Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUE 17. APRÍL 1993 21 Sigurgeir Gíslason, hafnfirskur áhugamaður um breskan fótbolta: Hver laugardagur jafn- ast á við kosninganótt „Ég er meö bækur yfir þetta og er viðbúinn þegar laugardagamir renna upp. Þá er ég með leikina á blöðum og fylgist svo með úrslitun- um,“ segir Hafnfirðingurinn Sigur- geir Gíslason. Aðaláhugamál hans er fótbolti og ekki er ofsagt að hann sé sérfræðingur í bresku knattspym- unni. Á laugardögum er mikið um að vera hjá Sigurgeiri. Þá fylgist hann með úrslitunum á BBC en einnig með því sem er að gerast á sjónvarpsskj- ánum. Á tæpum tveim tímum síðdeg- is á hverjum laugardegi ráðast úrslit í rúmlega 50 leikjum. Með öllu þessu fylgist Sigurgeir af lífi og sál. „Ég þarf stundum að stökkva frá leiknum í sjónvarpinu til þess að ná ýmsum úrslitum á BBC. Ég hleyp stundum á milh sjónvarpsins og út- varpsins og hlusta, ef þeir koma með markaskorunina. Það gerist venju- lega á vissum tímum og þá þarf mað- ur að vera með á nótunum. Ég hef áhka gaman af hveijum laugardegi eins og að hlusta á tölur á kosninga- nótt. Laugardagarnir eru mín hátíö, þvt þá get ég fylgst með fótboltanum. Ég þarf engan sérstakan útbúnað th að ná þessum sendingum vel. Kon- an mín óskar þess að ég hafi heyrnar- tól, en annars nota ég bara tækið.“ Alltfrá 1950 Sigurgeir hefur fylgst með bresku knattspymunni ahar götur frá 1950. Hann hefur ahtaf hlustaö mikið á BBC, eða aht frá því að hann eignað- ist stuttbylgjutæki á stríðsáranum. „Eftir það hlustaði ég mikið á er- lendar stöðvar. Væri Spánn t.d. með heimsmeistarakeppni, þá hlustaði ég bara á beinar útsendingar þaðan. Maður þarf ekki að kunna mikið í málinu th að skhja hvað um er aö vera í fótboltanum. Ég fylgdist einnig með skákmótum í Búdapest þegar enginn náði neinu. Ég man eftir því að ég var að vinna í Krýsuvík við húsbyggingu og þá var mikið mót í Ungverjalandi. Þá var allt lokað, enda kalda stríðið á fuhu. Þama voru bestu skákmenn heims- ins mættir og engin skeyti, eða neitt. Þá hlustaði ég bara á „Radio Buda- pest“ tíu mínútur yfir níu á hveiju kvöldi. Ég veitti svo dagblööum hér upplýsingar um gang mála á mótinu, þannig að lesendur þeirra fengu allt- af glænýjar fréttir í gegnum útvarpið mitt.“ Sigurgeir segist hlusta meira á „gufuna“ en BBC, þegar hér er kom- ið sögu. Hann segist þó hlusta á bresku stöðina á laugardögum. Hann segist fylgjast gjörla með gangi mála í 3. og 4. dehdinni í knattspyrnunni. „Ég læt ekki strákana héma segja mér hvort hðið á velhnum sé betra. íslendingar eru svohtið gjarnir á að vera hlutdrægir þegar um er að ræða fréttir af íþróttaviðburðum. Þeir draga gjarnan taum annars hðsins á vellinum og ljúga gjaman frægðinni upp á þaö, alveg viðstöðulaust. Ég hef ekkert gaman af því að láta skammta mér þetta svona, ég vh hlusta á þetta sjálfur. Sigurgeir segist ahs ekki fara að eins og dæmigerður Breti og fá sér bjórkohu með fótboltanum. „Ég hef ekkert gaman af því að vera undir áhrifum áfengis við að hlusta á þetta. Enda færi þá allt í handaskolum.“ Sigurgeir Gíslason hefur í nógu að snúast á laugardögum, þvi þá fylgist hann með öllum úrslitum I bresku knattspyrnunni. DV-mynd ÞÖK Ólæknandi della Einhverjir myndu líklega segja að Sigurgeir væri með ólæknandi dehu. Því hefur heyrst fleygt, að séu skh- yrðin slæm þegar fótboltinn er í loft- inu, þá þjóti hann út í bh og aki á einhvern þann stað þar sem erlendu stöövarnar náist betur. „Stundum heyri ég betur í bhnum, þá beint á miðbylgju. Þá eru kannski 4-5 leikir og lýsing á einum, meðan ahir hinir era í gangi. Þá föram við smárúnt, ég og strákurinn minn. Hann hefur brennandi áhuga eins og ég. Mér finnst voða gaman að þessu, þegar þeir eru að skora og spenna er komin í leikinn. Ég hef ahtaf hald- ið með Queens Park Rangers í 1. dehdinni, en það er htið hð frá Lon- don sem er aö verða nokkuð stórt núna. Það byijaði þannig að þeir komu hingað 1947, um vorið. Þá voru þeir 3. dehdar hð og raunar fyrsta enska atvinnuhðið sem kom hingað. 1967 þutu þeir svo upp úr 3. deildinni og hafa ekki lent í henni síðan. Ég hef komið þama út á þeirra heima- slóð og þetta er mjög vel rekið félag." Auk QPR heldur Sigurgeir mikið upp á Everton og Manchester City, svo einhver séu nefnd. Hann hefur yfirleitt haldið með félögum sem hafa átt á brattann að sækja. „Ég spha nú htið í getraunum og er hálf skömmustulegur þegar ég er að því. En maður eyðir kannski 4-500 krónum í þetta. Ég hef mest fengið 11 rétta, en er yíirleitt ekki með fleiri en 10.“ 2 stækkaiiir á sama verði 1 Nýi myndastækkarinn frá Kodak: • stækkun tekur aðeins 5 mínútur • stærð mynda frá 13 x 18 - 28 x 35 cm • hágæðamyndir • verð frá 215 kr. HflNS PETERSEN HF BANKASTRÆTI SÍMI: 20313 OG KRINGLUNNI REYKVIKINGARI NÚ ERKOMINN NAGLADEKKIN FYRIR SUMARDEKKIN SUMARDEKKIN Á GATNAMÁLASTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.