Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Afrnæli DV Indriði Indriðason Indriði Indriðason, rithöfundur og ættfræðingur, til heimilis að Árholti 20, Húsavík, er áttatíu og fimm ára ídag. Starfsferill Indriði fæddist á Ytra-Fjalh í Að- aldal og ólst þar upp. Hann var við nám í unglingaskólanum á Breiðu- mýri 1923-24, stundaði nám í ensku og enskum bókmenntum í San Fransisco 1927-28, nam þar múr- smíði og vann þar við tré- og múr- smíði á árunum 1926-30. Indriði var bóndi á Grenjaðarstöð- um í Aðaldal 1930-32 og á hálfu Aðalbóli í Aðaldal 1932-35. Hann var starfsmaður ÁTVR1935-42, bók- haldari og smiður við Trésmiðjuna Fjölni 1942-44, stundaði nætursíma- vörslu hjá Landsíma íslands 1943-44, vann á Skattstofu Reykja- víkur 1944-72 og var fulltrúi þar 1955-1972. Indriði var einn af stofnendum Landssambands ungra framsóknar- manna 1939, sat í stjóm Félags Vest- ur-íslendinga, í stjóm Félags Þing- eyinga í Reykjavík 1943-61, sat í stjóm Félags ísl. rithöfunda 1952-54 og frá 1976-93 og í stjórn Rithöf- undasambands íslands frá stofnun 1957-66. Indriði væ: í framkvæmdanefnd Stórstúku íslands 1949-52,1964-74 og 1976-80, stórtemplar 1976-78, sat í stjóm Reglu musterisriddara frá stofnun 1949-72 og 1974-85 og í stjórn Þjóðræknisfélags íslendinga 1960-74. Hann var formaður Ætt- fræðifélagsins 1972-75 og formaöur Myntsafnarafélagsíslands 1976-77. Indriði er heiðursfélagi Stórstúku íslands, Ættfræðifélagsins, Mynt- safnarafélagsins Félags íslenskra rithöfunda og íslenska mannfræði- félagsins. Hann er riddari af fálka- orðunni frá 1978. Eftir Indriða hafa komið út bæk- urnar Örlög, smásögur, 1930; Dagur er höinn, ævisaga Guðlaugs Krist- jánssonarfráRauðbarðaholti, 1946; Afmæhsrit Jaðars, 1948; Einstakl- ingurinn og áfengismálin, 1952; Góð- templarareglan á íslandi 75 ára 1959; Ættir Þingeyinga I-IV, 1969-83, og Indriðabók er kom út á áttræðisaf- mæh hans með völdu efni eftir hann, útgefin af nokkmm vinum hans. Þá hefur hann þýtt og séð um útgáfu nokkurra rita. Fjölskylda Indriði kvæntist 17.7.1931 Sól- veigu Jónsdóttur, f. 4.2.1909, d. 6.2. 1991, húsmóður. Foreldrar hennar voru Jón Jónatansson, búnaðar- ráðunautur, ritstjóri og alþingis- maður á Ásgautsstöðum í Flóa, og kona hans, Kristjana Benediktsdótt- irhúsfreyja. Böm Indriöa og Sólveigar eru Indriði, f. 16.4.1932, skógræktar- fræðingur á Tumastöðum í Fljóts- hlíð, kvæntur Valgerði Sæmunds- dóttur húsfreyju; Ljótunn, f. 20.7. 1938, fulltrúi hjá Vátryggingafélagi íslands hf. á Húsavík, gift Sævari Austfjörð Harðarsyni, starfsmanni Húsavíkubæjar; Solveig, f. 2.5.1946, húsmóðir, gift Birni Sverrissyni, fyrsta vélstjóra við Hrauneyja- og Sigölduvirkjanir. Foreldrar Indriða voru Indriði Þórkelsson, f. 20.10.1869, d. 7.1.1943, b., skáld, ættfræðingur og oddviti á Ytrafjalli í Aðaldal, og kona hans, Kristín Sigurlaug Friölaugsdóttir, f. 16.7.1875, d. 28.3.1955, húsfreyja. Ætt Föðurbróðir Indriða var Jóhann- indriði Indriöason. es, faðir Þorkels háskólarektors. Indriði var sonur Þorkels, b. á Syðrafjahi, Guðmundssonar, b. á SOalæk, Stefánssonar, b. á Sílalæk, Indriöasonar, b. á Sílalæk, Ámason- ar, ættföður Sílalækjarættar. Kristín var dóttir Friðlaugs, b. á Hafralæk, Jónssonar, af Hólma- vaðsætt. Indriði verður heima á afmæhs- daginn og tekur á móti gestum. Þórir Hafnfjörð Óskarsson Þórir Hafnfjörð Oskarsson leigubif- reiöastjóri, Merkurgötu 12, Hafnar- firði, er sextugur í dag. Starfsferill Þórir fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann hóf að starfa við bíla- viðgerðir strax upp úr fermingu og starfaði meira og minna við það th árisins 1956 samhhða annarri vinnu. Á árunum 1946-49 starfaði Þórir á Bifreiðaverkstæði Hafnarfjarðar en fór svo á síldveiðar sumarið 1949. Næstu þrjú árin var hann á shd á sumrin en starfaði á Bifreiðaverk- stæði Villxjálms Sveinssonar í Hafn- arfirði á veturna, eða th ársins 1952. Þórir starfaði við bhaviðgerðir hjá fyrirtækinu Dverg á Selfossi frá 1952-53 og hjá Kaupfélagi Ámesinga við bhaviðgerðir og í vélsmiöjunni á áiunum 1953-54. Hann var jafn- framt vörubifreiðastjóri frá 1951-54. Þórir starfaði eftir það hjá Mjólk- ursamsölunni um tíma við að keyra út mjólk í Hafnarfirði eða þar th hann tók meiraprófið árið 1956 og fór að aka leigubifreið. Þórir hefur starfað sem leigubifreiðastjóri síðan en fram th ársins 1970 vann hann jafnframt við að hreinsa tanka og katla í skipum hjá Magnúsi Karls- syni. Á árunum 1970-74 starfaði Þórir við bhaviðgerðir hjá Samsölunni í Dugguvogi og 1980-85 tók hann sér þó hlé frá leigubifreiðaakstri og starfaði í bertsínafgreiðslunni í Nesti í Fossvogi en sneri sér svo aftur aö akstrinum. Fjölskylda Þórir kvæntist 24.9.1955 Ingi- björgu Kristínu Þorgeirsdóttur, f. 24.9.1935, húsmóður. Hún er dóttir Þorgeirs Sigurðssonar sjómanns og Katrínar Markúsdóttur húsmóður. Böm Þóris og Ingibjargar eru: Óskar Þorgeir, f. 14.10.1953, verka- maður, búsettur í Hafnarfirði; Magdalena S., f. 14.4.1955, hand- menntakennari, búsett í Keflavík, gift Jóni Birni Sigtryggssyni, f. 15.10. 1954, tannlækni, og eiga þau tvö böm; Hrafnhhdur, f. 9.10.1956, verkakona, búsett í Garöabæ, gift Jens Þorsteinssyni, f. 7.9.1954, versl- unarmanni, og eiga þau tvö böm; Marinó, f. 9.12.1957, verkamaður, búsettur í Varmahhð í Skagafirði, kvæntur Steinunni Amljótsdóttur, f. 9.1.1963, handmenntakennara; og Sverrir, f. 17.12.1962, verkamaður, búsettur í Hafnarfirði, í sambúð með Ingibjörgu Báru Hhmarsdótt- ur, f. 4.5.1967, skrifstofustúlku, og eigaþaueittbam. Alsystkini Þóris eru: Sigurgunn- ar, f. 17.2.1935, starfsmaður í Straumsvík, kvæntur Maríu Han- sen, f. 21.1.1932, starfsmanni í Straumsvík, búsett í Hafnarfirði og eiga þau þrjú böm; og Guðlaug, f. Þórir Hafnfjörö Óskarsson. 14.8.1936, starfar á sjúkrahúsinu á Selfossi, gift Sæmundi Ingólfssyni, f. 31.1.1934, vélstjóra og atvinnurek- anda, búsett í Reykjavík og eiga þau þrjúböm. Hálfbróðir Þóris, sammæðra, er Daníel Kristinsson, f. 8.5.1930, vöra- bifreiðastjóri 'hjá Granda, kona hans Dýrley Sigurðardóttur, f. 25.9.1936, búsett í Reykjavík og eignuðust þau sex böm, eitt þeirra er látið. Foreldrar Þóris vom Óskar Árna- son, f. 24.9.1906 d. 24.5.1983, verka- maður frá Borgum á Norðfirði og Magdalena Sigurðardóttir, f. 17.9. 1911, d. 10.11.1985, húsmóður frá Seyðisfirði. Þau bjuggu aha tíð í Hafnarfirði. Þórir og Ingibjörg verða að heim- an á afmæhsdaginn. Ólafur Kristófersson Ólafur Kristófersson bankamaður, Amarhrauni 18, Hafnarfirði, verður fimmtugur á morgim, sunnudag. Starfsferill Ólafur fæddist í Ytri-Timgu í Stað- arsveit á Snæfellsnesi og ólst þar upp th fermingaraldurs er hann fluttist th Helhssands. Hann stund- aði nám í unglingaskóla séra Þor- gríms Sigurðssonar á Staöastað og lauk prófi frá Samvinnuskólanum aðBifröstl968. Á unglingsámnum stundaði Ólaf- ur landbúnaðarstörf og verka- mannavinnu og rak síðar reiðhjóla- verkstæði á Akranesi um tíma. Hann starfaði hjá SÍS og kaupfélög- unum í Hólmavík, Grundarfirði og á Hellissandi en hefur verið starfs- maður Landsbanka íslands frá ár- inu 1970. Fjölskylda Ólafur kvæntist 19.7.1975 Unnu SvandísiÁgústsdóttur, f. 10.12.1941, iðnverkakonu og síðar dagmóður. Hún er dóttir Ágústs Jónssonar vörabifreiðastjóra og Laufeyjar Guðlaugsdóttur húsmóður. Bróðir Ólafs er Gunnar, f. 3.11. 1933, pípulagningameistari, kvænt- ur Guðríði Austmann, búsett í Hveragerði og eiga þau bömin Ólaf, NönnuogBaldur. Faðir Olafs var Kristófer Jónsson, f. 2.5.1902, d. 18.6.1985, b. ogrefa- skytta á Kirkjubóh í Staðarsveit og síðar á Helhssandi. Móðir Ólafs er Nanna Jónsdóttir, f. 14.1.1908, hús- móðir frá Hofgörðum í Staðarsveit. Ætt Kristófer var sonur Jóns, hagyrð- ings á Einarslóni undir Jökh á Snæ- fehsnesi, Ólafssonar og Ásgerðar Vigfúsdóttur, húsmóður þar. Bróðir Kristófers er Kristján, móðurafi Jóns Ólafssonar í Skífunni. Nanna var dóttir Jóns Gunnlaugs frá Flögu í Hörgárdal, bæjarfógeta- ritara í Reykjavík og síðar b. og oddvita að Hofgörðum í Staðarsveit, Sigurðssonar, b. og síðar hrepp- stjóra, Gunnlaugssonar og k.h., Guðrúnar Jónsdóttur frá Hvammi í Hjaltadal. Gunnlaugur faðir Sigurðar var b. og smiður á Nýjabæ í Hörgárdal Gunnlaugsson, á Féeggsstöðum, Magnússonar þar, Gunnlaugssonar, b. Eiðum í Grimsey, Andréssonar Olafur Kristófersson. þar, Andréssonar úr Aðaldal í Þing- eyjarsýslu. Móðir Jóns Gunnlaugs var Guð- rún, dóttir Jóns, b. í Hvammi í Hjaltadal, Jónssonar, b. í Viðvík í Skagafirði, Jónssonar, Péturssonar, fjórðungslæknis, Oddssonar, á Mel- um í Svarfaðardal, Jónssonar, Oddssonar, Bjamasonar, hins sterka á Melum, Sturlusonar. Nanna er systir hins þekkta fræði- manns, Braga Jónssonar eöa Refs bónda. Ólafur veröur að heiman á afmæl- isdaginn. Til hamingju með daginn 17. apríl Þórunn Ásgeirsdóttir, Noröurbrún 1, Reykjavik. Þórunn Vigfúsdóttir, Skálpastööum 1, Lundarreykjadals- hreppi. Björg Guönadóttir, Suðurgötu 51, Hafnarfirði Eiginraaöur Bjargar er Eirík- ur Pálsson lög- fræðingur. Björg dvelur nú á bjúknmarheim- ilinu Sóivangi í Hafiiarfirði Árni Valmundsson, f umdæmisstjórí Siglingamála- siofnututr rikis- ins á Norður- landi, Espilundi 5, Ak- ureyri. Eig.inkona Árna er Anna Péturs- PHMRRPHRI dóttir. Þau taka á móti gestum á heim- ili sínti frá kl. 17 á afmæhsdaginn. Jón Hilberg Sigurðsson, Borgarholtsbraut 27, Kópavogi. Þórður Magnússon, Stapavegi 10, Vesönannaeyjum. Jóhann I. Hannesson, Hofgerðl 6, Vogum. Óiafur Hrafn Ólafeson, Skarðshlið 2c, Akureyri. Friðrika Stefúnsdóttir, Norðurhlið, Aðaldælahreppi. Guðrún Magnúsdóttir, Hnitbjörgttm, Blönduósi. Vilheim Jónsson, Nýlendugötu 23, Reykjavík. Valgerður Jónsdóttir, Safamýri 44, Reykjavik. Þór Ragnarsson, B framreiðslu- og B matreiðslumað- H iir, |i 11,8SL . - 5 Víðihlið 11 R W' Reykjavik. B er Vilhelmína B Hauksdóttir. I>au M HL y. taka á móti gest- H uro i Sjóroannaskóiam im á milii kl. 16 Selma Böðvarsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Þóra G. Þorkelsdóttir, Mánaþúfu, Seyluhreppi. og 19 á afmælisdaginn. Slguijón Norberg ólafsson, Stapaseh 15, Reykjavík. Stefán Karlsson, Hjarðarlundi 5, Akureyri. Þórey Guðný Eariksdóttir, Smárahvammi lb, Fellahreppi. Ragnar Hansen, Háaleitisbraut 57. Reykjavflc Ingibjörg Andrésdóttir frá Siðumúla, Ðvergholtí 4, Mosfellsbæ. íngibjörg tekur á móti gestum á heim- fll sinu frá kk 15 á afinælisdaginn. Stefán Snædal Bragason, Mánatröð 6, Egilsstöðum. Haukur Kristjánsson, Funtlundi 4a, Akureyri. Hulda Tryggvadóttir, Lönguhlíð 15, Reykjavik. Til hamingjumeð daginn 18. apríl ara Jóndís Einarsdóttir, Álilahólum 4, Reykjavík. Guðrún Ólafedóttir, Fellsmúla 18, Reykjavík. 50 ára Anna B. ögmundsdóttir, Gnoðarvogi 14, Reykjavík. ara Jóhanna M. Veturliðadóttir, Garðavegi 14, Keflavik. Jóhanna tekur á móti gestum i húsi Verkalýðs- og sjómanrmfélags Kefla- víkur, Hafhargötu 80, Keflavík, eftirkl. 15 á afmælísdaglnn. Rósa Guðtnundsdóttir, Hamrabergi 17, Reykjavík. Hávarður Hálfdánarson, Skeiðarvogi 109, Reykjavík. :; Hlldur T. Halldórsson, Gilhaga 2, Öxarfjarðarhreppi. Anna Margrét Pétursdóttir, Seljabraut 78, Reykjavík. Anna tekur á móti gestum í morgun- mat í Drangey, StakkaMið 17, á milli kl. 10 og 12 á afmælisdaginn. Guðmundur E. Jóhannsson, Kleppsvegi 90, Reykjavík. Elisabet Hannam, Langagerði 120, Reykjavik. Einar Andrésson, Álftamýri 26, Reykjavík. Arnfumur Jón Guðmundsson, Laugavegi 157, Reykjavlk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.