Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Side 49
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. 49 Sviðsljós Joan Collins var á Rivierunni. Hún lætur ekki sjá sig á bikini lengur, enda hátt komin á sextugsaldurinn. Michael Caine fór með konuna sína, Shakiru, og fimmtán ára dóttur, Natös- hu, til St. Tropez. Cher var i St. Tropez og brá ekki út af vananum. Hennar sundföt voru öðruvísi en hinna. Og svo var það Christina Onassis. Karólína Mónakóprinsessa var á Sardiníu að kenna Karlottu dóttur sinni að synda. Kelly LeBrock eyddi friinu sínu á Sikiley með litlu dóttur sinni, Önnu- Lísu, sem er eins árs. Stjörnurnar í sólbaði Á sumrin flykkjast stjörn- urnar í sólbað eins og við hin. Ejni munurinn er sá að stjörnurnar nota strendur sem við hin höfum tæpast efni á að nota og þær þurfa ekki að hafa myndavél með sér í fríið vegna þess að gír- ugir ljósmyndarar liggja í leyni um allt til að ná góðri mynd af uppáhaldsstjörn- unni sinni. Síðan þurfa stjörnurnar ekki annað en að klippa myndir úr heims- blöðunum til að setja í fjöl- skyldualbúmið. Ólyginn sagði... River Phoenix er ein stærsta unglingastjarnan á hvíta tjaldinu vestra um þessar mundir. Kappinn er átján ára að aldri og heilbrigður ungur maður með afbrigðum. Hann borðar ekki kjöt og þolir ekki reykingar. Hann er raunar alger öfgamaöur á því sviði því ef einhver dregur upp sígarettu í návist hans þá er hann bara farinn. Annars segir hann að það sem fari mest í taug- arnar á sér sé þegar fólk kemur öðruvísi fram við hann en aðra vegna þess að hann er stjarna. Rob Lowe er nú farinn að íhuga leit að frægð og frama á öðru sviði en í leiklist- inni. Hann fór á flokksþing Demókrataflokksins í sumar og komst að því þar að hann hefur óskaplega gaman af pólitík og nú er hann að hugsa um að láta meira að sér kveða á því sviði. Hann hefur skipaö sér í sveit með stuðningsmönnum Michaels Dukakis sem er víst yfir sig hrif- inn af stuðningi stjömunnar ungu því þá er alltaf von til þess að kvenfólkið kjósi Dukakis. Parton er án efa eini kartöflubóndinn í Beverly Hills. Á meðan aðrar stjörnur ráða garðyrkjumenn til að planta skrautblómum í garða sína er mestur liluti af hennar garöi lagður undir kartöflurækt. Henni fmnst svo róandi að sitja úti í garði hjá kartöflunum sín- um. Síðan er farið með poka til vina og kunningja og þeim gefnar kartöflur. Ja, það er víst að kílóið er ekki á hundrað og tuttugu krónur á útsölu á þeim bæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.