostnaðurinn við slíkar sprautur er 1500-1600 krónur. Malar- íutöflurnar fást í lyfjabúðum og glas með 20 töfium kostar innan við eitt hundrað krónur. Þegar komið er á áfangastað er best að hafa allan varann á. Krana- vatn í mörgum löndum er ekki hæft til drykkjar. Best er því aö drekka aðeins soðiö vatn eða vatn úr flösk- um, þrátt fyrir fullyröingar heima- manna um annað. Þá er einnig viss- ara að skræla alla ávexti áður en þeirra er neytt og fara varlega í aö borða salöt og annan mat sem ekki er vel soðinn. Borgarlæknisembættið veitir til- vonandi ferðalöngum allar upplýs- ingar um hvemig beri að haga sér í framandi löndum svo slæmt heilsu- far eyðileggi ekki fríið. Því skyldu menn ekki draga heimsókn þangað álanginn. -gb Flugþreyta: Óhjákvæmilegur fylgi- fiskur langferðanna - hægt aö komast hjá verstu áhrifunum með góðum undirbúningi Gott ráð til að draga úr flugþreytu er að stilla úrið sitt á tima ákvörðunar- staðar í upphafi ferðar og neyta matar og sofa i samræmi við það. Hungurverkir á furðulegustu tím- um sólarhringsins, pirringur og átta- missir. Þetta eru nokkrir dyggir fylgifiskar þess að þurfa aö leggja á sig ferðalög um langan veg og þeir eru einkenni eins og sama meinsins, flugþreytu eða ,jetlag“ eins og það heitir á útlensku. Flugþreyta þjáir alla sem fara yfir tímabelti í hraðskreiðu farartæki eins og flugvél og hún leggst þyngra á þá sem eldri eru en hina yngri. Flugþreytan tengist dægursveiflum líkamans. Líkaminn hefur inn- byggða klukku sem hefur 25 klukku- stunda hringrás en hefur aölagast 24 tíma hringrásinni vegna ýmissa ytri þátta, eins og svefns, fæðu, ljóss og félagslegra venja. Þegar farið er yfir tímabelti ruglast líkamsklukkan vegna breyttra ytri aöstæðna og þeg- ar hún reynir aö aðlaga sig nýjum tíma fylgja því bæði líkamleg og and- leg óþægindi. Flugþreytan gerir meira vart við sig þegar ferðast er í austurátt. Ástæðan er sú að klukkan á áfanga- stað er á undan klukkunni á brott- fararstað. Þess vegna þarf líkams- klukkan að ganga hraðar en hún gerir venjulega. Á ferð í vesturátt töpum viö tíma og því gengur líkams- klukka okkar hægar en slíkur tíma- ruglingur er auðveldari viðureignar. Sérfræðingar eru sammála um að leyndarmálið til að komast yfir flug- þreytuna sé að segja líkamanum á eins margbreytilegan hátt og hægt er að laga sig að nýjum aðstæðum. Mikilvægt er fyrir þá sem þurfa t.d. að sækja fundi daginn eftir komudag til nýs staðar að skipuleggja þá þegar líkamsklukkan og staðartími eru sammála um að enn sé dagur. Ef flog- ið er í austur ættu slíkir fundir að fara fram síðla dags en snemma þeg- ar haldið er í vesturátt. Önnur leiö til að draga úr áhrifum flugþreytunnar er að laga sig að reglubundnu lífi samfélagsins í nýja tímabeltinu, fara í gönguferðir og hafa samskipti við annað fólk. Þeir sem þaö gera eru fljótari að jafna sig en hinir. Rannsóknir hafa ennfremur sýnt að sólarljós getur veriö árangursríkt í baráttunni við flugþreytuna. Próf- essor við háskólann í Oregon í Bandaríkjunum hefur komist að því að þeir sem ferðast yflr níu tímabelti aðlagast nýja tímanum fullkomlega á sex dögum ef þeir fá á sig tvær til þrjár klukkustundir af hádegissól á degi hverjum. Ferðamenn, sem aftur á móti fá enga sól á sig, eru fulla þrettán daga að jafna sig. Áhrif mataræðis á flugþreytu hafa verið rannsökuð nokkuð að undan- fórnu en ekki eru allir sammála um hver áhrif þess eru. Eitt eru sérfræð- ingar þó sammála um en það er að neysla koffins og áfengis um borð í flugvélinni geri aðeins illt verra þar sem þau efni verka örvandi á þvag- rásina í umhverfi þar sem líkaman- um hættir meira til vökvataps en undir eðhlegum kringumstæðum. Dr. Waterhouse við háskólann í Manchester leggur til að menn neyti ekki koffins að morgni til fyrr en komið er á áfangastað og forðist áfengi síðla kvölds þar til líkams- klukkan hefur jafnað sig. Ef allt um þrýtur er alltaf hægt að taka líkamsklukkuna á sálfræðinni. Það er gert með því að ímynda sér aö maður sé þegar kominn í nýja tímabeltið. Dagana fyrir ferðina ættu menn aö leggja augun aftur öðru hverju og ímynda sér hvað þeir væru að aðhafast á þessum tíma dags á nýja staðnum, hvort sem væri að snæða morgunverð eða sitja fundi. Árangursríkasta bragðið er þó að stilla úrið sitt á hinn nýja tíma um leið og stigið er upp í flugvélina og boröa, sofa og lesa í samræmi viö það. Ekkert af ofansögðu er fullkomin vörn gegn flugþreytunni en einfold ráð eins og þessi geta þó dregið úr henni. En á meðan hið fullkomna mótefni hefur ekki veriö fundið upp verða pirringurinn og hungurverk- irnir áreiðanlega með í farteskinu. Aðlögun að flugþreytu Tafla þessi gefur vísbendíngu um hversu lengi flugþreyta varir eftir eina ferð. Eldra fólk þarf yfirleitt lengri aðlögunar- tfma en hinir yngri. Flug í austur Tímabelti sem farið er yfir 0-3 Aðlögunarreglur 0 Tímabelti sem farið er yfir 0-2 Aðlögunarreglur 0 4-6 1-3 3-5 1-5 7-9 2-5 6-8 3-7 10-12 2-6 9-11 4-9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.