Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Ofbeldismenn hafa fundið nýja leið til að afla tekna: Ferðafólkið besta bráðin -v 2.616 erlendir ferðamenn rændir á Flórída í fyrra „Fólk hér á Flórída á eftir aö líöa mikið fyrir gerðir þessara manna,“ spáir talsmaður ferðaþjónustu- manna eftir að rán og morð á erlend- um þar í ríkinu komust í hámæli. Árlega koma ríflega 40 miiljónir ferðamanna til Flórída en nú er þessi atvinnuvegur í hættu vegna þess að nokkrir ofbeldismenn hafa gert það að atvinnu sinni að ganga í skrokk á útlendngum og ræna þá. Myrtir af atvinnumönnum í vetur hafa sjö ferðamenn verið myrtir á Flórída. í öllum tilvikum voru þeir rændir og ofbeldismenn- irnir létu sig engu varða um líf þeirra. Sjö morð á einum vetri valda ekki undrun á Flórída og mildi þykir aö fleiri skuli ekki hafa fallið því á síðasta ári kærðu 2.616 ferðamenn rán til lögreglunnar. Af þeim sjö sem fallið hafa eru þrír Þjóöverjar. í Þýskalandi hefur þetta orðiö tilefni sögusagna um að á Flórída sé hatur á Þjóðveijum út- breitt. Blöð þar hafa skrifað um „Þjóðverjaveiðar" og annað í þeim dúr. Lögreglan á Flórída segir að tilvilj- un ein ráði hveijir lendi í klóm ráns- mannanna. Hins vegar er viðurkennt að glæpamenn hafa uppgötvað nýjan gróðaveg í að ræna ferðamenn og þeir hafa verið iðnir við kolann í vetur. Óku yfir líkið eftir ránið Morð á 39 ára gamalli móöur, Bar- böru Meller Jensen, í byijun þessa mánaðar var komið sem fyllti mæl- inn. Hún var þýsk og morðið á henni sannfærði marga Þjóðveija um að þeir væru óvelkomnir á Flórída. Barbara féll þó aðeins í gildru sem ránsmennimir nota gjaman. Þeir sáu að hún var á bílaleigubíl og þvi líklega ferðamaður. Til að stööva óku þeir utan í hO hennar og stoppuðu. Barbara stoppaði líka og vildi kanna skemmdirnar. Þá réðust þeir á hana og börðu til óbóta. Með Barböru vom böm hennar tvö, sex og tveggja ára, og horfðu þau á þegar móður þeirra var misþyrmt. Amma barnanna var þar einnig. Ránsfengurinn var veski með óvera- Það er beitt háðið sem Bandaríkjamenn nota til að sýna ógöngurnar sem ferðaþjónustan hefur ratað í vegna ofbeldis. Náfrændi lögreglustjórans Eftir morðið á Barböru var Calvin Ross, lögreglustjóri í Miami, stóryrt- ur og sagði að morðingjamir yrðu hundeltir þar til þeir næðust. Þeir voru komnir bak við lás og slá fáum dögum síðar og þá stóð lögreglustjór- inn augliti til aughtins við systurson sinn. Hann hefur látið aðra um að greina frá frekari afrekum lögregl- unnar í baráttunni við „ferðamanna- veiðarana". Nú hafa verið gefnar út sérstakar leiðbeiningar fyrir erlenda ferða- menn svo þeir geti kynnt sér brögðin sem ræningjamir nota við iðju sína og varað sig þannig á þeim. Fyrsta reglan er að, hjálpa aldrei náunganum þótt hann virðist í nauð- um staddur. Ótrúlega oft leika of- beldismennirnir aö þeir hafi lent í óhöppum. Evrópubúar em flestir svo hrekklausir að þá grunar ekki aö verið sé að leika á þá. Nú stendur til að hætta að merkja bílaleigubíla sérstaklega því slíkar merkingar séu aðeins leiðbeiningar fyrir ofbeldismennina. Þeir sjá auð- velda bráð hvenær sem bílaleigubíll ekur hjá. ng Barbara Meller Jensen var tveggja barna móðir. Börnin horfðu á aðfar- ir morðingjanna. legum fjármunum og moröingjarnir óku yfir likið þegar þeir héldu á brott. Lögreglan gómaöi þá sem hér vom að verki. Þeir em háðir um tvítugt og voru handteknir við annað rán. Aðfarirnar vora þær sömu en fórn- arlambið slapp lifandi í það sinn. Mennimir hafa játað sekt sína og híða dóms. „Ég veit aö Adrian kemur aldrei aftur en ég hef þó alltaf bamiö okk- ar,“ segir Margaret Reece, unnusta bresks ferðamanns sem myrtur var í New Orleans á dögunura. Þau vom í þann mund aö hefja búskap en fóra vestur um haf í skemmti- ferð áöur en brauðstritið tæki viö. Hún er á von á barni þeirra og mun ala þaö eftir nokkra mánuði. Daginn sem Adrian var drepinn fór hann einn út að taka upp á mynd- ian lífið. Ofbeldismenn sáu að Adr- ian var kjörið fómarlamb; þeir myrtu hann til að ná myndavél- Augjjóslega var ekki um óhappa- verk að ræöa þvi höfuðkúpa Adr- ians var brotln á þrerour stöðura. Adrian Slrasser var 36 ára gamall lögfræðingur. Hann var myrtur vegna myndavélar. Moröinaarnir notuðu barefli til að yfirbuga fórnarlarab sitt og þá var ekki hugsaö um hvaða skaða hann hlyti af. Þeir ganga enn lausir. Ævilok Adrians eru lik örlögum margra erlendra ferðamanna sem lenda í klóm ofbeldismanna í Bandaríkjunum. Þangað koma tug- ir milljóna útlendinga árlega og margir eru auðveld bráð fyrirráns- menn. Svo virðist sero borgir í Suður- ríkjunum séu hættuiegastar en einnig er mikiö um rán og morð í Washington og New York. Fólk í ingarnar af umtalinu sem morðin hljóta. Ferðamenn hætta við aö koma til landsins og Bandaríkja- menn fá á sig orð fyrir aö vera meiri ofbeldismenn en aðrir. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Suðurgötu 57, Akranesi, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Höfðabraut 6, neðsta hæð, þingl. eig. Sigurjón Guðmundsson, gerðarbeið- andi íslandsbanki hf., 23. apríl 1993 kl. 11.00. Vitateigur 5B, efri hæð, þingl. eig. Hjörtur Hilmarsson, gerðarbeiðandi Akra- neskaupstaður, 23. apríl 1993 kl. 11.00. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI ÍBR mfl. karla, A-riðill jcrr REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA Ármann - Víkingur á morgun kl. 20.00 Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL „ÞESSA HELGI“ Danskjólar frá 2.500, skyrtur, buxur, lindar, slaufur, efni í dansfatnað 10% afsl. af SupaDance skóm og geisla- diskum, hljómplötur, 200-600 kr. Aðstaða fyrir þá sem vilja selja notaðan dansfatnað. Opiö lau/sun. kl. 14-18. Dagný Björk danskennari Smiðjuvegi 1, Kóp., simi 642535 Subaru 1800 DL station 4x4 árgerð 1991, ekinn aðeins 10 þús. km. Stað- greiðsluverð 1100 þús. B0R6AHBTT.AfiAT.AW GRENSÁSVEGI 11, SÍMAR 813085 OG 813150 HÚSBYGGJENDUR-VERKTAKAR SPÓNAPLÖTUR - MÓTATIMBUR Vegna hagstæðra innkaupa milliliðalaust frá verk- smiðju í Svíþjóð getum við útvegað takmarkað magn af mótatimbri og spónaplötum í flestum stærðum. Dæmi um verð: Mótatimbur, 25x150, lengdir 2,70-5,40, kr. 43 lengdarmetrinn án vsk. Spónaplötur, 16 mm, stærð 1,20x2,53 standard, kr. 629 án vsk. Lágmarkspöntun ísl. kr. 500.000. Afgreiðslufrestur er 2-3 vikur. Bankaábyrgð og 3 mán. greiðslufrestur frá af- hendingu. NES-PAC Aðalstræti 9, Rvík Simar 627066 og 626209 Fax 611120

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.