Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Síða 41
LAUGARÐAGUR 14. NÓVRMBER 1992. 53. Tjörvi læknir við sjúkrabeð Þórðar kakala Heilablæöing varð honum að aldurtila enda alþekkt að yngri menn fái heilablóðfall í kjölfar mikillar drykkju. Spikfeitt óniðurgreitt kindakjöt, háþrýstingur í kjölfar mlkillar saltneyslu og alls konar ólifnaöur varð honum að falli. Stundum er Tjörvi læknir kaU- aður að frægum sjúkrabeðum út um allan heim á öllum tímum. Ein- hvem tíma var Tjörvi fenginn til að ræða við Martein Lúther um afbrigðilega kynlífshegðun, hann spjallaði við Sigmund Freud um kvalafuUt kinnbeinskrabbamein og EgU SkaUagrímsson um vaxandi getuleysi í ellinni. Margir sagn- fræðingar telja að Tjörvi gæti breytt gangi heimssögunnar með þessum sjúkravitjunum en ekkert hefur þó sannast í þeim efnum. Fyrir nokkru var Tjörvi fenginn tíl að vilja Þórðar nokkurs kakala sem skyndilega hafði veikst við hirð Noregskonungs. Þórður þessi var mikiU og vel ættaður höfðingi. Hann hafði nýlega fengið leyfi og umboð konungs tílað-fara tíl ís- lands og verða þar mestur maður. Hann varð að vonum kampakátur við þessi tíðindi og settist að drykkju á krá nokkurri ásamt fleiri íslendingum. SkyndUega virtist honum eins og „svifi yfir hann“ og var honum sjúkum fylgt tíl rekkju. Tjörvi kemur ávettvang Við komu tíl Noregs hraðaði Tjörvi sér tíl hirðarinnar. Hann tók bUuleigubU á okurkjörum á FomebuflugveUi og ók aUt hvað af tók enda skUdist honum að ástand Þórðar væri mjög alvarlegt. Hann gekk fyrir konung sem fagnaði honum vel og innUega. „Gott að þú ert kominn, Tiörvi minn,“ sagði Hákon Noregskonungur, „þú verð- ur að hressa upp á Þórð kakala. Hann á nefnUega að verða mestur maður á íslandi.“ „Það getur reynst erfitt," sagði Tjörvi. „Á Islandi eru ótal smákóngar sem telja sig þar mesta menn. Þórður mun lenda í harðri samkeppni við þá aUa. Ef hann ætlar sér einhvem frama í póhtík verður hann að vera hand- genginn höfðingjunum Davíð eða Jóni Baldvin. Án þess bíður hans einmanaleg eyðimerkurganga í stjómmálum án áhrifa eða bitlinga. VUji hann komast til áhrifa í menn- ingu verður hann aö vera vinur Hrafns nokkurs Gunnlaugssonar sem fengið hefur vafasama upphefð við hirö Svíakonunga. Vilji hann verða mikiU maður í fjölmiðlum ber brýna nauðsyn til aö vingast við þennan sama Hrafn eöa vin hans Davíð. ÆtU hann sér fram- gang í útgerð eða bisness er gjald- þrota-voðinn vís.“ Konungur hlust- aði á þessa ræðu undrandi á svip. „Á hann þá enga möguleika á ís- landi?" „Jú, ef hann hagar seglum sírnun skynsamlega, klúðrar engu, móðgar engan, er 1 réttu kalla- klúbbunum og kemur sér vel við ofantalda höfðingja," sagði Tjörvi og skundaði tU sjúkrabeðs Þórðar. Heilablóðfall Þórður lá meðvitundarUtUl í rekkju sinni þegar Tjörvi kom þar að. Hann var þreklega vaxinn, 46 ára að aldri, klæddur að sið sinnar samtíðar. Tjörvi sá strax að maður- inn hafði greinUega fengið heUa- blóðfaU. AUur kraftur virtist úr honum farinn, hann gat vart talaö og yfir augunum var Ufvana slikja. „Þessi maður á ekki langt eftir,“ sagöiTjörvi. „HeUaskurðlæknar Borgarspítala gætu ekki einu sinni bjargað honum.“ Nærstaddir sam- sinntu því og með tárvotum augum sögðu þeir Tjörva frá miklum veisluhöldum og drykkjuskap Á læknavaktiimi Þórðar dagana fyrir áfalUð. Nokkru síðar lést Þóröur án þess að komast tU meðvitundar. „Senni- lega hefur hann dáið úr heUablóð- falU vegna meðfæddrar bUunar á heUaslagæð eða háþrýstings,“ sagði Tiörvi. „Mikið er vitað um heUablóðfaU og framfarir hafa orð- ið í meðferð þeirra sem veröa fýrir slíku áfaUi. Yfirleitt hefur þó sjúk- dómurinn einhverja lömun í fór með sér, talerfiðleika eða skyn- truflanir. Með nútíma endurhæf- ingu má koma sumum til betri heUsu en oft eru menn að beijast viö alvarlega fótlun ævUangt eftir heUablóðfaU. Best er að reyna að koma í veg fyrir sjúkdóminn með því að gæta vel að blóðþrýstingi og sjá tíl þess aö hann verði ekki of hár. Liðlega helmingur aUra þeirra sem fá heUablóðfaU hefur háþrýst- ing sem veldur óeðUlegum þrýst- ingi á æðaveggina. Háar blóðfitur geta hraðað æðakölkun sem gerir fólki enn hættara við þessu. Hóg- lífi, ofifita og mikU drykkja getur auk þess leitt til heUablóðfaUs. Reykingar eru auk þess áhættu- þáttur.“ „Reykingar, hvað er nú það?“ sögöu hirðmenn Hákonar konungs sem hlustað höfðu agn- dofa á þessa löngu ræðu Tjörva. Hann áttaði sig skyndUega á því að reykingar voru enn ekki þekkt- ar við hirð Noregskonimgs árið 1266. „Þið munuð kynnast þeim eft- ir nokkur hundruð ár,“ sagöi Tjörvi og brosti vandræðalega. TjörviogHákon eigatal Skömmu síðar átti Tjörvi langt tal við konung. „Þórður kakaU er dáinn,“ sagði hann, „og enginn mannlegur máttur gat bjargaö hon- um. HeUablæðing varð honum að aldurtila enda alþekkt að yngri menn fái heUablóðfaU í kjölfar mik- Ulardrykkju. Spikfeitt óniðurgreitt kindakjöt, háþrýstingur í kjölfar mikUlar saltneyslu og aUs konar ólifnaður varð honum aö falU. Þetta verður með tímanum einn frægasti dauödagi íslandssögunnar því að Hannes nokkur Hafstein mun yrkja mikið kvæði um Þórð eftir ca 600 ár. Þar stendur m.a. 1 viðlaginu: Svíkþúaldrei ættland þitt í tryggðum; drekkþúheldur, drekk þig heldur í hel. Hannes mun túlka dauða Þórðar á skemmtilegan hátt. Hann drekk- ur sig i hel og kemst þannig frá þeirri skömm aö fleka Frón. Við- lagið eiga íslendingar eftir að syngja af stakri innlifun enda telja þeir betra að drekka sig í hel en svíkja ættjörð sína í tryggðum. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort það séu ekki svik við ættjörð sína að drekka sig í hel, en það er önnur spurning." Tjörvi læknir kvaddi konung og aðra hirðmenn. Að skilnaði fékk hann sér krús af innfluttum þýðverskum bjór, steig upp í bflinn og þeysti af stað fram í tímann. Hann raulaði fyrir munni sér þessa vísu úr kvæði Hannesar: Hans minning Ufði, leyst frá vömm, lifir hún enn í dag. En það, sem firrti hann þjóðar- skömm það var - brennivínsslag. „Kannski fleiri ættu að drekka sig í hel og bjarga þannig heiðri landsins," tautaði hann annars hugar. Vigtarmenn Námskeið til löggildingar vigtarmanna verða haldin á eftirtöldum stöðum ef næg þátttaka fæst. í Reykjavík 25. og 26. nóv. nk. Á Akureyri 3. og 4. des. nk. Námskeiðunum lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar á Lög- gildingarstofunni, síma 91-681122 Löggildingarstofan Aukablað Matur og kökur fyrir jólin Miðvikudaginn 25. nóvember nk. mun aukablað um matartilbúning fyrir jólin og jólasiði fylgja DV eins og undanfarin ár. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 19. nóv. ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 Innlausnardagur 15. nóvember 1992. 1. flokkur 1989 Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000 7.107 50.000 71.075 500.000 710.751 1. flokkur 1990 Nafnverð: 5.000 50.000 500.000 Innlausnarverð: 6.275 62.751 627.506 2. flokkur 1990 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 12.379 100.000 123.795 1.000.000 1.237.949 2. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 11.507 100.000 115.070 1.000.000 1.150.703 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands * Suðurlandsbraut 24. ■ < HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS \ LJ HÚSBRÉFAOEILD ■ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 666900 »

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.