Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 \ Dregió um ævintýrasiglingu með Fridtjof Nemsen: Þetta er mjög spennandi - segir Bent Marinósson, tvítugur tónlistamemi og væntanlegur skipverji ]P. EYFELD Laugavegi 65 S. 19928 „Eg var í siglingaklúbbi héma í Kópavogi þegar ég var aðeins yngri en hef ekkert fengist við sighngar síðan þá. Reyndar hafði ég ráðgert að dusta rykið af sighngakunnátt- unni í sumar og fara aftur í gamla klúbbinn þannig að þessi sigling með Fridtjof Nansen getur ekki komið á betri tíma. í fyrstu trúði ég því varla að ég hefði unnið til ferðarinnar en nú hef ég áttað mig. Þetta er mjög spennandi og mér hst vel á að fara Bent Marinósson, tvítugur tónlistarnemi úr Kópavogi, er einn fjögurra ung- menna sem sigla munu með þýska seglskipinu Fridtjof Nansen við ísland og í nágrenni þess í maí og júni. Bent heldur þarna á skjali sem vottar að hann sé skráður skipverji á Fridtjof Nansen 5. til 22. maí 1993. DV-mynd ÞÖK Réttu svörin Þeir sem tóku þátt í spuminga- keppninni til að komast í sighngu með þýska seglskipinu Fridtjof Nansen uröu að svara tveimur spurningum. í fyrri spurningunni var spurt hver hefði stýrt fyrsta heimskautaleiðangrinum sem náði á suðurpóhnn á hundasleðum árið 1911. Rétt svar er Roald Amundsen. í annarri spurningunni var spurt hver hefði orðið fyrstur manna til að fara yfir Grænlandsjökul á skíð- um árið 1888. Rétt svar er Fridtjof Nansen. -hlh . K. f P " V v ' S • \ \ , % Fridtjof Nansen á siglingu. með,“ sagði Bent Marinósson, tvítug- ur Kópavogsbúi, eftir að ljóst varð að hann verður einn fjögurra ís- lenskra ungmenna sem fara í ævintrýrasiglingu með þýska segl- skipinu Fridtjof Nansen við ísland í maí og júní. Hátt í eitt hundrað ungmenni svör- uöu spurningum þeim sem birtust í blaðinu og veittu möguleika á að komast með í siglingamar. Það verð- ur aö teljast góð þátttaka þegar þess er gætt að siglt er á próftíma flestra ungmenna á aldrinum 16-21 árs. Dregið var um fjögur skipspláss úr réttum innsendum lausnum, tvö í siglinguna 5. til 22. maí og tvö í sigl- inguna 25. maí th 11. júní. í ljós kom að fleiri höfðu „stílað“ upp á seinni ferðina, m.a. vegna prófa, og varð því að draga aftur þegar ljóst var hverjir gátu farið í fyrri ferðina og hverjir í þá seinni. Fyrri sighngin stendur frá 5. til 22. maí. Hún hefst á Akureyri og lýkur í Reykjavík eftir ferð th Hríseyjar, Grímseyjar og Húsavíkur, þaðan sem.farið verður í tveggja daga ferð að Mývatni og í Jökulsárgljúfur. í fyrri ferðina fara Bent Marinós- son, Grenigrund 6, Kópavogi, og Sverrir Páll Sverrisson, Lækjarseh 8, Reykjavík. Seinni sighngin stendur frá 25. maí th 11. júni. Hún hefst á sighngu th Vestmannaeyja, þaðan í austur á móts við Vatnajökul, og síðan að austurströnd Grænlands þar sem siglt verður í nokkra daga. Þá hggur leiðin annað hvort inn á Jökulfirði eða að Amarstapa, þaðan sem farið verður í bátsferðir í land, og sigling- unni lýkur loks í Reykjavík. í seinni siglinguna fara Sigríður Ragna Sverrisdóttir, Brúnalandi 20, Reykjavík, og Þómý Alda Baldurs- dóttir, Lágholti 3, Stykkishólmi. Við óskum væntarhegum skipveij- um á seglskipinu Fridtjof Nansen th hamingju. -hlh egSAMSUNG MAX 360-hljémtækjasamstæian er tilvalin fermingarg jöf! Samsung MAX 360 er 160 W hljómtækjasamstæða meÖSuperbass-hljómmögnun, Surround- umhverfishljómi, tímarofa, stafrænu útvarpi meÓ 24 stöðva minni, tvöföldu kassettutæki með hraðupptöku, 5 banda tónjafnara, þriggja Ijósróka geislaspilara með handahófsspilun, endur- tekningu, lagaminni o.m.fl., sérlega vandaðri fjarstýringu og tveimur voldugum 3 Way-hótölurum. FermingarfilboS aSeins 44.900,- kr. e8a í; stgr. Creibslukjör í gj’ vib allra hæfi: V as JT~ 5S ■■■■■■■ Samkort MUNÁLÁN SKIPHOLTI 19 SÍMI29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.