Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR17. APRÍL1993 17 pv___________________________- ._____Vísnaþáttur Að morgni í vorsins veldi „Ef vorið kæmi aðeins einu sinni á hverri öld, eða ef það brytist fram með sama gný og jarðskjálfti, en ekki hægt og hijóðlega, með hvílíkri undr- un eftirvæntingarinnar myndu ekki öll hjörtu bíða svo óskiljanlegs kraftaverks." Það var bandaríska ljóðskáldið Henry Wadsvorth Long- fellow sem komst þannig að orði og vissulega eru þau orð íhugunarefni í veröld þar sem mannkynið hefur með margvíslegum hætti haft áhrif á veðurfariö, eins og svo margt annað. En hverium augum hta íslenskir hagyrðingar og skáld vorkomuna? Steinbjörn Jónsson frá Háafelli í Hvitársíðu orti þessa vorvísu: Gengur yfir gróðrarskúr, gaman er út að hta. Fjalhö hefur fært sig úr feldinum sínum hvíta. Vísnaþáttur Torfi Jónsson Og vorvísa Bjarna Jónssonar frá Gröf í Víðidal, sem lengi var úrsmið- ur á Akureyri, er um margt svipuð: Hvíta skikkjan ónýt er, alltaf fjölga götin. Guð má fara að gefa þér grænu sparifötin. Um sumarmál er vetur kvaddur og vori fagnað en ekki er mér kunnugt umhverjir eru höfundar eftirfarandi vísna: Nú eru að fækka fannimar. Nú fer að léttast sporið. Nú fara að aukast annimar. Nú er að koma vorið. Og með vorinu breytist aht til hins betra: Vonir mínar vakna á ný, vaxa lífsins gæðin. Foldin er að fara í fógur sumarklæðin. Ólafur Jónsson, bóndi í Elhðaey á Breiðafirði: Vetur horfinn seggja sýn, sumarhljóö í bændum. Uggur og kvíði óðum dvín, árgæska í vændum. Blærinn heitur baöar kinn, bragnar greikka sporið, dýrlegur hver dagurinn, dásamlegt er vorið. Kastar gihð klakahjúp, kátur lækur spriklar, aha leið á ægisdjúp elfan mórauð stiklar. Óðum mihi ^öm og fjalls fanna eyðast dyngjur. Jafnt við höll og kotiö karls knappur blómsins springur. Víst ég elska vorið bjart, er vetrardrungi fehur, grænu klæöist grund í skart, gaukur og spói vehur. Gef oss drottinn gæða fjöld í gervi ótal mynda, bjartar nætur, broshýr kvöld, brydda guhi tinda. Oddgeir Guðjónsson, bóndi í Tungu í Fljótshhð, lýsir vorkomunni á svofehdan hátt: Vetur grái er farinn frá, fjölhn háu klæðum breyta. Grösin smáu grundum á gleði, þrá og yndi veita. Vorið bhtt um bala og hól blænum ýtti með í dansinn. Vorið hlýtt og sumarsól saman hnýttu blómakransinn. Sveinn Jón Sveinsson frá Miðkoti í Fljótshlíð: Blánar græði, blika svið, brosa hæðadrögin. Ljós og kvæði vakna við vorsins æðaslögin. Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöð- um: Líttu á hvemig ljósið ber líf og græðir kalin sporin. Finnst þér ekki, eins og mér, yndislegast flest á vorin. Úr ljóðabréfi frá Bjarna Ásgeirs- syni, bónda og alþingismanni, til „frænda míns, Helga í Vogi“: Þar sem látur, vík og ver vorið lífi gleður, ásar, móar, eyjar, sker - allt af söngvum kveður. Þar sem urta kjassar kóp, kría af hreiöri flýgur, æður kahar ungahóp, ána lambið sýgur. „Stundir skins og skýja“ nefnist ljóðabók eftir Gunnar S. Hafdal. Vor- ið leggur honum ljóð á tungu og þannig kemst hann aö oröi í inn- gangserindinu í fyrsta kafla bókar- innar: Að morgni í vorsins veldi \__^j . ég vaknaði sæll og hress. Þá lagði mér ljóð á tungu lífið og fegurð þess. f síðasta visnaþætti varð mér á í messunni, eignaði Steini Steinarr vísu eftir Jóhannes Ásgeirsson frá Pálsseh í Laxárdal í Dölum: „Ahtaf finnst mér eitthvað hlýtt o.s.frv." Það var kunningi beggja og góð- kunningi minn, Ágúst Vigfússon, kennari og rithöfundur, sem gerði mér viðvart um vihuna og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Ahar leiðréttingar eru vel þegnar því alltaf er best að „hafa það sem sannara reynist“. Torfi Jónsson ad þínu valil ' l 11FI)l I.IFIiM »> 1ALLT LÍFIÐ! Leggðu grunn að litríku ævikvöldi! Hefurðu leitt hugann að lífeyrisréttindum þínum á efri árum? Hjá mörgum stefnir í mikla tekjulækkun á þeim árum sem svigrúmið getur verið hvað mest til að njóta lífsins! Sameinaða líftryggingarfélagið hf. býður nýjan valkost í lífeyrismálum; Óskalífeyri. Óskalífeyrir er sveigjanleg trygging sem býður upp á séreignar- og sameignar- fyrirkomulag lífeyris ásamt nauðsynlegum persónutryggingum. Mikilvægt er að fara snemma að huga að þessum málum og leggja þannig grunn að litríkum dögum eftir að starfsævi lýkur. Hugleiddu eftirfarandi spurningar varðandi lífeyrissparnað þinn: Viltu tryggja þér örugga afkomu til æviloka, safna í eigin sjóð eða sameina kosti séreignar- og sameignarlífeyris? Þarftu hærri lífeyrisgreiðslur í ákveðinn tíma, hluta sjóðsins eða hann allan út- borgaðan í einu lagi t.d. vegna ferðalaga eða annarra spennandi viðfangsefna? Hefur þú áhrif á lífeyrisréttindi þín eða ákveða aðrir hvernig fjárhagur þinn verður á efri árum? Hvenær viltu hefja töku á lífeyri þínum, um sextugt eða sföar? Viltu tryggja þig gegn áföllum á sparnaðartímanum t.d. með afkomu- eða líftryggingu? ÓSKALÍFEYRIR - NÝJUNG í LÍFEYRISMÁLUM! Þú færð nánari upplýsingar hjá tryggingarrá&gjöfum Sameinaöa líftryggingarfélagsins hf. Hafbu samband! Sameinaða líftryggingarfélagið hf. Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 91- 692500 í eigu Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Tryggingamiðstöðvarinnar hf. syút ~v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.