Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Dagur í lífi Þorsteins Hjaltasonar: Langur vinnu- dagur Mánudagur 12. apríl: „Ég vaknaði klukkan sex eins og ég er vanur enda veitir ekki af þeim tíma til þess að vera kominn nægilega snemma upp í Bláfjöll. Ég keyri alltaf rúnt og næ í samstarfsfólk með mér í fjallið en við erum með tvær 11 manna bifreiðar fyrir starfsfólkið. Ég var kominn upp í flall klukkan rúmlega sjö um morg- uninn. Ég byxjaði á því aö lesa inn á sím- svarann upplýsingar fyrir skíða- fólk um veðrið og þarf reyndar á hveijum degi aö gera það fyrir fleiri svæði en Bláfjöll, eins og til dæmis Skálafellið og Hengilssvæð- ið. Það þarf oft að gera mörgum sinnum á dag því veður er síbreyti- legt. Það var með verra móti þenn- an dag eftir tvo frábæra skíðadaga og því þurfti ég að lesa inn skilaboð á símsvarann nokkrum sinnum þennan dag. Að venju hélt ég að mestu kyrru fyrir í miðstöðinni til þess að hafa yfirumsjón með aðgerðum á svæð- inu, snjótroðslunni og öðru sem sinna þarf. Ég fékk mér að borða lambasteik klukkan rúmlega tólf á hádegi, en matartíminn er á milh 12 og 14. Matartíminn er aldrei langur hjá okkur starfsfólkinu í Bláfjöllum, maður borðar á svona tíu mínútum. Við erum með mjög gott mötuneyti hér upp frá og flest- ir hafa tilhneigingu til að fitna af matnum hérna á vetuma. Kaffi- tíminn er hins vegar lausari í reip- unum, það er bara gripið í kaífi- brúsann eftir því hvar maður er staddur hveiju sinni. Dagurinn var óvenjurólegur vegna þess hvað veðriö var leiðin- legt og má segja að hann hafl verið hálfgert spennufall ef miðað er við dagana tvo á undan, páskadag og laugardaginn fyrir páska. Þá var sólskin allan daginn og aðstæður frábærar til skíðaiðkunar og því að vonum margt í fjallinu. Það var þokkalegt veður fram eftir degi á mánudeginum en svo fór að snjóa sem breyttist í slyddu og rigningu. Því fór fækkandi í fjallinu þegar á daginn leið og þá fór að verða rólegt hjá okkur starfs- mönnunum. Þegar við vorum að í:,' Þorsteinn Hjaltason er forstööumaður Bláfjallasvæöisins. loka um sexleytið um kvöldið var orðið ansi fátt í fjallinu. Við lokum reyndar um klukkan sex alla daga en hefðum þess vegna getað lokað fyrr þennan dag. Við vorum í því smám saman að stoppa lyfturnar eftir því sem fólk tíndist úr fjallinu og undir lok dagsins voru þær nær allar stopp. Þar er algjörlega veðrinu um að kenna en nóg er enn af snjónum í fjallinu. Hann endist sennilega vel út í maí- mánuð en reynslan kennir okkur að fólkinu fer að fækka eftir pásk- ana. Þegar við vorum búnir að loka lyftunum greip ég í eina pylsu sem ég lét nægja sem kvöldmat að þessu sinni. Ég keyrði síðan mannskap- inn í bæinn upp úr sjö og var þá orðinn hálíþreyttur eftir páskat- örnina. Eftir að ég kom heim hálfmókti ég yfir fréttunum í sjón- varpinu og fór í bælið um hálftíu- leytið um kvöldið enda veitir ekki af svefninum þegar vakna þarf um sexleytið daginn eftir.“ -ÍS Finnur þú fnnm breytingar? 201 Ef ég hefði klætt mlg i svona föt þegar ég var ung værir þú orðin alltof gömul til að nota þau núnal Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriöum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni. þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: ELTA útvarps- vekjaraklukka að verðmæti 5.450 frá versluninni Tónveri, Garðastræti 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöíði. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 201 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað nítugustu og níundu getraun reyndust vera: 1. Jórunn Skúladóttir Miöhúsum 38,112 Reykjavík, 2. Jóakim S. Sigurðarson Dalhúsum 75,112 Reykjavík Vinningarnir veröa sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.