Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 51
I MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. 51 Afmæli Guðmundur H. Garðarsson Guömundur H. Garðarsson alþing- ismaður, Stigahlíð 87, Reykjavík, er sextugur í dag. Guðmundur Helgi er fæddur í Hafnarfirði og laukvið- skiptafræðiprófi frá HÍ1954. Hann var í framhaldsnámi í hagfræði í Kiel í Þýskalandi 1954-1955, námi í endurtryggingum í London 1955 og í markaðsfræðum í Harvardháskóla 1965. Hann var skrifstofustjóri hjá Iðnaðarmálastofnun íslands 1955- 1961 og fulltrúi hjá SH1961-1987. Guðmundur var formaður VR 1957-1979 og í miðstjóm ASÍ1966- 1976. Hann var í miðstjóm Alþýðu- sambands Evrópu 1972-1982 og í rádgjafamefnd EFTA frá 1971. Guð- mundur hefur verið í bankaráði Verslunarbanka íslands frá 1973 og í stjóm Lífeyrissjóðs verslunar- manna frá 1968, formaður 1977-1979 og 1983-1986. Hann hefur verið í stjóm Fjárfestingarfélags íslands frá 1973 og í stjórn íslenskrar endur- tryggingar 1983-1987. Guðmundur var alþingismaður Reykvíkinga 1974-1978 ogfrá 1987. Guðmundur kvæntist 21. nóvemb- er 1953 Ragnheiði Guðrúnu Ásgeirs- dóttur, f. 5. júní 1931, læknaritara. Foreldrar hennar vom Ásgeir Þor- steinsson, verkfræðingur í Rvík, og kona hans, Elín Hannesdóttir Haf- stein. Synir Guðmundar og Ragn- heiðar eru Guðmundur Ragnar, f. 11. júlí 1956, tölvunarfræðingur, og Ragnar Hannes, f. 28. október 1968, nemi. Systkini Guðmundar em Valdís skrifstofumaður, gift Skafta Þóroddssyni, flugumsjónarmanni í Hafnarfirði, sem er látinn, Vildís, gift Skúla Axelssyni, flugstjóra í Luxemburg, Vigdís Ragnheiður tækniteiknari, gift Rögnvaldi Ólafs- syni teiknara, og Gísh Magnús, full- trúi í útlendingaeftirlitinu, kvæntur Önnu Kristínu Amgrímsdóttur leikara. Foreldrar Guðmundar vom Garð- ar Svavar Gíslason, kaupmaður og íþróttamaður í Hafnarfirði, og kona hans, Matthildur Guðmundsdóttir. Föðurbróöir Guðmundar er Valur leikari, faðir Vals bankastjóra. Garðar var sonur Gísla, kaupmanns í Rvík, Helgasonar, b. á Grundar- stekk í Berufirði, Gunnlaugssonar, b. á Flögu í Breiðdal, Bjamasonar. Móöir Gunnlaugs var Guöný Gunn- laugsdóttir, b. á Þorgrímsstöðum, Ögmundssonar og konu hans, Oddnýjar Erlendsdóttur, b. á Ásunnarstöðum, Bjarnasonar, ætt- fóður Ásunnarstaðaættarinnar, fóö- ur Guðrúnar, langömmu Bóelar, langömmu Geirs Hallgrímssonar. Önnur dóttir Erlendar var Þorbjörg, langamma Vilhelms, langafa Al- berts Guðmundssonar. Móðir Gísla var Sigríður Gísla- dóttir, b. í Krossgerði í Berufirði, Halldórssonar, b. í Krossgeröi, bróð- ur Brynjólfs, afa Gísla Brynjúlfs- sonar skálds og langafa Gísla, lang- afa Ólafs Davíðssonar hagfræðings. Annar bróðir Halldórs var Árni, langafi Guðmundar, afa Emils Björnssonar prests. Systir Halldórs var Margrét, langamma Eysteins Jónssonar, fyrrv. ráðherra. Móðir Gísla var Sigríöur Gísladótir, systir Benedikts, langafa Halldóm, móður Ragnars Halldórssonar í ÍSAL. Móð- ir Sigríðar var Anna Árnadóttir, b. í Fossárdal, Jónssonar og konu hans, Þóm Guðmundsdóttur, systur Guðmundar, langafa Finns Jóns- sonarlistmálara. Valgerður var dóttir Freysteins, b. á Hjalla í Ölfusi, Einarssonar, b. á Þurá, Þórðarsonar, bróður Jóns, langafa Halldórs Laxness. Móðir Einars var Ingveldur, systir Gísla, langafa Viiborgar, ömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Ingveldur var dótt- ir Guðna, b. í Reykjakoti, Jónsson- ar, ættfóður Reykjakotsættarinnar. Móðir Valgerðar var Valgerður Þor- björnsdóttir, b. á Yxnalæk, Jónsson- ar, silfursmiðs á Bíldsfelli, Sigurðs- sonar, langafa Einars, langafa Jó- hönnu Sigurðardóttur ráöherra. Móðir Valgerðar var Katrín, systir Odds, langafa Salvarar, ömmu Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar. Oddur var einnig langafi Stein- dórs, afa Geirs Haarde. Þá var Odd- ur langafi Ingveldar, ömmu Gunn- ars Björnssonar prests. Katrín var dóttir Bjöms, b. á Þúfu, Oddssonar og konu hans, Guðrúnar Eyjólfs- dóttur, b. á Kröggólfsstöðum, Jóns- sonar, ættfóður Kröggólfsstaðaætt- arinnar. Matthildur er kjördóttir Guð- mundar Helgasonar, bæjargjald- Guðmundur H. Garðarsson kera í Hafnarfirði. Faðir Matthildar var Sigurður, prentari í Rvík, Sæ- mundsson, bókbindara á Eskifirði, Sæmundssonar. Móðir Sigurðar var Ólöf, ljósmóðti á Eskifirði, Hans- dóttti. Móðir Ólafar var Ingunn Runólfsdóttir, b. á Þemunesi, Ein- arssonar. Móöir Runólfs var Ingunn Pétursdóttir, b. á Hvanná, Guð- mundssonar, bróöur Guttorms, langafa Einars, afa Stefáns Valgetis- sonar alþingismanns. Móðti Matt- hildar var Margrét Jónsdóttir, sjó- manns í Gunnarsbæ í Hafnarfirði, Gunnarssonar og konu hans, Stein- unnar Jónsdóttur. Þorvarður B. Jónsson Þorvarður Björn Jónsson fram- kvæmdastjóri, Austurgerði 2 í Reykjavík, varð sextugur í gær, sunnudag. Þorvarður er fæddur á ísafirði og ólst upp vestur á fjörðum. Hann varð stúdent frá MR áriö 1950, lauk fyrri hluta prófi í verkfræði við HÍ árið 1953 og prófi í rafeindaverk- fræði frá DTH í Kaupmannahöfn árið 1956. Þörvarður var verkfræð- ingur hjá Post- og Telegrafvæsenets Kabelingeninörtjeneste í Kaup- mannahöfn 1956-1957, í símatækni- deild Pósts og síma 1957-1961 og aft- ur frá 1964, deildarverkfræöingur frá 1961. Árin 1961-1963 vann hann við uppsetningu á búnaði fyrir sæ- símastrengina Scotice og Icecan, yfirverkfræðingur frá 1966 við sjálf- virkar símstöðvar og notendabún- að. Núna er Þorvarður fram- kvæmdastjóri tæknideildar Póst- og símamálastofnunar. Frá 1958 hefur Þorvarður kennt við Póst- og símaskólann og frá 1972 við verkfræði- og raunvísindadeild HÍ. Þorvarður hefur verið fulltrúi Pósts og síma á ráðstefnum og setið í nefndum fyrir stofnunina. Hann hefur einnig verið virkur í starfi Verkfræðingafélags íslands. Þorvaröur er kvæntur Unni Ósk Jónsdóttur, dóttur Jóns Magnús- sonar, sjómanns í Reykjavík, og konu hans, Ólafíu Ólafsdóttur. Börn þeirra eru Jón Kristján, f. 23.7.1954, kennari, kvæntur Þór- . unni Snorradóttur, eiga tvö börn; Sigrún, f. 25.6.1960, háskólanemi, giftist Guðmundi Kristni Ingvars- syni, eiga eitt barn, þau skildu; Jó- hann, f. 21.9.1962, háskólanemi; Helgi, f. 17.7.1966, háskólanemi. Systkini Þorvarðs eru Borghildur Guðrún handavinnukennari, býr í Rvík, gift Eðvarð Bjarnasyni raf- virkjá, eiga tvö börn; Valdimar Kristján, prófessor í vélaverkfræði Þorvarður B. Jónsson við HÍ, býr í Rvík, kvæntur Guð- rúnu Sigmundsdóttur, eiga fjögur börn; Jón Albert, matsveinn og bíl- stjóri, býr í Rvík, kvæntist Maríu Óskarsdóttur, eignuðust 3 börn, skildu. Faðir Þorvarðs var Jón Kristjáns- son, f. 22.9.1890, d. 22.11.1972, tré- smiður, fæddist í Neðri-Miðvík í Aðalvík og ólst upp í Þverdal í Aðal- vík, N-ísafjarðarsýslu. Móðir Þor- varðs var Þorbjörg húsmóöir, f. 18.4. 1894, d. 29.5.1968, Valdimarsdóttir, útvegsbónda og kaupmanns í Hnífs- dal, Þorvarðssonar. Eyjólfur Guðjónsson Eyjólfur Guðjónsson, Garðvangi, Garði, er áttatíu og fimm ára í dag. Eyjólfur er fæddur í Keflavík og hefur alltaf búið þar. Hann gekk í barnaskóla og er með vélstjórapróf. Eyjólfur var á sjónum til ársins 1945 aö hann hóf skrifstofu- og verslun- arstörf, m.a. hjá Kaupfélagi Suður- nesja og varnarliðinu. Hann lét af störfumáriðl983. Eyjólfur starfaði mikið í Ung- mennafélagi Keflavíkur og í Leik- félagi Keflavíkur. Hann er heiðurs- félagi í báðum félögunum. Þá er Eyjólfur stofnandi og fyrsti formað- ur Knattspyrnufélags Keflavíkur (KFK) og hefur starfað í mörgum öörumfélögum. Eyjólfur er kvæntur Guðlaugu Stefánsdóttur, f. 2.10.1905, húsmóð- ur, dóttur Stefáns Grímssonar sjó- manns, og Maríu Sveinsdóttur hús- móður. Böm Eyjólfs og Guðlaugar eru Guðjón, f. 23.6.1930, lögg. endur- skoðandi, býr í Reykjavík, kvæntur Guðlaugu Ottósdóttur, eiga 5 börn; María, f. 2.7.1931, bankastarfsmað- ur, býr í Reykjavík, gift Þorleifi Sig- urðssyni, d. 1985, eignuðust 3 börn; Guðlaugur, f. 23.10.1933, umboös- maður Brunabótafélags ísl. í Kefla- vík og Njarðvík, býr í Keflavík, kvæntur Höllu Gísladóttur, eiga 4 börn; Sigurður, f. 11.6.1936, fram- kvæmdastjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, eiga 4 börn. Systkini Eyjólfs: Ólafur, f. 1904, d. 1907; Þorvaldur, f. 15.8.1905, sjómað- ur og málari, býr í Keflavík, kvænt- ur Guðbjörgu Jónsdóttur, eiga þrjú börn; Ólafur, f. 7.10.1909, d. 1984, bifreiðastjóri, kona hans, Sveindís Marteinsdóttir, lést 1983, áttu fjögur börn; Helga, f. 15.10.1912, verka- kona, býr í Keflavík, ógift. Faðir Eyjólfs var Guðjón Eyjólfs- son, f. 22.9.1879, d. 1952, trésmiður. Móðir Eyjólfs var Svanlaug Áma- dóttir, f. 12.6.1971, d. 1982, húsmóðir. Anný Guðjónsdóttir Guðbjörg Anný Guðjónsdóttti, fyrrv. ljósmóðir, Vorsabæjarhjá- leigu í Gaulverjabæjarhreppi, er átt- ræðídag. Anný fæddist í Vestmannaeyjum, dóttir Guðjóns Jónssonar, sjómanns í Framnesi, og konu hans, Nikolínu Guðnadóttur. í Vestmannaeyjum átti Anný heima til 28 ára aldurs. Anný lauk ljósmæðranámi árið 1937 og starfaði síðan sem ljósmóðir, fyrst eitt ár í Vfilingaholtshreppi í Amessýslu en síðan var hún ljós- móðti í Gaulveijabæjarhreppi allt tfiársins 1986. Anný giftist 12.11.1938 Magnúsi Guðmundi Guðmundssyni, bónda í Vorsabæjarhjáleigu, f. 11.8.1908, d. 17.4.1979, og bjuggu þau þar allan sinn búskap. Foreldrar Guðmundar voru Guðmundur ívarsson, bóndi í Vorsabæjarhjáleigu, og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir. Anný og Guðmundur eignuðust fimm börn, dreng sem dó nýfæddur; Guðbjörgu, f. 1939, húsfrú í Vorsa- bæjarhjáleigu, gifta Ingimar Ottós- syni, bónda og hreppstjóra; Guð- rúnu, f. 1940, húsmæðrakennara í Reykjavík, gifta Hilmari Guðjóns- synibifreiðastjóra; Katrínu.f. 1944, forstöðukonu; Guðmund, f. 1945, framkvæmdastjóra, kvæntan Guð- rúnu Þ. Jónsdóttur kennara. Anný Guðjónsdóttir Anný tekur á móti gestum í dag í Skíðaskálanum í Hveradölum frá kl. 15til 19. Guðrún Hallvarðsdóttir Guðrún Hallvarðsdóttir húsmóðir, Strembugötu 15 í Vestmannaeyjum, ertíræðídag. Guðrún fæddist á Eystri-Sólheim- um í Mýrdal og ólst upp á Ketilsstöö- um í Mýrdal. Hún flutti til Vest- mannaeyja árið 1918 og giftist sama ár Jóni Valtýssvni, f. 23.10.1890, verkamanni ogbónda, d. í maí 1958, syni Valtýs Sveinssonar bónda og Jóhönnu Jónsdóttur. Guðrún og Jón bjuggu á Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum frá 1920 og þar bjó hún fram aö gosi 1973 að hún fluttist til Reykjavíkur í eitt ár. Frá 1974 býr Guðrún á Strembugötu 15. Böm Guðrúnar og Jóns eru Aðal- heiður, f. 20.8.1918, húsmóðir, ekkja Gunnars Ragnarssonar, áttu tvö börn; Jóhann Valtýr, f. 1922, d. sama ár; Sigurbergur, f. 19.5.1923, ókv. ogbarnlaus; Jóhanna Svava, f. 19.2. 1927, býr í Reykjavík, gift Andrési Magnússyni, eiga þrjú börn. Guðrún Hallvarösdóttir Systkini Guðrúnar voru níu en öll em látin nema systirin Sveinbjörg. Faðir Guðrúnar var Hallvarður Ketilsson, f. 2.1.1847, d. 1938, bóndi og smiður. Móöir Guðrúnar var Þórunn Sigurðardóttir, f. 4.8.1856, d. 1951, húsmóðti. Þau bjuggu alla sína tíð í Reynisholti í Mýrdal. Fanney Guðnadéttir Fanney Guönadóttir húsfreyja, Sandi í Aðaldal, er sjötíu og fimm áraídag. Hún er fædd á Húsavík, dóttir hjónanna Bjarnfríðar Bjamadóttur og Guðna Þóröarsonar. Hún átti fjögur hálfsystkini, öll látin, og fimm alsystkini en eitt þeirra er látið. Fanney fékk barnafræðslu og fór í Húsmæðraskólann á Laugum haustið 1939. Hún réðst í vist eftir það, m.a. til Halldóru Sigurjóns- dótturíVarmahlíð. Fanney er gift Valtý Guðmunds- syni. Þau eiga soninn Hrein sem kvæntur er Ragnhildi Ingólfsdóttur. Þaueigatvöbörn. Fanney Guðnadóttir 85 ára 60 ára Ragnhildur Magnúsdóttti, Vesturvegi 13b, Vestmannaeyjum. Bjöm Kristjánsson, Fjóluhvammi 11, FellahreppL 75 ára Yigdís Guömundsdóttir, Álftamýri 4, ReyKjavík. Karl Ferdinandsson, Heiðarvegi 7, Reyðarfirði. Helga Eiríksdóttir, Vorsabæ, Skeiöahreppi. Guðný Guðbrandsdóttti, Hringbraut 50, Reykjavík. Katrín Jónsdóttti, Akbraut, HoltahreppL 50 ára Bjamey G. Sigurðardóttti, Aðalgötu 60, Súðavík. 70 ára 40 ára Óskar B. Benediktsson, Lerkihlíð 7, Reykjavík. Svanhildur Steinsdóttir, Neöra-Ási 1, Hólahreppi. Dagur Daníelsson, Álfhólsvegi 82, KópavogL Bergþóra Guðmundsdóttir, Sléttuvegi 7, Selfossi. Gísli Bjömsson, Krókaraýri 38, Garðabæ. Salóme Friðgeirsdóttir, Byggðarenda 14, Reykjavík. Magnús Reynir Sigurösson, Fögrukinn 16, Hafharfirði. Gcti Thorsteinsson, Holtaseli 42, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.