Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Page 25
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992. 25 Grænlendingamir úr Ævintýrum á norðurslóðum: Óskuðu sér að leika í fleiri myndum „Við komum hingað fyrst og fermst tíl að sjá frumsýningu myndarinnar. Á Grænlandi eru ekki kvikmynda- hús af sömu stærð og hér og því var ekki um annað að ræða,“ sagði Maar- iu Olsen, leikstjóri grænlensku myndarinnar Móðir hafsins, sem var ein þriggja mynda sem saman kallast Ævintýri á Norðurslóðum. Myndin Ævintýri á norðurslóðum var frumsýnd um síðustu helgi en hún er afrakstur samstarfsverkefnis íslendinga, Grænlendinga og Færey- inga. íslenska myndin heitirHhestar og huldufólk en sú færeyska Hannis. Móðir hafsins er byggð á sam- nefndri þjóðsögu um anda sem stjómar hafinu og íbúum þess. Græðgi nútímamanna og skortur á virðiungu fyrir náttúmnni og um- hverfinu hefur orsakað reiði andans og er það hans sök að veiðimenn snúa heim tómhentir. Börnin tvö í sögunni hafa áhyggjur af fæðuleys- inu og fara út á ísinn til að veiða fisk. Þau hitta þar móður hafsins og er hún mjög reið. Bömin lofa að skila til fullorðna fólksins boðskap hennar en spurningin er hvort nokkur vilji hlusta á þau. Aðalleikarar myndarinnar, Klara Jaocobsen og Niels Thomassen hittu DV að máli ásamt leikstjóra myndar- innar, tæknimanni og dagskrárgerð- armanni svæðissjónvarpsins í Nuuk. Þau fara af landi brott í dag en hafa notað tímann til að skoða sig um, fara í laugarnar og hafa það náðugt. Óskuðu sér við Flosagjá Leikstjórinn hrósaði börnunum fyrir þolinmæði þeirra og dugnað við upptökurnar sem gátu á stundum dregist nokkuð á langinn. En skyldu þau vilja leika í fleiri myndum? Því er svarað á þennan hátt: „Við vomm á Þingvöllum og krakkarnir köstuðu pening í Flo- sagjá og óskuðu sér. Eftir á sögðust þau hafa óskað sér þess heitast á fá að leika í fleiri kvikmyndum. Þeim finnst það skemmtiiegt, ekki síst þar sem þá gefast tækifæri til að ferðast og skoða heiminn eins og nú,“ segir leikstjórinn. Talið berst að framtíð kvikmynda- gerðar á Grænlandi. Þau segjast binda vonir við samstarf eins og það sem gerði Ævintýri á norðurslóðum að veruleika. Að öðru leiti leita þau tíl sjóða og stofnana um framkvæmd- afé, sem er af skornum skammti. Aðalleikarar í Móður hafsins, krakkarnir Klara og Niels, ásamt leikstjóranum Mariu Olsen (í Ijósum anorakk), tæknimanni og dagskrárgerðarkonu frá sjónvarpinu í Nuuk. DV-mynd Hanna i undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport Endurtekið vegna fjölda áskorana HEMtAEiAHB MARKAÐSTORG GRENSÁSVEGI 14, VIÐ HLIÐINA Á PIZZAHÚSINU Opið laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 12-18. Vefnaðarvara, 150 kr. metrinn. Þú velur 10 notaðar flíkur, kr. 200. Kexpakkinn 30 kr. Kartöflur 60 kr. Harðfiskur. Kornflex 30 kr. Áteknar videospólur, 350 kr. stykkið, ef þú kaupir 3 saman. Andri Lindberg mætir kl. 14 sunnudag með fjöldann allan af nýjum töfrabrögðum FORNBÓKAMARKAÐUR 800 TITLAR SJALDGÆFAR BÆKUR Tjöld og annar viðlegubúnaður, Engir stórir kvikmyndasalir Sérstakir kvikmyndasalir eru ekki í Grænlandi, aðeins kvikmyndaklúb- bar þar sem sýndar eru 16 millimetra myndir. í bígerð er að reisa stóra menningarmiðstöð þar sem gert er ráð fyrir kvikmyndasal. Hún kæmi þó ekki i gagnið fyrr en eftir tvö ár. „Á meðan horfa allir á vídeó," segir Maariu. Þau segja náttúruöflin hafa verið með sér við gerð myndarinnar. Margar tökur fóru fram á ís inni í firði einum. Daginn eftir að þeim lauk sáu þau úr flugvélinni á leiðinni heim hvar ísinn á firðinum hafði all- ur brotnað og var gjörsamlega ófær yflrferðar. Má því segja að Móðir hafsins hafi sýnt velþóknun sína á stússi kvikmyndagerðarfólksins með því að brjóta ekki ísinn fyrr en eftir að tökum lauk. -hlh undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.