Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Side 38
50
LAUGARDÁGUR 14. NÓVEMBER 1992.
Skák
Flestir efnilegustu skákmenn
landsins undir tvítugu tóku þátt í
unglingameistaramóti íslands sem
fram fór í húsakynnum Taflfélags
Kópavogs, Hamraborg 5, um síö-
ustu helgi. Keppendur voru alls 28
og tefldu stuttskákir - umhugsun-
artími var 1 klst. á fyrstu 30 leikina
og síðan 20 mínútur á mann til aö
ljúka skákinni. Þátttökurétt áttu
skákmenn fæddir einvigisárið 1972
eða síðar.
H-in þrjú - Helgi, Héðinn og
Hannes - eru óumdeilt fremstir ís-
lenskra skákmanna í þessum ald-
ursflokki og verulega hefði komið
á óvart ef einhverjum öðrum hefði
tekist að skjóta þeim ref fyrir rass.
Leikar fóru enda svo að þeir þre-
menningar röðuðu sér í þrjú efstu
sætin. Hannes Hlífar og Héðinn
Steingrímsson fengu 6 vinninga af
7 mögulegum en Helgi Áss Grétars-
son fékk 5 vinninga og var hærri á
stigum en Kristján Eðvarðsson,
sem jafn honum var að \dnningum.
Fimmta sæti hreppti Páll Agnar
Þórarinsson með 4,5 v. en 4 vinn-
inga fengu Snorri Karlsson, Bragi
Þorfinnsson, Magnús Öm Úlfars-
son, Ólafur B. Þórsson, Guðmund-
ur Daðason, Bjöm Þorfinnsson,
Jón Viktor Gunnarsson og Hlíðar
Þór Hreinsson. í 14.-15. sæti urðu
Stefán Andrésson og Eyjólfur
Gunnarsson með 3,5 v. og 3 vinn-
inga fengu Guðmundur Sverrir
Jónsson, Torfi Leósson, Arinbjörn
Þann 20. þessa mánaðar hefst í Debrecen í Ungverjalandi Evrópumót landsliða í skák. Þeir sem taka þátt í
þvi fyrir íslands hönd eru Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson og Hannes
Hlífar Stefánsson. Fararstjóri með þeim verður Gunnar Eyjólfsson en með þeim á myndinni er einnig Guð-
mundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambands íslands. Mótið stendur í tíu daga.
DV-mynd GVA
skipa fimm stórmeisturum en alls
munu yfir 80 stórmeistarar tefla í
keppninni. Mótið verður því síst
lakar skipað en ólympíumótin og
róðurinn verður án efa þungur.
Heimsmeistarinn Garrí Kasp-
arov er skráður á fyrsta borð Rússa
og síðan Bareev, Kramnik, Dreev
og Vyzmanavin. Eina breytingin
frá sigurliðinu frá Manila er að
Bareev kemur inn í stað Khalif-
mans og Dolmatovs. En athyglis-
vert er að Alexei Dreev skuli fá
annað tækifæri en hann stóð sig
áberandi verst í Manila.
Úkrainumenn stilla upp fvant-
sjúk, Beljavskí, Eingorn, Novikov
og Romanishin; Vaganjan teflir á
fyrsta borði með Armenum og Gelf-
and með Hvít-Rússum. Þá hafa
Bosníumenn, Króatar, Ungverjar
og Svíar stórmeistara í öllum sæt-
um. Með Svíum tefla Ulf Anders-
son, Ernst, Hellers, Pia Cramling
og Lars Karlsson og með Ungveij-
um Ribli, Portisch, Tsjernín, Judit
Polgar og Csom. Stórmeistarinn
Sax er á fyrsta borði með B-sveit
Ungveija, sem líklega má skýra
með stirðu samkomulagi milli ung-
versku skákmannanna. Adorjan er
hvergi á blaði.
Englendingar hafa endurheimt
gamlan liðsmann og mæta fílefldir
til leiks. Nigel Short teflir á fyrsta
borði, þá Jonathan Speelman, Mic-
hael Adams á þriðja borði, John
Nunn á fjórða og Tóny Miles, sem
Einvígi Héðins og Hannesar Hlífars:
Hannes varð vmglinga-
meistari íslands
- Evrópukeppni landsliða að hefjast í Ungverjalandi
Hannes Hlífar er unglingameistari íslands 1992, lagði Héðin Steingrímsson í einvigi um titilinn. DV-mynd GVA
Barbato, Bergsteinn Einarsson og
Lárus Knútsson. Skákstjórar voru
Haraldur Baldursson og Ólafur H.
Ólafsson.
Helgi Áss heltist úr lestinni er
hann tapaði tveimur skákum í 4.
og 5. umferð, fyrir Magnúsi Emi
Úlfarssyni og Héðni. Helga tókst
hins vegar að bjarga andlitinu með
því að vinna Hannes í síðustu um-
ferð. Héðinn tapaði fyrir Hannesi í
fjórðu umferð en vann aðrar skák-
ir sínar.
Hannes Hlífar og Héðinn þurftu
því að tefla einvígi um titilinn
„unglingameistari íslands" 1992.
Auk nafnbótarinnar er komin hefð
fyrir þvi að Skáksamband íslands
styrki sigurvegara mótsins til farar
á skákmót erlendis, svo að til mik-
ils var að vinna.
Fyrri skákina tefldu þeir sl.
mánudagskvöld og hafði Hannes
tiltölulega auöveldan sigur, eftir að
Héðinn hafði ratað út í endatafl
með hrók, biskup og fjögur peð,
gegn hróki, riddara og fimm peðum
Hannesar. Seinni skákin var tefld
á fimmtudagskvöld. Héðinn náði
betri stöðu en tókst ekki að nýta
sér frumkvæðið. Eftir 31 leik höfðu
orðið mikil uppskipti og Hannes
stóð ögn betur að vígi. Sýnilegt var
að Héðinn átti engin vinningsfæri
og hann tók þvi þann kostinn að
bjóða jafntefli, sem Hannes vita-
skuld þáði. Hannes Hlífar er því
unglingameistari íslands 1992.
Skákir mótsins voru misjafnar
að gæðum, eins og gengur og gerist
og raunar má eðlilegt teljast miðað
við skertan umhugsunartíma. Mér
hefur raunar ávallt fundist ein-
kennilegt hvers vegna unglingun-
um er gert að tefla styttri skákir á
mótum sem þessum en fá ekki að
spreyta sig í hefðbundnum kapp-
skákum.
Lítum á stutta skák frá mótinu,
sem ber nokkur merki þess hve
umhugsunartími er af skomum
skammti.
Hvítt: Ólafur B. Þórsson
Svart: Ingi Fjalar Magnússon
Frönsk vörn.
1. d4 e6 2. e4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6
5. Rf3 Dc7
Óvenjulegur leikmáti. Algengast
er 5. - Db6.
6. Be2 f6 7. (M)!?
Hvítur býður upp á peðsfórn sem
svartur gerir líklega best með að
Umsjón
Jón L. Árnason
þiggja. Eftir 7. - fxe5 8. Rxe5 Rxe5
9. dxe5 Dxe510. Bb5 + missir svaij-
ur hrókunarréttinn en það er vafa-
mál hvort færi hvíts séu nægileg.
7. - Bd7 8. Bf4 f5?
Liðskipan situr á hakanum og nú
nær hvítur mjög hættulegu fmm-
kvæði.
9. c4! Rge"7 10. Rc3 Rg6 11. Bg5 Rxd4
12. cxd5 Rxe5 13. dxe6 Rexf3+ 14.
Bxf3 Rxf3 + ?
Riddarinn stendur vel á d4 og því
hefði 14. - Bxe6 verið betra. En
svarta kóngsstaðan er hættuleg.
15. Dxf3 Bxe6 16. Hfel Kf7
Engu betra er 16. - Dd7 17. Dxí5,
eða 16. - Df717. Dd5 og vinnur bisk-
upinn.
I A X
úii
A
ii
A A A A A
neq H a *
ABCDEFGH
17. Hxe6!
og svartur gaf, því að 17. - Kxe6
18. Dd5 er mát.
Evrópukeppni
landsliða
Nú er loks orðið ljóst að íslend-
ingar verða meðal þátttakenda á
Evrópumeistaramóti landsliða sem
hefst í bænum Debrecen í Ung-
verjalandi 20. nóvember. Stjórnar-
menn í Skáksambandi íslands hafa
unnið að því hörðum höndum síð-
ustu vikur að reyna að láta enda
ná saman og útlit er fyrir að það
ætli að takast með stuðningi fjöl-
margra fyrirtækja.
Teflt er á fjórum boröum og er
hverri sveit heimilt að hafa fimmta
mann til skiptanna. Skáksveit ís-
lands skipa stórmeistararnir Jó-
hann Hjartarson, Margeir Péturs-
son, Jón L. Árnason og Helgi Ólafs-
son auk Hannesar Hlífars Stefáns-
sonar sem vantar 20 stig upp á að
hljóta stórmeistaranafnbót. Farar-
stjóri og liðsstjóri verður Gunnar
Eyjólfsson leikari sem var skák-
sveitinni til halds og trausts á
ólympíumótunum í Novi Sad 1990
og Manila í sumar. Liðsmenn hafa
æft daglega öndun og einbeitingu
undir hans stjóm og ættu að vera
vel hlaðnir fyrir slaginn.
Fjörutíu og tvær sveitir hafa til-
kynnt um þátttöku í Debrecen, þar
af níu frá fyrrverandi Sovétlýð-
veldum. Sex sveitanna hafa á að
er aftur snúinn til heimalandsins,
er fimmti maður. Timman teflir á
fyrsta borði með Hollendingum
(síðan Piket og van der Wiel),
Kortsnoj með Sviss, Agdestein leið-
ir norsku sveitina og Dönum tókst
að telja stórmeistarann Lars Bo
Hansen á að tefla á fyrsta borði.
Mótið er aðeins níu umferðir og
í raun og veru getur því allt gerst.
íslenska sveitin er í hópi þeirra
sterkustu en þetta mun vera í
fyrsta skipti sem landslið fslands
er eingöngu skipað atvinnuskák-
mönnum. Möguleikará verðlauna-
sæti ættu því að vera fyrir hendi -
ef vindátt verður hagstæð.
Jóhann á
millisvæðamót
Stórmeistararnir Jóhann Hjart-
arson og Ferdinand Hellers deildu
2. sæti á svæðismótinu í Östersund
í Svíþjóð í sumar og ætlunin var
að þeir myndu heyja einvígi um
sæti á millisvæðamóti, sem fram
fer í Biel í ágúst á næsta ári.
Nú hefur Alþjóðaskáksambandið
tilkynnt að þrjú efstu sætin í Öster-
sund gefi þátttökurétt á milli-
svæðamóti í stað tveggja sæta sem
teflt var um. Jóhann og Hellers
komast því báðir áfram og þurfa
ekki að heyja einvígi.
Þessum tíðindum fagna vitaskuld
íslenskir skákunnendur. En þau
eru um leið staðfesting á því hvílík
firra það var að standa að svæðis-
mótinu á þessum tíma, a.m.k. hálfu
ári of snemma. Hætt er við að kepp-
endur á mótinu hefðu gjarnan vilj-
að vita fyrirfram um hve mörg
sæti á miílisvæðamóti'var teflt.
Þess má geta að íslensku keppend-
umir í Östersund - Jóhann, Mar-
geir, Helgi og Jón - tefldu „under
protest" á mótinu, m.a. vegna þess
hve tímasetning þess var vanhugs-
uö. Enn ein „rósin“ í hnappagat
norræna skáksambandsins.