Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Side 26
26 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Hann hleypti öllu í háaloft með einni prédikun: Vil sjá prestana þora að standa upp og tala um djöfulinn - segir Snorri Óskarsson, forstöðumaður hvítasunnusafnaðarins í Vestmannaeyjum Fjölskyldan saman komin við morgunverðarborðið: f.v. Kristín J. Þorsteinsdóttir, móðir Snorra, Stefnir Snorrason, Brynjólfur Snorrason, Anna Sigríður Snorradóttir og Hrund Snorradóttir, auk foreldranna Hrefnu Brynju Gisladóttur og Snorra Óskarssonar. „Ef lútersk kirkja tæki Lúter al- varlega væri lúterska kirkjan hér á íslandi vakningarkirkja. Hann um- bylti algjörlega og var ekkert aö hika við aö negla mótmæli á kirkjudyr. Ég held því að guðfræðideildin ætti að fara að athuga sinn gang. Ég verð líka að segja það að ef Lúter og Hall- grímur Pétursson risu upp í dag, hvert færu þeir á samkomu? Ég er alveg viss um að þeir kæmu á sam- komu til mín,“ segir Snorri Óskars- son, forstöðumaður hvítasunnusafn- aðarins í Vestmannaeyjum. Áður en nýafstaðin páskrhátíð rann upp vissu tiltölulega fáir hver Snorri þessi var. Nú veit öll þjóðin það. Eft- ir eldlega prédikun, sem hann flutti við sameiginlega guðsþjónustu kirkjudeildanna og var útvarpað, upphófst áköf íjölmiölaumræöa um innihald hennar. Snorri er rólegur yfir öllu þessu tjaðrafoki og kveðst þess vegna tilbú- inn að prédika í útvarpið aftur „strax á morgun", enda eigi boðskapur hans fullt erindi til þjóðarinnar. En hvaðan kemur hann, þessi mað- ur sem segir háum sem lágum tii syndanna svo um munar og er ekk- ert að skafa utan af hlutunum? „Ég er fæddur og uppalinn í Vest- mannaeyjum, nánar tútekið að Faxa- stig 2b þar sem ég bý núna. Foreldrar mínir eru Kristín Jónína Þorsteins- dóttir og Óskar Magnús Gíslason, bæði innfæddir Vestmannaeyingar. Við erum fimm, systkinin. Ég fór í Kennaraskólann og eftir að ég útskrifaðist þaðan, 1973, fór ég til Vopnafjarðar og kenndi þar tvo vetur. Aö því loknu kom ég aftur til Eyja og hef verið hér síðan. Ég hef alls staðar unað mér en mér fannst eðlilegast að koma hingað eft- ir gosið og taka þátt í uppbygging- unni.“ Æskan bundin við náttúruna „Æska mín var ákaflega bundin við náttúruna. Það var mikið um leik, fjöllin heilluðu og bryggjurnar sem voru okkar aðalvettvangur. Það var eggjatekja á vorin og eins undum við okkur vel í fjörunni. Við vorum ákaf- lega ftjáls og ég held að hér hafi ver- ið einn sá almesti ævintýraheimur sem nokkurt barn getur ahst upp í. Við lærðum einnig fljótt að kynnast hættunum; maður lenti í því að vera fleygt í sjóinn, maður lenti í háska í fjöllum en allt lukkaðist þetta." - Varstu trúhneigður í æsku? „Já, ég er alinn upp í hvítasunnu- hreyfmgunni. Báðar ömmur mínar gerðust hvítasunnumanneskjur í upphafi starfsins upp úr 1920. Móðir mín var svo fyrsti unglingurinn sem lét frelsast og tók niðurdýfmgarskím þá 16 ára gömul. Faðir minn gekk einnig snemma í söfnuðinn. Amma mín, Kristín, var lengi þjón- ustustúlka í Reykjavík. Hún var ákaflega kirkjurækin manneskja og var sífellt að spyija sig ýmissa spum- inga varðandi trúna en fékk engin svör. Svo kom hún til Vestmannaeyja og kynntist manni sínum, Þorsteini Ólafssyni. Nokkru síðar heyrði hún fyrst um hvítasunnuprédikara sem farinn var að prédika og talaöi skýrt og skorinort um „mjóa veginn“ og „mjóa hliðið". Þá eins og upplaukst fyrir henni hvaða leið hún kysi að fara. Hún tók því ástfóstri við þennan boðskap og hélt sig við hann til dauðadags. Það tilheyrir hvítasunnuhreyfing- unni að menn skírist í heilögum anda og tah tungum. Það gerðist á háum aldri hjá ömmu minni að hún fékk slag og missti máhö. Hún lá í mörg ár á sjúkrahúsi Vestmannaeyja og gat ekki talað orð. En þegar hún fékk heimsókn hvítasunnuvina báðu þeir með henni. Þá fór hún að tala tung- um og lofa Guð. Þá fékk hún máhð. Þetta þótti fólki ákaflega merkilegt. Nú, hin amma mín, Guðný Einars- dóttir frá Amarhóli, tók snemma trú og faðir hennar, Einar Þorsteinsson, kom í kjölfarið. Hann fékk bréf frá sveitungum sínum í Landeyjum þeg- ar þeir fréttu að hann hefði tekið niðurdýfingarskím. Þar sögðu þeir: „Þú sem áður .varst sveitarsómi ert nú orðinn sveitarskömm!" Þáð vora kaldar kveðjur. Þetta hefur fylgt þessum trúar- armi. Ég kann eina skýringu á því. Það er ákaflega erfiður þröskuldur fyrir íslendinga að gerast sértrúar- menn. Þetta sértrúamafn hefur verið notað sem fæhng svo fólk þorir varla að standa á sinni trú og meiningu. Það vilja ahir faha í hópinn. Þetta viðhorf hefur eyðilagt meira en góöu hófi gegnir. Söfnuðurinn hér í Eyjum er rótgró- inn eftir 70 ára starf. En svo um dag- inn keyptum við stærsta samkomu- hús bæjarins og þá risu upp alveg ótrúlegar öldur. Fólki fannst sér eins og ógnað.“ Frelsaðistníu ára - Hvenær ákvaðst þú að ganga í hvítasunnusöfnuðinn? „Þegar ég var níu ára. Þá var ég á samkomu ásamt nokkmm öðmm unghngum. Prédikarinn talaði um að frelsast og gefast Jesú Kristi. Þetta gerði ég og þá kom inn í mig þessi geysilega djúpi friður. Mér fannst ég ekki snerta jörðina, mér fannst ég svífa. Þegar ég hljóp heim var þessi hrifning og upplifun svo sterk að ég játaði hiklaust og sagði foreldmm mínum að ég hefði frelsast. Þetta spor varð nýtt upphaf í mínu lífi. Ehefu ára gamah tók ég svo nið- urdýfingarskím." - Hefur þú orðið fyrir frekari trúar- legri reynslu eða opinberunum af einhveiju tagi? „Já, ég hef orðið fyrir trúarlegri reynslu. Ég hef hlotið þá náðargjöf að mig hefur gjaman dreymt fyrir því sem Guð vih að ég geri. Ég vissi, áður en ég eignaðist konu mina, hver hún yrði. Það var löngu áður en nokkrar tilfinningar til hennar voru farnar að bærast í mér. Og ég vissi hvað ég myndi eignast mörg börn. Þegar ég var sjö, átta ára gamall sváfum við saman í herbergi, nokkr- ir bræður. Eina nóttina vaknar bróð- ir minn og sér hvíta veru standa yfir mér með útréttar hendur. Hann varð yfir sig hræddur og gróf sig í sængina því hann hélt aö hann hefði séð draug. Hann beið lengi en kíkti svo aftur. Enn sá hann vemna standa þarna yfir mér. Hann gróf sig aftur niður en þegar hann leit upp í þriðja skiptið var hún horfin. Ég held að þetta sé nákvæmlega það sem stend- ur í ritningunni að þín vegna býð- ur hann út englum sínum til þess að gæta þín...“. Þetta hefur verið engill. Svo gerist eitthvað þegar ég er að undirbúa prédikun. Þegar ég geri það leggst ég á bæn og bið Guð að gefa mér orð. Þá eins og kviknar hugsun innra meö mér og það er eins og ég komist ekki út úr henni, fari ekki frá henni. Hún er ásækin. Ég var ekki að flytja þessa prédikun á skírdag til þess að verða vinsæll eða þekktur. Þetta er boðskapur sem Guð vill að þjóðin taki afstöðu til og viti um.“ - Á samkomum hjá hvítasunnu- mönnum lætur hinn almenni sam- komugestur meira á sér bera heldur en tíðkast í þjóðkirkjunni. Menn loka gjaman augunum, hefja hendur til himins og biðja hástöfum. Er þetta árangursríkara til þess aö nálgast Guð sinn? „Þetta er ekki spurningin um að nálgast Guð, heldur um að tjá sig við hann. Þú vilt taka utan um þann sem þú elskar. Þú horfir ekki bara á hann. Þetta er tjáningarmáti. Við elskum Guð en óttumst hann um leið og viljum ekki gera gegn hans vilja. Kristin trú er játningartrú. íslensku þjóðinni er kennt að hún sé kristin, alveg sama hvað hún geri. Þetta samþykkjum við ekki. Það eru orðin þín og verkin sem tala.“ - Eruþátilheiðingjarmeðalokkar? „ Já, já, ég lít á íslensku þjóðina sem heiðna þjóð. Heiðingi er í mínum huga ekki einhver sem er fordæmdur eða einhver sem Guð elskar ekki, heldur sá sem ekki þekkir." Ekki ríkur að gulli né silfri Snorri varð forstöðumaður hvíta- sunnusafnaðarins í Vestmannaeyj- um 1983. í söfnuöinum eru nú 93 en heldur hefur farið fækkandi í honum á síðari árum vegna þess að nokkrar fjölskyldur hafa fiust upp á land. Starfið hefur verið blómlegt og nú nýlega festi söfnuðurinn kaup á Samkomuhúsi Vestmannaeyja. Snorri segir þó að hvítasunnusöfn- uðurinn í Vestmannaeyjum sé ekki ríkur að gulli né silfri. Starfið sé fjár- magnað þannig að hver meðlimur gefi tíunda hluta af tekjum sínum. LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 39 „Fólki finnst þetta hár skattur. Við getum huggaö það með því að þeir sem hafa upplifað Krist detta úr 20 prósent skatti í 10 prósent skatt, því að tóbak, áfengi og skemmtanir taka allt að 20 prósent teknanna í toll.“ - Er forstöðumaðurinn á góðum launuhi? „Já, ég held að 130 þúsund á mán- uði séu ágæt laun.“ - Ef við víkjum aðeins aö messunni margumræddu; áttirðu von á að hún ylli þvíliku fjaörafoki sem raun bar vitni? „Nei, alls ekki. Ég notaði kannski stór orð aö því er fólki fannst. Ég tæpti á atriðum sem ég sé að eru neikvæð í þjóðfélaginu. Ég kalla þetta spillingu og ég kalla þetta spor djöfulsins. Af því að ég oröa þetta svona fer allt af stað. En ég er rólegur yfir þessu og er nokk sama hvað fólk segir. Ég virði skoðanir annarra en ég þarf ekki að vera sammála þeim. Mér finnst alveg hrikalegt, ef við tökum fóstureyðing- amar, hve margt hefur verið á huldu um þær. Fólk er ekkert að hugsa um hvernig þær eru framkvæmdar, hvernig konunni líður sem hefur far- ið í þetta. Hún er send inn að morgni og kemur aftur heim seinni part sama dags. Þess eru dæmi að stúlkur hafa farið í fóstureyðingu án þess að foreldrarnir hafi vitað. Félagslegur þrýstingur, bæði frá læknum og öðr- um, hefur ýtt á þær.“ - Er það ekki enn til að auka á van- líðan þeirra ef þær eru fordæmdar opinberlega? „Nei, það held ég ekki. Jesús Krist- ur fyrirgefur synd. Þú þarft að vita hvað er synd til þess að geta snúið frá henni. Þegar konan á í erfiðleik- um og henni finnst veröldin hrunin, þá kemur til þessi uppbyggjandi kraftur fyrirgefningarinnar. Það sem vantar inn í íslensku þjóðina er aö þær konur, sem hafa veriö ginntar í fóstureyðingu, hljóti lækningu frá Guöi. Þess vegna prédika ég og skammast mín ekkert fyrir það.“ Vinum mínum brá - Gerðirðu kannski í því að koma við kaunin þegar þú fluttir ræðuna? „Nei, ég veit að ég nota stundum stór orð. Ég spurði vin minn þegar hann hringdi í mig og bað mig að tala, hvort hann vissi hvað hann væri að gera. Ég sá það á vinum mínum við guðsþjónustuna að þeim brá. En ég var allan tímann að reyna að milda þetta. Ég var með ýmsa punkta sem ég sleppti, svo sem kyn- villu. Ég ætlaði líka að benda á að spíritistar em nú að sækja í sig veðr- ið og telja sig aldeihs flytja fagnaðar- erindiö. Þetta eru þættir sem eru við- urkenndir í þjóðlífinu og kirkjan þorir ekki að nefna eða vara við. Biblían varar við þessu.“ - Hver er afstaða þín til samkyn- hneigðar? „Samkynhneigð er ekki til. Það er til kynvilla, sem er argasti sóöaskap- ur. Þetta er siðblinda. Ég set þetta þannig upp: Það er ný siðfræði í gangi hjá okkur. Hún er fólgin í því aö það er allt leyfilegt. Þegar allt er leyfilegt, þá ert þú þinn eigin Guð og þú ákveður sjálfur hvað hentar þér. Svo fer fólk út í þetta frjálsa kynlíf, eins og ég kalla það. Það er búið að lesa sér til og sjá þetta í myndum. Svo fer þaö að prófa og þá verður það fyrir miklum vonbrigð- um. Það heldur að eitthvað sé að sér og þá er farið að leita og leita og leita. En viökomandi finnur ekki það sem hann heldur að hann eigi að finna.“ - Ertu andvígur kynfræðslu, til dæmis í skólum? „Nei, alls ekki. En ég vil ekki hafa hana svona siðlausa og ekki með þeim formerkjum sem nú eru. Hún á ekki að vera svona mikið bundin við getnaðarvamir. Þetta er alvarleg athöfn og fólk á að bera fulla ábyrgð á henni og þeim ávöxtum sem hún kann að bera. Þeir eiga ekki að lenda í ruslatunnunni." Vald til að bannfæra? - Guðfræðingar hafa sagt að ýmis ummæli þín í prédikuninni hafi verið í ætt við bannfæringu. Hefur þú vald til að bannfæra? „Bannfæring er útskúfun og ég var ekki að útskúfa. Ég hugsa um orð Krists, sem hann segir við lærisveina sína, að.það sem þið leysið á jörðu, það er leyst á himni, og það sem þiö lokiö á jörðu, það er lokað á himni...“ Ég trúi því að við eigum að nota þennan kraft Jesú Krists til þess að stoppa verk djöfulsins, sem í þessu tilfelli er Sam-útgáfan. Ég trúi því að frá hjarta mannsins komi illar hugsanir, morð, hórdóm- ur, saurlifnaður og fleira. Bibhan talar um þetta og Jesús Kristur vill hreinsa syndugt hjarta. Ég er sakað- ur um atvinnuróg af því að ég for- dæmi tiltekna atvinnu. Sumir menn hafa atvinnu af því að selja eiturlyf. Ég fordæmi það líka. Er það atvinnu- rógur? Vændi er kahað atvinna. Ég er á móti því. Er það atvinnurógur? Þetta orð segir mér ekki neitt.“ - Nú hefur ýmis atriði borið á góma sem þú hefur lýst vanþóknun þinni á. Hversu mikið vald hefur þér verið gefið? „Guð hefur gefið mér það vald að ég má taka mark á hans orði, ég má láta hans orð virka í mínu lífi og ég má segja öðram frá. Eins og hann segir: „Kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður.“ Mig undrar það stundum að við erum sökuð um að setja okkur á ein- hvern stall, að við teljum okkur betri en aðra. Þetta er mikill misskhning- ur. En það er náðarverk að vera Guðs útvalinn." - Ert þú guðs útvahnn? „Já, ég er það. Þaö er vegna þess að ég tek mark á Guðs orði. Biblían talar um að margir séu kahaðir en Snorri og Hrefna Brynja með heimilíshundinn Fróða. DV-myndir GVA fáir útvaldir. Hver er munurinn? Þú heyrir prédikunina en hvað gerirðu með hana? Hafnarðu henni eöa hlýö- ir þú henni? Um leið og þú ferð að hlýða Guðs orði ertu útvahnn. En ég er laus við að þykjast vera betri en aðrir.“ - óttast þú að sú eldmessa sem þú fluttir í útvarpið á skírdag verði til þess aö slíta því samstarfi sem verið hefur milli hinna ýmsu deilda kirkj- unnar? „Nei, nei, þá finnst mér þeir ekki þola mikið. Hvað megum við þola frá th dæmis mönnum þjóðkirkjunnar ef við emm alltaf sökuð um að snið- ganga kærleika Krists? Ég held að þeir sem hlustuðu á þessa ræðu mína hafi heyrt hvað Kristur gerir. Hann er með frelsandi náð og frelsandi orð. Ég gaf fólki það beint í æð. Hins vegar finnst mér kirkjan óskaplega máttlaus í því að berjast gegn spilhngunni. Ég er ekki sam- mála þeirri kenningu aö við eigum að leyfa öllu að vaxa upp, óheftu. Þjóðkirkjan þjónar alls ekki því hlut- verki sem hún ætti að þjóna. Ég vil sjá hana fyllast af heilögum anda og krafti. Ég vh sjá prestana þora að standa upp og tala um djöfulinn. Ef við tökum djöfulinn út úr Biblíúnni þá missir koma Jesú Krists og dauði hans á krossinum algerlega tilgang sinn. Ef ekki væri th helvíti, th hvers þurfa menn þá að frelsast?" -JSS Snorri Óskarsson, forstöðumaður hvítasunnusafnaðarins i Vestmannaeyj- um, segist ekkert skafa utan af hlutunum þegar hann flytur prédikanir sínar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.