Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR17. APRÍL1993 Erfitt líf Peer Hultberg: Lífiö er einfaldlega erfitt. Erlendbóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Catherine Cookson: The House of Women. 2. Clive Cussler: Sahara. 3. Mary Wesley: A Dubious Legacy. 4. Timothy 2ahn: Star Wars 2: Dark Force Rísing. 5. Joanna Trollope: The Rector's Wife. 6. Joanna Trollope. The Choir. 7. Terry Brooks: Elf Queen of Shannara. 8. Olivia Goldsmith: The First Wives' Club. 9. „Virginia Andrews": Dawn. 10. Michóle Roberts: Daughters of the House. Rit almenns eðlis: 1. Andrew Morton: Diana; Her True Story. 2. Malcolm X & Aiex Haley: The Autobiography of Malcolm X. 3. Peter Mayle: A Year ín Provence. 4. Bíll Bryson: The Lost Continent. 5. Peter Mayle: Toujours Provence. 6. Peter Mayle: A Year in Provence. 7. Cleese & Skynner: Families & how to Survive Them. 8. Bill Bryson: Neither here nor there. 9. C. Howarth 8i S. Lyons: Red Dwarf Programme Guide. 10. Rory MacLean: Stalin's Nose. (Byggt á The Snnday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Leif Davidsen: Den sidste spíon. 2. Maria Helleberg: Mathilde - magt og maske. 3. Hans SCherfig: Det forsomte forár. 4. Leíf Davidsen: Den russiske sangerinde. B. Marianne Fredriksson: Evas Bog. 6. Betty Mahmoody: For mit barns skyld. (Byggt á Politiken Sendag) „Það felst í mannseðlinu að vera ævinlega ófullnægður, kannski- vegna þess að maðurinn vill alltaf ná lengra en hann getur. Allt sem heitir níð og öfund, mannleg árásar- girni. Engum hefur í sjálfu sér tekist að gera manneskjuna betri, ekki heldur velferðárríkinu. Það er hið sorglega." Þetta segir danski rithöfundurinn Peer Hultberg, sem hiaut bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs á þessu ári, í nýlegu blaðaviðtali. Hann á að haki langan feril sem rithöfund- ur, en oft hafa hðið mörg ár á milii bóka. Ýmis rit hans, svo sem skáld- sagan Requiem, Præludier, sem fjall- Umsjón Elías Snæland Jónsson ar um Chopin, og svo verðlaunasag- an Byen og Verden, hafa hlotið al- mennar vinsældir danskra lesenda. Evrópumaður Þótt Hultberg sé danskur hefur hann undanfarna áratugi búið í öðr- um löndum. „Ég hef í raun og veru ekki búið í Danmörku síðan 1958- 1959, nema í fjögur ár undir lok sjö- unda áratugarins og í byrjun þess áttunda," segir Hultberg sem hefur átt heima í Hamborg síðustu tíu árin, en áður hér og þar í Evrópu bæði við nám og störf. Vegna langvarandi fjarveru frá Danmörku eru tengsl hans við ætt- jörðina fyrst og fremst bundin við reynslu fyrstu áratuga ævinnar: „Það binda mig bönd við danska menningu - þótt það land sem ég tengist þannig sé ekki lengur til. Því mega menn ekki gleyma. Það er land sem hvað mig varðar hætti að vera til í kringum 1958. En það er bundið tungumálinu sem er verkfæri mitt. Ég lít á mig sem Evrópumann," segir hann ennfremur. „Eg fæddist árið 1935 sem þýðir að ég skynjaði veruleika stríðsáranna. Þegar við sáum að styrjöldinni lokinni myndir af Evrópu í rústum fengum við sterka tilfinningu fyrir því að þaö yrði að sameina Evrópu, að það væri alveg fáránlegt ef þessi litlu ríki gætu ekki á einn eða annan hátt samein- ast.“ Svartsýnismaður Hultberg er mjög svartsýnn á mannlífið í Evrópu um þessar mund- ir. „Ég hef lifað nógu lengi til þess að vera laus við mestu tálsýnirnar," segir hann. „Þegar við sjáum hvað gerist í Júgóslavíu.. .svo við nefnum nú ekki allt annað sem við höfum mátt þola á tuttugustu öldinni; fyrri heimsstyrjöldina, Þýskaland á fjórða áratugnum, síðari heimsstyrjöldina, hegðun Japana í austri.. .skulum við ekki gera okkur falskar vonir um að við getum sloppið frá innsta eðli manneskjunnar; frá því sem við er- um. Að þessu leyti er ég svartsýnis- maður.“ Og álit hans á lífsbaráttunni: „Lífið er einfaldlega erfitt. Við verðum að horfa raunsæjum augum á lífið. Og það er erfitt. Þeir sem full- yrða að lífið sé ekki erfitt eru að ljúga að sjálfum sér, að loka augunum fyr- ir staðreyndum, og það gerir reyndar flest fólk gjaman. En ég vil ekki nota orðið harmleikur, nema menn skil- greini hlutverk mannsins yfirhöfuð sem harmleik. Ég vil heldur ekki segja aö lífið sé ömurlegt eða sorglegt, en það er ekki auðvelt - og það endar með því að við hljótum öll að deyja.“ DV Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Pelican Brief. 2. John Grisham: The Firm. 3. John Grísham: A Time to Kill. 4. Michael Crichton: Jurassic Park. 5. Jayne Ann Krent2: Wildest Hearts. 6. Eric Segal: Acts of Faith. 7. Maya Angetou: On the Pulse of Morning. 8. Michaet Crichton: Rising Sun. 9. Belva Plain: Treasures. 10. Dick Francis: Comeback. 11. Kathryn Harvey: Stars. 12. Mary Higgins Clark: All around the Town. 13. Robert B. Parker: Double Deuce. 14. Olivia Goldsmith: The First Wives Club. 15. Jane Smiley: A Thousand Acres. Rit almenns eðlis: 1. R. Marcinko 8i J. Weisman: Rogue Warrior. 2. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 3. Peter Mayle: A Year in Provence. 4. Maya Angelou: I Knowwhythe Caged Bird Sings. 5. Deborah Tannen: You just Don't Understand. 6. Gloria Steinem: Revolution from within. 7. Sam Giancana 8i Chuck Giancana: Double Cross. 8. Al Gore; Earth in the Balance. 9. Piers Paul Raad: Alive. 10. Bryan Burrough 8« John Helyar: Barbarians at the Gate. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Olfar hafa á ný tekið sér bólfestu í vesturhluta Þýskalands. Úlfar fagna hruni Berlínar- múrsins Vísindamenn segja að úlfar séu eina dýrategundin sem beinlínis geti fagnað hruni Berlínarmúrsins. Fyrstu úlfamir hafa nú tekið sér bólfestu í vesturhluta Þýskalands og aUt stefnir í að þeim fiölgi. Þjóðverjar vestan múrs sáu ekki úifa árum saman. Nú hafa hópar þeirra tekið sig upp frá heimkynn- um sínum í Póllandi og flutt vest- ur. Þar eru menn þó ekki vissir um hvort fagna beri þessu framtaki. Rugludallur slóöllumvið Stórfyrirtæki leituðu þessa efnis; efnafræðingum hjá ölium helstu herjum heims var skipað að finna það upp en ekkert gekk. Óbrennan- legt plast virtist vera hluti af draumsýn vísindaskáldsagna þar til hárgreiðslumeistari frá Jórvik- urskíri á Englandi sótti um einka- leyfi á plasti sem þolir allt. Efnið prófuðu vísindamennimir glottandi en viti menn; það má varpa kjamasprengju á plastið og það brennurekki. Hugvitsmaðurinn heitir Maurice Ward og er af öllum kunnugum lýst sem sérvitringi hinum mesta og sannkölluöum rugludalli. Hann er lærður í hárgreiðslu en hefur uppfinningar að áhugamáli. Enginn nema Ward veit enn hvað er í nýja palstinu og hann segist ekki vitameð vissu af hverjuþað brennur ekki. Það eina sem vitað er með vissu er að Ward verður moldríkur af uppfinningu sinni. Maurice Ward hefur búið til óbrennanlegt plast. Hestarmeð flugnafælu Af hverju em sebrahestar rönd- óttir? Dýrafræðingar hafa lengi velt þessari spumingu fyrir sér og nú loks komist að niðurstöðu. Flug- ur, sem bera með sér svefnsýki, þola ekki rendur. Þær virðast missa jafnvægið við að sjá röndótt- an flöt og því láta þær sebrahesta í friði. Rendur sebrahesta eru því eins konar flugnafælur. Misskiln- ingur um örvhenta Breski læknirinn Marian Annett segir að misskilningur og rangtúlk- un á tölulegum upplýsingum valdi því aö örvhent fólk er talið skamm- lífaraenrétthent. Þegar fyrst var farið að rannsaka muninn á rétthentum og örvhentum kom í Ijós að fátt gamalt fólk var örvhent. Að jafnaði nota um 11 % manna vinstri höndina meira en þá hægri. Hjá fólki yfir áttrætt í Bret- landi er þetta hlutfall aðeins um 4%. Af þessu ályktuðu menn að örv- hentir lifðu skemur en hinir. Nú hefur Annett sýnt fram á að mun- urinn stafar eingöngu af því að fólk sem nú er komið á gamals aldur var neytt til að nota hægri höndina meira en þá vinstri. Örtölva í auga Bandarískir vísindamenn hafa fundið upp ljósnæman tölvukubb sem hægt er að nota til að lækna blindu. Kubbnum er komið fyrir í auga fólks sem misst hefur sjónina vegna skaða á nethimnunni. Þar hann tengdur við taugakerfið eins og örtölva og sendir áfram boð um það sem augað nemur til heilans. Uppfinning þessi er enn á til- raunastigi. í tövukubbnum eru 1024 ljósnemar og á það að duga til að fólk geti t.d. lesið þótt það fái ekki fulla sjón. Hámarksald- ur120 ár Læknar segja að útilokað sé að maður geti orðið eldri en 120 ára. Allar sögur um eldra fólk eru óstaðfestar og í meira lagi ótrúleg- ar. Ekki er vitað til að nokkur maður hafi orðið eldri en 120 ára. Því er talið að þetta sé hámarksald- urmanna. Fyrir átján þúsund árum syntu mörgæsir í Miðjarðarhafinu. Mörgæsir í Frakklandi Mörgæsir eru nú aðeins til við Suðurskautslandið en margt bend- irt til að þær hafi áður einnig svamlað í norðurhöfum. Hellamál- verk í Frakklandi sýna að fólk sem bjó þar fyrir um 18 þúsund árum hafi þekkt fugla sem mjög likjast mörgæsum. Veðurfar á þeim slóðum var þá líkt því sem nú er á heimskauta- svæðunum. Fornleifafræðingar vilja túlka málverkin þannig að mörgæsir eða nánir ættingjar þeirra hafi einu sinni verið jafna- lgengir fuglar noröan miðbaugs og sunnan hans. Skórnir eru ætlaðir sporlötum. Skórfyrir sporlata Rússinn Gregoríj Lekhtman hef- ur fundið upp skó fyrir þá sem vilja hlaupa mikið en hafa hvorki tíma né mennu til að fara langt. Spöngum úr plasti er komið fyrir undir venjulegum hlaupaskóm og sér fiöðrunin í plastinu um að halda hlaupurunum á hreyfingu án mikillar fyrirhafnar að því er virðist. Skór þessir eru þó ekki sá léttir fyrir sporlata sem ætla mætti. Hlaup á fiaðraskónum eru mjög erfið og því kjörin til að bæta úthald og auka fóta- styrk á skömmum tíma. Umsjón: Gísli Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.