Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 17, APRÍL 1993 59 Afmæli Dagbjört Gísladóttir Dagbjört Gísladóttir húsmóöir, Laugafelli í Reykjadal, S.-Þing., verður níræð á morgun, sunnudag. Starfsferill Dagbjört fæddist á Hoíi í Svarfað- ardal og ólst þar upp. Að loknum bamaskóla nam hún við Unglinga- skóla Svarfdæla á prestsetrinu Völl- um undir leiösögn Þórarins Kristj- ánssonar bónda á Tjörn. Dagbjört starfaði eftir það um tíma við Garðyrkjustöðina á Akur- eyri og við Garðyrkjustöðina á Reykjum í Mosfellssveit. Árið 1925 fór hún til náms við íþróttaskólann í Ollerup í Danmörku og í hús- mæðraskólann á Sorö í Danmörku aðþví loknu. Eftir heimkomuna hélt Dagbjört námskeið í húsmæðrafræðum víða um landið en 1929 réðst hún til kennslustarfa við Húsmæðraskóla Þingeyinga að Laugum. Ári síðar gerðist hún ráðskona við Héraðs- skólann á Laugum og starfaði þar þangað til hún gifti sig tveimur árum síðar og geröist húsmóðir á Litlu-Laugum. Þau hjónin byggðu síðar nýbýlið Laugafelh úr landi Litlu-Lauga og hafa búið þar síðan. Dagbjört var til fjölda ára próf- dómari viö Húsmæöraskólann á Laugum og í skólanefnd hans. Hún starfaði mikiö með Kvenfélagi Reykdæla og var um árabil vara- formaður Kvenfélagasambands Suður-Þingeyjarsýslu. Einnig gegndi hún ritarastarfi í sóknar- nefnd Einarsstaðakirkju til fjölda ára. Fjölskylda Dagbjört giftist 22.8.1931 Áskeh Sigmjónssyni frá Litlu-Laugum, þá bryta og kennara á Laugum. Hann er sonur Sigmjóns, skálds og b. á Litlu-Laugum í Reykjadal, Friðjóns- sonar, Jónssonar, frá Sandi. Móðir Áskéls var Kristín Jónsdóttir hús- móðir. Böm Dagbjartar og Áskels eru: Eyvindur, f. 22. júh 1932, b. á Lauga- felh; Hahdóra, f. 2. desember 1933, gift Bjama Jenssyni, flugmanni í Rvík; Ingibjörg, f. 2. júní 1935, gift Kára Amórssyni, skólastjóra í Rvík; Þorsteinn, f. 18. apríl 1937, b. á Laugafelh, kvæntur Bimu Jóns- dóttur; Kristín, f. 30. ágúst 1939, gift Sigurði Þórðarsyni, á Egilsstöðum; oglngunn, f. 7. júh 1944, gift Jóni Siguijónssyni á Húsavík. Systkin Dagbjartar eru: Jón, fyrr- um b. á Hofi, sem nú er látinn, var kvæntur Arnfríði Sigurhjartardótt- ur, systur Sigfúsar, og em þau for- eldrar Gísla menntaskólakennara á Akureyri; Gunnlaugur, fyrrum b. og oddviti á Sökku í Svarfaðardal, nú látinn, var kvæntur Rósu Þorg- ilsdóttur og á meðal barna þeirra er Þorgils b. í Sökku, Jóna, ekkja séra Stefáns Snævarrs og Dagbjört, kona séra Þóris Stephensens; Soffia, lengst af ráðskona hjá Jóni bróður sínum á Hofi en nú búsett á Akur- eyri; og Hahdóra, kona Ara Þorgils- sonar á Sökku en hún lést fyrir ald- urfram. Fóstm-systir Dagbjartar er Hah- fríður Ingibjörg Kristjánsdóttir, móðir Páls Steingrímssonar kvik- myndagerðarmanns og eiginkona Steingríms Benediktssonar, kenn- ara í Vestmannaeyjum. Dagbjört og Sveinbjörn Jónsson, Þórðarsonar, vora systkinaböm. Oagbjört Gísladóttir. Foreldrar Dagbjartar vora Gísh Jónsson frá Ytra-Hvarfi í Svarfað- ardal, b. og smiður á Hofi í sömu sveit, og kona hans Ingibjörg Þórð- ardóttir frá Hnjúki í Skíðadal. Dagbjört verður að heiman á af- mælisdaginn. Halldóra G. Sævarsdóttir Halldóra G. Sævarsdóttir skrif- stofusljóri, Stekkjargerði 11, Akur- eyri,erfertugídag. Starfsferill Hahdóra fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp. Hún lauk þaðan landsprófi 1969 og síðar stúdents- prófi frá MA1973. Á áranum 1967-71 starfaði Hah- dóra í frystihúsinu í Bolungarvík og á Súlnabergi á Akureyri frá 1971-74. Næstu sex árin var hún á bæjarskrifstofu Akureyrar og hjá Starfsmannafélagi Akureyrarbæj- arfrál980. Hahdóra er nemandi í rekstrar- dehd Háskólans á Akureyri og kennir jafnframt ritvinnslu í Tölvufræðslu Akureyrar. Fjölskylda Hahdóra er gift Guðmundi Brynj- ólfssyni, f. 11.6.1949, verkstjóra. Hann er sonur Brynjólfs Helgason- ar, sem nú er látinn, og Önnu Guð- mundsdóttur, húsmóður á Akur- eyri. Halldóra og Guðmundur eiga þijú böm. Þau eru: Anna Bjamey, f. 1973, trúlofuð Jóni Einari; Sævar Már, f. 1979; Brynja Björk, f. 1981. Systkini Hahdóra eru: Jensína Ólöf, f. 1954, gift Sveinbirni, búsett í Bolungarvík og eiga þau Jóhönnu, Hahdóra og Ragnar; Elísabet, f. 1955, í sambúð með Svani, búsett í Njarðvík og eiga þau soninn Sæv- ar; Guðni Kristján, f. 1957, kvæntur Guðlaugu Ingibjörgu, búsett í Bol- ungarvík og eiga þau Bjameyju Jóhönnu, Sveinbjörn Hrafn og Kristján Erlend; Guðmunda, f. 1958, búsett í Bolungarvík og á hún Hrund og Brynju Ruth; Ingibjörg, f. 1962, gift Magnúsi, búsett á Akur- eyri og eiga þau Sonju og Elmar; og Sóley, f. 1970, í sambúð með Ólafur Þór Gunnarsson Ólafur Þór Gunnarsson viðskipta- fræðingur, Hraunbrún 4, Hafnar- firði, er fertugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Laugarneshverfmu. Hann varð stúdent frá MR1975 og starfaði hjá kúluleguverksmiðjunni SKF í Gautaborg frá 1976-78. Ólafur stundaði nám í viðskipta- fræðum við Gautaborgarháskóla 1978-82 og hefur starfað á aðalskrif- stofu íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli síðan. Ólafur er gjaldkeri Starfsmanna- félags íslenskra aðalverktaka, hefur verið í stjórn Sjálfstæðisfélagsins Fram í Hafnarfirði frá árinu 1992 og í blaðstjóm Hamars, blaðs Sjálf- stæðisfélagsmanna í Hafnarfirði, frá áramótum. Hann var ennfremur gjaldkeri Félags sjálfstæðismanna í Langholtshverfi frá 1989-91. Fjölskylda Ólafurkvæntist 27.10.1973Lindu Róberts, f. 12.2.1954, húsmóður. Hún er dóttir Róberts Amfinnsson- ar, f. 16.8.1923, leikara, og Stehu Guðmundsdóttur, f. 29.7.1923, hús- móður. Þau búa í Kópavogi. Böm Ólafs og Lindu era: Guðrún Jóhanna, f. 3.6.1973, nemi, í sambúð með Hjalta Ólafssyni, búsett í Kópa- vogi og eiga þau soninn Ólaf, f. 4.6. 1991; Gunnar Már, f. 16.1.1978, nemi, búsettur í foreldrahúsum; Róbert Þór, f. 13.1.1982, nemi, búsettur í foreldrahúsum. Systkini Ólafs eru: Gunnar Ingi, f. 21.8.1946, læknir, kvæntur Emu Olafur bór Gunnarsson. Matthíasdóttur hjúkrunarfræðingi, búsett í Reykjavík og eiga þau eitt bam. Fyrir átti Gunnar fimm börn; Hjördís Thors, f. 17.7.1948, gift Ólafi Thors, búsett í Reykjavík og eiga þau tvær dætur; og Ingibjörg, f. 2.8. 1959, starfsmaður á auglýsingadehd Stöðvar 2, búsett í Kópavogi og á húntvöböm. Faðir Ólafs er Gunnar Þorbjöm, f. 8.8.1926, forstjóri íslenskra aðal- verktaka, Gunnarsson, Jónssonar, Hanssonar, Natanssonar, Kethsson- ar. Móðir Ólafs var Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, f. 16.11.1923, d. 26.8. 1988, húsmóðir, dóttir Ólafs Einars- sonar leigubifreiðastjóra. Núverandi sambýliskona Gunn- ars er Lára Hansdóttir, f. 1.2.1930, kennari. Þau búa í Reykjavík. Ólafur tekur á móti gestum í Sjálf- stæðishúsinu í Hafnarfirði frá kl. 20 á afmælisdaginn. Heimi, búsett á Akureyri. Foreldrar Halldóru era Sævar Guðmundsson, f. 25.1.1930, fisk- matsmaður í Bolungarvík, og Bjarney Jóhanna Kristjánsdóttir, f. 29.8.1934, húsmóðir og fiskverka- kona. Þau búa í Bolungarvík. Foreldrar Sævars voru Guð- mundur Ásgeirsson, f. 21.9.1894, d. 29.8.1972, og Jensína Ólöf Sól- mundsdóttir, f. 24.6.1901, d. 23.8. 1986. Bjarney var dóttir Guðná Kristjáns Jenssonar, f. 3.12.1911, d. 16.7.1991, og Guðrúnar Bjarna- dóttur, f. 18.11.1913, d. 3.8.1981. Halldóra G. Sævarsdóttir. Vantar þig rafmagn í sumarbústabinn? Tímabundinn afsláttur tengigjalda 1993 Rafmagnsveitur ríkisins hafa ákveöið aö veita tímabundinn afslátt frá Gjaldskrá um tengigjöld í sumarhúsahverfum áriö 1993. Afsláttur þessi er byggöur á því aö hægt sé í samvinnu viö umsækjendur aö ná fram meiri hagkvæmni en ella viö heimtaugalagnir. Eftirfarandi meginskilyröi eru fyrir afslættinum: 1. Afsláttur er aðeins veittur ef um er að ræða sumarhúsahverfi sem þegar hefur veriö rafvætt aö einhverju leyti. Afsláttur er þó einnig veittur í nýjum hverfum að upp- fylltum skilmálum gjaldskrár, m.a. um lágmarksfjölda við upphaf rafvæðingar við- komandi hverfis. 2. Umsókn heimtaugar þarf að berast fyrir 1. maí 1993. 3. Gengið skal frá greiðslu fyrir 25. maí 1993. 4. Verktími (dagsetning) verði ákveðinn í samráði við umsækjenda og Rafmagnsveitn- anna. Umsækjendur tilnefni einn tengilið í hverju tilviki. 5. Umsækjendur munu sjá til þess að nauðsynlegum frágangi innan lóðarmarka, sam- kvæmt skilmálum í gildandi gjaldskrá, sé lokið á réttum tíma, sbr. lið 4. 6. Afsláttur þessi gildir til haustsins 1993, meðan aðstæður vegna veðurfars o.fl. leyfa að mati Rafmagnsveitnanna. Rafmagnsveiturnar munu yfirfara umsóknir og gefa svörum afslátt fyrir 20. maí 1993. Þessi afsláttur nemur 19,8%, þannig að grunngjald lækkar úr 162.000 kr. (án vsk) í 130.000 kr. (án vsk). Þeim aðilum sem eiga óafgreiddar umsóknir frá fyrra ári, er bent á að hafa samband við Rafmagnsveiturnar hið fyrsta. 31. mars 1993 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS lifandi afl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.