Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Skák Skákveisla í Sjónvarpinu: Polgar leikur listir sínar Ungverska undrabarnið Judit Polgar kemur til landsins i dag og mætir þrem- ur íslenskum stórmeisturum í beinni útsendingu í Sjónvarpinu á morgun. A morgun, sunnudag, verður bein útsending í Sjónvarpinu frá „Stór- meistaramóti Mjólkursamsölunnar í atskák“ þar sem ungverska undra- barnið Judit Polgar mætir stórmeist- urunum Jóhanni Hjartarsyni, Mar- geiri Péturssyni og Helga Olafssyni. Skákunnendur veröa áreiðanlega sem límdir viö skjáinn frá 12.35-15.50 meöan á mótinu stendur. Víst er að þessi atburður mun vekja athygli langt út fyrir landsteina. Judit Polgar er heimsfræg. Hún er aðeins 16 ára gömul, yngst Polgar- systra, og hefur þegar unnið fleiri afrek við skákborðið en nokkur karl- kyns jafnaldri hennar. Hún var að- eins 12 ára gömul er hún varð stór- meistari kvenna í skák og jafnframt alþjóðlegur meistari karla en þessir titlar eru jafngildir. í desember 1991 sigraði hún glæsilega á ungverska meistaramótinu - fyrir ofan kappa eins og Portisch, Adorjan og Sax - og hlaut lokaáfanga sinn aö stór- meistaratith karla. Þá var hún aðeins 15 ára og 5 mánaða gömul, yngst ahra til þess að verða stórmeistari. Þar sló hún met Fischérs frá Portoros 1958 um þrjá mánuði. Judit hefur svo sannarlega afsann- að þá kenningu að konur geti ekki teflt skák, eins og ýmsir meistarar hafa látið í veðri vaka, s.s. Fischer og Kasparov. Sá fyrrnefndi sagðist á sínum tíma geta gefið hvaða konu sem væri riddara í forgjöf og unnið létt. Hér á landi hefur skákáhugi kvenna verið furðanlega lítill miðað við almenna skákgetu landsmanna. Á því eru eflaust margar skýringar, sögulegar sem félagslegar. Sumir segja að íslenskt kvenfólk sé svo skynsamt að því komi ekki til hugar að sólunda tíma sínum í aðra eins vitleysu. Ég vil þó lýsa þeirri von minni aö skákmótið á morgun verði til þess aö hæfileikakonurnar dusti rykið af taflinu. Eins og yfirskrift mótsins ber með sér er það koStað af Mjólkursamsöl- unni. Umsjónarmaður er Hermann Gunnarsson en stjómandi útsend- ingar Egill Eðvarðsson. Tefldar verða atskákir meö 25 mínútna um- hugsunartíma. Skákstíll Juditar er beinskeyttur og hún hefur næmt auga fyrir „takt- ískum“ vendingum. Hún þykir tefla mjög skemmtilega og er afar vinsæl meðal mótshaldara sem áhorfenda. Hún er svo hlaðin verkefnum að hún gefur sér aöeins tíma til þess að hafa sólarhringsviðdvöl hér á landi að þessu sinni. Hingað kemur Judit frá Mónakó, þar sem hún defldi þriðja sæti á sterku atskákmóti, fyrir neðan Karpov og Ljubojevic. Mótið fór fram meö nýstárlegu sniði, tefldar voru tvöfaldar umferðir - fyrst atskák og síðan bhndskák. Judit gerði sér htiö fyrir og vann Karpov og Short tvö- falt! Ljóst er því að heimavamarliðið í sjónvarpssal þarf ekkert að skamm- ast sín ef illa fer. Áður var Judit nýbúin að tryggja sér farseðil á milhsvæöamótið í Biel í Sviss sem fram fer í júíí í sumar. í úrshtakeppni í Búdapest við FtaCnik, Wojtkiewicz og Gdanski um tvö sæti varð Judit hiutskörpust. Hún fékk 4 v. af 6 mögulegum, Ftacnik og Wojtkiewicz'fengu 3 v. en Gdanski 2 v. Lítum á snotra sóknarskák hennar frá keppninni. Skák Jón L. Árnason Hvítt: Judit Polgar Svart: Jacek Gdanski Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Re7 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. Dg4 Dc7 8. Bd3!? Afbrigðið 8. Dxg7 Hg8 9. Dxh7 cxd4 10. Re2 er enn í fullu gildi - nú síöast vann Björgvin Jónsson góða skák með hvítu gegn Apicella í lands- keppninni við Frakka. Biskupsleikn- um er ætlað að koma betra lagi á hð- skipunina. Sú yrði raunin eftir 8. - cxd4 9. Re2 (nú er biskupinn ekki lokaður inni) og nú: a) 9. - dxc3 10. Dxg7 Hg8 11. Dxh7 Dxe5 12. Bf4 Df6 13. h4! sem reynslan hefur sýnt að gefur hvítum góð færi, eða b) 9. - Dxe5 10. Bf4 Df6 11. Bg5 De5 12. cxd4 h5 13. Dh4 Dc7 14. Bf4 Da5+ 15. Bd2 Dd816. g4! sem gaf Judit Polgar betri stöðu gegn þýska stórmeistaranum Knaak á sjónvarpsmóti í Þýskalandi 1990. í þessari skák kýs svartur að hafa vaðið fyrir neðan sig og loka taflinu, sem tvímælalaust er traustari leik- máti. 8. - c4 9. Be2 0-0 Ekki kemur 9. - Rf510. Rf3 Rc6 síð- ur til greina er svartur heldur þeim möguleika opnum að hróka langt. 10. Rf3 Rbc6 11. Bg5! Da5 12. Kd2! Miðborðsstaöan er kirfilega læst og því er kóngurinn sæmflega örugg- ur þarna og hefur það mikilvæga hlutverk að gæta c-peðanna. Nú ætl- ar Judit að blása til sóknar á kóngs- væng. 12. - f5 13. Dh3 Auðvitað ekki 13. exf6 fr.hl. e5! og svarta staðan lifnar við. 13. - Bd7 14. a4 Rc8? Upphafið að hæpnu riddaraferða- lagi, sem leiðir til þess að kóngs- vængurinn verður óvarinn. Svartur hefði mátt treysta varnirnar, t.d. með 14. - Hae8 og síöan Rd8-f7. 15. Dg3 Kh8 16. h4! Rb6 17. h5 Rxa4? 18. Hxa4! Dxa4 19. h6 g6 ; Ef 19. - HÍ7 20. hxg7 + Hxg7 21. Bf6 , Hg8 og nú 22. Dg6! og óverjandi mát. ( 20. Bf6+ Hxf6 Þvingað, því að ef 20. - Kg8 21. Dxg6+! hxg6 22. h7+ Kf7 23. Rg5+ Ke8 24. h8 = D með vinningsstöðu. 21. exfB Kg8 Svartur ræður ekki við allar hótan- irnar. Ef 21. - Da5 er 22. Re5 gott svar og áfram 22. - Rxe5 23. Dxe5 Kg8 24. f7+ Kxf7 25. Dg7+ Ke8 26. Dg8 + og vinnur, eða 22. - Rxd4 23. Rxg6+! hxg6 24. Dxg6 Hg8 25. Dg7+! og fimm leikir í mát. 22. Dc7 Rb4 Eða 22. - Hd8 23. Re5 (23. Rg5) Da5 24. Í7+ Kh8 25. Dxd7 og vinnur. 23. cxb4 Dxb4+ 24. Ke3 g5 25. Rxg5 - Og Pólveijinn gafst upp. Bridge ' íslandsbankamótið 1993: Siglfirðingar íslandsmeistarar Það var sveit Sparisjóðs Siglu- fjarðar sem stóð uppi sem sigurveg- ari, þegar úrshtakeppni Islands- mótsins í bridge lauk á laugardag fyrir páska. í valnum lágu sveitir með ríkjandi heims- og Norður- landameisturum, svo ekki sé talað um marga fyrrverandi íslands- meistara. Bridge Stefán Guðjohnsen Siglfirðingamir tóku forystu í annarri umferð og héldu henni tfl loka mótsins. Þeir skoruðu að með- altali rúm 19 vinningsstig í hverj- um leik, unnu 5 leiki og töpuöu 2 naumlega. Sannarlega ágætis ár- angur. Og ekki skyggði á frammi- stöðu þeirra að þeir sigruðu helstu keppinauta sína, sveit Landsbréfa, í hreinum úrslitaleik í síðustu um- ferðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem utan- bæjarsveit veröur íslandsmeistari í sveitakeppni, en árið 1960 var sveit frá Siglufirði í öðru sæti á íslandsmótinu og missti naumlega af titlinum þegar hún gerði aöeins jafntefli við sveitina sem hafnaði í neðsta sæti. Ólafur Jónsson hampar sigurlaununum kampakátur en Jón og Steinar fylgjast með. DV-mynd Sveinn Nýju íslandsmeistaramir eru Ásgrímur Sigurbjömsson, Jón Sig- urbjörnsson og tveir synir hans, Ólafur og Steinar. Bræður Jóns og Ásgríms, Bogi og Anton, spfluðu meö sveitinni í undankeppninni. Við skulum skoða eitt spil frá mótinu úr leik Siglfirðinganna við sveit Ghtnis. A/0 * K96 V ÁK4 * 432 * KD94 * ÁD105 V 5 * D8 * ÁG10532 * 8732 V 972 ♦ ÁK10765 + - ♦ G4 V DG10863 ♦ G9 + 876 í opna salnum sátu n-s Björn Eysteinsson og Aðalsteinn Jörg- ensen, en a-v Jón Sigurbjömsson og Steinar Jónsson: Austur Suður Vestur Norður pass 2tíglar* dobl 2hjörtu 3tíglar pass 3grönd dobl pass pass pass * Multi= veik opnun í háht Opnun suðurs hefir ekki með- mæh frá mér, en þetta er víst tískan í dag. Dobl norðurs er eðlilegt, hann getur ekki ímyndað sér að vestur geti unnið þrjú grönd, eftir opnun suðurs. En fylgjumst með úrspflinu. Bjöm kom út með laufatíu og Steinar fékk fyrsta slaginn á drottninguna. Við, sem sjáum öll spilin, getum strax tahð níu slagi en þar eð blindur hefur enga hhð- arinnkomu er glapræði annað en að gefa tígiflslag. Steinar spilaði því tígli á kóng, síðan hjarta á kóng og meiri tígh. Þegar drottningin kom frá norðri vissi Steinar aö norður var endaspilaður ef hann ætti ekki meiri tígul. Hann gaf auðvitað slag- inn og þar með var spihð unnið. Það vora 550 til a-v. í lokaða salnum sátu n-s Ólafur Jónsson og Ásgrímur Sigurbjörns- son, en a-v Helgi Jóhannsson og Guðmundur Sv. Hermannsson. Helgi dró upp fjöldjöfulsopnun: Austur Suður Vestur Norður 2lauf 2hjörtu! 3grönd dobl pass pass pass Ólafur lagði af stað með laufgosa og vestur fékk slaginn á drottn- ingu. Hann spilaði strax tígli á kóng og síðan litlum tígh frá báðum höndum. Ólafur fékk slaginn á drottningu og spilaði sig út á hjarta. Vestur drap á kónginn, tók tígul- slagina og spilaði síðan spaða á kónginn. Ólafur drap á ásinn, tók drottningu og tíu í spaða, síðan laufaás, en vestur fékk síðasta slag- inn á laufakóng. Einn niöur og 100 í viðbót til Siglufjarðar sem græddi 12 impa á spihnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.