Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 30
42
LAUGARDAGUR17. APRÍL1993
Iþróttir
Sigurður Grétarsson, fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu, skorinn upp í fjórða sinn:
Eitt áfall enn og
ferlinum er lokið
- Sigurður vill skipta um félag í Sviss að keppnistímabilinu loknu
Sigurður Grétarsson, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins í knattspymu,
var í byijun mars skorinn upp á
vinstra hnénu í fjórða skiptið á sex
árum. Bati hans er hægur, ólíklegt
er að hann leiki meira með hði sínu
í Sviss, Grasshoppers, á þessu keppn-
istímabili, og hæpið að hann leiki
fyrir íslands hönd gegn Lúxemborg,
Rússlandi og Ungveijalandi í heims-
meistarakeppninni í vor og sumar.
„Þetta tekur tíma því hnéð var iha
farið. Ég get lítið sagt ennþá um hve-
nær ég leik knattspymu aftur, ég er
byijaður í sjúkraþjáifun og léttum
lyftingum en get ekkert hlaupið enn-
þá. Þar með er ljóst að ég myndi aldr-
ei ná mér á strik á því litla sem yrði
eftir á tímabilinu, og þii er betra að
fá sig alveg góðan fyrir næsta haust.
Það er Uka á hreinu að ef hnéð bilar
afitur, þá er þetta búið hjá mér, þá
er feriUinn á enda,“ sagði Sigurður í
samtaU við DV.
Atvmnumaður
í tíu ár
Sigurður er 31 árs gamall og er að
enda sitt tíunda keppnistímabU sem
atvinnumaður. Hann var fyrsta árið
með Homburg/Saar í þýsku 3. deild-
inni, síðan eitt ár með IrakUs í grísku
1. deUdinni, og hefur síðan verið í
átta ár í Sviss, í fimm ár með Luzem
og þijú ár með Grasshoppers, og
hefur orðið svissneskur meistari
með báðum Uðunum. Sigurður á að
baki 46 landsleiki fyrir íslands hönd
og átti góða möguleika á að komast
í hóp þeirra örfáu sem náð hafa 50
leikjum, en nú em hverfandi Ukur á
aö það takist í ár.
Vinstra hné Sigurðar, sem einmitt
er frægur fyrir sinn sparkvissa
vinstri fót, gaf sig fyrst árið 1987. Þá
var hann skorinn upp, og aftur ári
síðar. Hann var síðan ekki fyrr kom-
inn til Grasshoppers síðla sumars
1990 en þriðji uppskurðurinn beiö
hans, og sá fjórði var gerður 3. mars
síöastUðinn.
Skotstíllinn
sökudólgurinn?
„Læknirinn segir að það sé hægt
að kenna skotstílnum að einhveiju
leyti um þetta en ég hef gert mikið
af því að „sneiða" boltann og það
hefur þýtt aukið álag á hnéð. Skot-
stílUnn getur þó ekki hafa orsakað
meiðsUn í upphafi, en hefur sjálfsagt
haft áhrif eftir að þau komu til,“ seg-
ir Sigurður.
Gerðist á
versta tíma
Aðdragandinn að uppskurðinum í
mars var nokkuð óvenjulegur. „Ég
fékk högg á hnéð í vetur og var alltaf
hálfslæmur, en læknirinn sagði að
þetta væri í lagi, það væri aðeins
bólgin sin sem væri að angra mig.
En eftir þrjá mánuði sá ég að þetta
gekk ekki lengur og var þá sendur í
sónar. Þar kom fram að hnéð var Ula
farið, læknirinn hringdi í mig dagiim
fyrir fyrsta leik Grasshoppers í úr-
sUtakeppninni og sagði að það þýddi
ekki fyrir mig að reyna að spUa.
Tveimur dögum síðar var ég skorinn
upp. Það er því óhætt að segja að
þetta hafi gerst á versta tíma, ég var
búinn að fara í gegnum aUan undir-
búninginn í vetrarfríinu."
Sigurður hefur því ekkert getað
leikið með Grasshoppers í úrshta-
keppninni um sæti í 1. deUdinni í
Sviss. Félagið missti af því í fyrsta
skipti aö komast í 8-Uða úrsUtin um
meistaratitiUnn og keppir því nú um
áframhaldandi 1. deildar sæti. Þar
gengur Uðinu vel, er efst í þeirri
keppni og með vænlega stöðu.
Vill komastfrá
Grasshoppers
Sigurður hefur hug á að skipta um
félag í sumar eða haust, en samning-
ur hans við Grasshoppers rennur út
í vor. „Ég verð væntanlega áfram hjá
félaginu þar til ég er orðinn heiU
heUsu og þá kemur í ljós hvað ger-
ist. Ég hef áhuga á aö komast annað
en vU helst leika áfram í Sviss í svo
sem tvö ár í viðbót, áður en ég kem
heim tU íslands," sagði Sigurður
Grétarsson.
-VS
Sigurður Grétarsson sækir að marki í einum af 46 landsleikjum sínum. Hann er í hópi markahæstu landsliðs-
manna íslands, hefur skorað 8 mörk í landsleikjum. Nú er spurningin hvenær hann getur klæðst landsliðsbúningn-
um á nýjan leik en þrír næstu HM-ieikir íslands virðast úr sögunni hjá honum. DV-mynd Brynjar Gauti
Island og Bandaríkin heyja
knattspyrnulandsleik í nótt, klukk-
an 2.30 aðfaranótt sunnudagsins aö
íslenskum tíma, í bænum Costa
Mesa, sem er í útjaöri stórborgar-
innar Los Angeles í Kálifomíu-
fylki. Þetta er fjórða viðureign
þjóðamia frá upphafi og þær standa
Langt hefur liðiö á milii þeirra
þriggja leikja sem að baki eru. Sá
imi 25 .
land, 3-2 - Gunnar Guðmannsson
úr KR skoraöi tvö markanna og
Þórður Þ- Þórðarson frá Akranesi
títt Annar leikurinn var á Laugar-
dalsvelUnum 3. september 1978 og
þá urðu iokatölur 0-0, Loks áttust
þjóðirnar við í St. Louis í Banda-
ríkjunum 8. apríl 1990 og þá unnu
Bandaríkjamenn öruggan sigur,
4-1. Pétur Pétursson úr KR, nuver-
andi þjálferi Tindastóls, skoraði þá
mark fslands.
Miklar framfarir á
undanförnum árum
Bandaríkjamenn eru mun sigur-
stranglegri í leiknum 1 nótt, enda
hafe framfarir þeirra í íþróttinni
veriðmiklar á undanfómum árum.
Þeir komust i lokakeppni heims-
meistaramótsins á Ítalíu árið 1990
en komust lítt áleiðis þar, töpuðu
1-5 fyrir Tékkum, 0-1 fyrir itölum
og 1-2 fyrir Austurríkismönnum.
, \ ' ' s- '' ' |
í aefingabúðum
ailanársinshring
Bandaríkin haida iokakeppni HM
á næsta ári og þurfe því ekki aö
taka þátt í undankeppninni. Uöiö
spilar liinsvegar óp-ynni af vin-
áttulandsleikjum til að undirbúa
sig sem faest og það býr við óvenju-
legar aöstaíður. Engin deilda-
keppni er i Bandaríkjunura og
Iandsliðsmennimir eru á samningi
hjá knattspymusambandi lands-
ins. Þeir dvelja saman i æfmgabúð-
um með fjölskyldum sínum allan
ársins hring, æfa og spila lands-
leiki. Þar eru undanskildir þeir 7-8
landsliðsmenn sem spila sem at-
vinnumenn i Evrópu en þeir koraa
í lelki þegar færi gefst,
Teljasiggeta
hreppttitilinn
Bandai-íkjamenn ætla sér stóra
hluti í lokakeppni HM á heimavelli
á næsta ári - og trúa því að sjálfur
heimsmeistaratitillinn geti fallið
þeim í skaut, Því trúa hinsvegar
engir aðrir. Bandaríska liðiö gæti
komist nokkuö áleiðis í keppninni
en ólíklegt verður að telja aö það
verði orðið nógu sterkt til að blanda
sér í baráttuna um verölaunasæti.
Við íslendingar verðum einhvers
vísari um styrk og möguleika
Bandaríkjamanna eftir leikinn í
Costa Mesa í nótt
-VS