Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR17. APRÍL1993 Fréttir Steingrímur lítur á lax- veiði sem launauppbót - rúmmn 20 milljónum varið árlega til veiða og veisluhalda Tillaga Kristínar Sigurðardóttur, bankaráðskonu Kvennalistans, um að forráðamenn bankans hætti við fyrirhugaðan laxveiðitúr í sumar og næsta sumar var ekki afgreidd á fundi ráðsins í fyrradag en nokkr- ar umræður voru um málið. Krist- ín vildi að bankinn gengi á undan með góðu fordæmi í sparnaði í ljósi stööu bankans og fyrirhugaðra uppsagna starfsfólks næstu tvö ár- in. Kjartan Gunnarsson, formaður ráðsins, tók tillöguna til sérstakrar skoðunar. Tillaga Kristínar féll í heldur grýttan jarðveg meðal bankaráðs- manna og samkvæmt heimildum DV var aðeins Anna Margrét Gunnarsdóttir, varamaöur Eyjólfs K. Sigurjónssonar, fullkomlega sammála Kristínu. Steingrímur Hermannsson, bankaráðsmaður Framsóknar- flokksins, mun hafa látiö að því liggja að hann liti á túrinn sem launauppbót vegna þeirra lágu launa sem greidd væru fyrir setu í bankaráði. Bankaráðsmenn Landsbankans fá um 40 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í ráð- inu. Steingrímur taldi að það gæti raunar þjónað viðskiptahagsmun- um að bjóöa útlendingum með í slíkar laxveiðiferðir. Þaö væri gáfulegra en að halda dýrar veisiur og margt annað mætti skoða varð- andi sparnaö í bankanum, ekki væri rétt að einblína á laxveiðina. Lúðvík Jósepsson, sem situr í ráðinu fyrir Alþýðubandalagið, lét samkvæmt heimildum DV bóka að hann féllist á að laxveiðitúrinn yrði ekki farinn ef jafnframt yrði þá hætt að veita bankaráðinu kafíi á fundum og mat þegar bankaráðs- fundir væru á matartíma. Steingrímur Hermannsson sagði í samtali við DV í gær að samtals færu um það bil 20 milljónir í ýmsa gestamóttöku á ári innan bankans. Laxveiðarnar væru liður í því. Forráðamenn Landsbankans, bæði bankastjórar og bankaráðs- menn, hafa ráðgert laxveiöitúr í Þverá í Borgarfirði í sumar. Þessar ferðir hafa veriö famar síöasta ára- tuginn eða svo og oft eru erlendir viðskiptavinir með í för. Sam- kvæmt útreikningum DV mundu laxveiöitúrar sumarsins kosta um tvær milljónir króna. -Ari Benedikt Davlösson, forseti ASÍ: Hugsum ekki meir um plagg ríkisstjórnarinnar - viðræðurviöVSÍeftirhelgi „Við höfum verið að leita eftir samn- ingum og því aö fá sameig- inlega yfirlýs- ingu frá ríkis- stjórninni sameiginlega til okkar, Benedikt Davíðs- samningsað- son. ilanna. Þegar sú yfirlýsing kom var hún að okkar mati ekki sá grund- völlur sem dygði til að byggja á kjarasamninga sem viö höfum ver- ið að tala um. Þar af leiðandi er plagg ríkisstjómarinnar alveg út af borðinu hjá okku. Við hugsum ekki meir um það,“ sagöi Benedikt Davíðsson, forsti ASÍ, við DV. Benedikt segir ekki endanlega ákveðið hvert framhaldið á kjara- samningaviðræðunum verður en í fyrrinótt var samþykkt að óska eft- ir frekari viðræðum við gagnaöila, VSÍ, eftir helgina. „Viö viljum ræöa viö okkar •samningsaðila og það verður gert. Menn fóm til síns heima eftir að upp úr slitnaði, halda væntanlega fundi í stjómum sinna félaga yfir helgina og mæta svo aftur til við- ræðna á mánudag." -hlh Friðrik Sophusson ^ármálaráðherra: Orsökina að finna í ágrein- ingi innan ASÍ - vissirhóparviljaekkigeralarigtHnasainning Friðrik sagði yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar endaniegt plagg. „Aðilar vinnumarkaðarins höfðu tækifæri til að fylgjast með efnis- innihaldinu þannig að yfirlýsingin átti ekki að koma neinum á óvart. Mín skoðun sú að það sé ekki efnið í yfirlýsingunni sem veldur því að Alþýðusambandiö hafnar samn- ingum að sinni heldur sé þaö inn- byrðis ágreiningur innan ASÍ. Vissir hópar innan þess virðast ekki vilja gera langtímasamning." Friðrik sagði ríkisstjómina mundu bíða og sjá hvað gerist næstu daga. Ríkið væri jafnframt stór vinnu- veitandi og héldu viðræður við op- inbera starfsmenn áfram eins og verið heföi. -hlh „Afstaða verkalýðs- hreyfingar- innar veldur vonbrigðum. Ríkisstjómin teygði sig mjög langt og kannski lengra en son. skynsamlegt gat talist í mjög erf- iöri stöðu. Það vom mikil heilindi á bak viö þessa yfirlýsingu. Þótt þessi yfirlýsing heföi haft veruleg áhrif á afkomu ríkissjóðs var hún réttlætanleg til aö hér ríkti friður og stöðugleiki á vinumarkaðnum- um langan tíma,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráöherra við Farnir í 10 daga ráð- stef nuferð til Ástralíu - ákostnaðReykjavlkurhafnar Þeir Guðmundur Hallvarðsson al- þingismaöur, sem er formaður hafn- arstjómar í Reykjavík, og Hannes Valdimarsson hafnarstjóri hefja setu sína í dag á ráðstefnu Alþjóðahafna- málasambandsins sem haldin er í Ástralíu. Reykjavíkurhöfn kostar för þeirra og eru tiu dagar reiknaðir í ráðstefnunhaldið. Að sögn Bergs Þorleifssonar, skrifstofustjóra Reykjavíkm-borgar, hefur kostnaöur við ferðina ekki verið tekinn saman ennþá. Sjálf ráðstefnan stendur yfir frá 17.-23. apríl en að auki era reiknaðir þrír dagar fyrir ferðir fram og til baka. Guðmundur og Hannes tóku eiginkonur sínar með í ferðina og hyggjast þeir taka sér frí eftir ráð- stefnuna og kemur fólkið ekki heim fyrr en í maí. Samkvæmt upplýsingum um ferðir til Sydney í Ástralíu og dagpeninga- greiðslur kostar för þessara tveggja fulltrúa Reykjavíkurhafnar rúmlega hálfa milljón króna - það er ef aðeins er reiknað með ferðum og dagpen- ingum. Aðspurður um tilgang ferðarinnar, sagði Hörður skrifstofustjóri: „Við viljum gjarnan fylgjast meö þvi sem er aö gerast í heiminum í þessum málum." -ÓTT Þessir hressu Eyjapeyjar og Eyjameyjar urðu á vegi Ijósmyndara DV þeg- ar hann var á ferð í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni. í stafni stendur Brynj- ar Karl og félagar hans á leikskólanum Kirkjugerði í Eyjum hafa hópast i árabátinn með honum. DV-mynd GVA Stuttar fréttir ríkisstjórnarinnar Stjómarandstaöan sakaði ríkis- stjórnina um algjört úrræðaleysi í kjaraviðræðum i umræðum á Alþingi í gær. Davíö Oddsson for- sætisráðherra sagði stjómina hafa lagt meira undir við samn- ingagerö en nokkra aöra stjóm í Háttverð Softis Gengi hlutabréfa í Softis heldur áfram að hækka. í gær uröu við- skipti með bréf að upphæð 290 þúsund á 29 fóldu gengi. Nýja stjórnarstefnu Forseti ASÍ vill nýja stjómar- stefnu. Hann segir ríkisstjómina hafa misskilið hlutverk sitt ef hún vllji ekki taka þátt i samn- ingsgerð. Kötlugos sviðsett Almannavamir héldu æfingu í Vík í Mýrdal í gær þar sem hugs- anlegt Kötlugoss var sviösett. Nokkrir tæknilegir örðugleikar komu fram en annars gekk æf- inginvel. Afréttarmál Fimm hreppar á Norðurlandi vestra hafa ákveöið aö höföa dómsmál til að fá úr þvi skorið hverjir eigi afréttarlandið á Auðkúluheiði og Eyvindarstaða- heiði. Forráðamenn Háskólabíós neita þvi að bíóið sé tíl sölu en þeim var boðin þátttaka í sjón- varpsþættí þar sem áttí að ræða hugsanleg kaup hóps kvik- myndagerðarmanna á bíóinu. Júpíter hf., sem gerði ut loðnu- skip með sama nafhi, var úr- skurðað gjaldþrota í gær. Júpiter var innsigiaður í Reykjavíkur- höfn fyrir páska. Vfsindastyrkir Vísindráð úthlutaði í gær 141 miHjón til ýmiss konar rann- soknastarfa. Jafnframt var ákveöið að koma á fót rannsókna- stööum fyrir hæfa, unga vísir meim. Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.