Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Hagnýt lögfræði „Réttaráhrif lögskilnaðar eru þau helst að öðru hjóna gæti verið gert aö greiða framfærslueyri með hinu.“ Réttaráhrif skilnaðar Tíöni skilnaða á íslandi hefur aukist jafnt og þétt á síöustu árum. í Ijósi þessarar þróunar vakna oft spurningar um rétt aðila viö skiln- að. í íslenskri löggjöf eru margvís- leg lagaákvæði er fjalla um réttindi og skyldur hjóna. Þar ber hæst lög um réttindi og skyldor hjóna nr. 20/1923 (hjrl.) og lög um stofnun og sht hjúskapar nr. 60/1972 (hjl.). Hjón njóta margvíslegra réttinda í hjúskap sem við skilnað falla nið- ur. í 3. kafla hjrl. eru margvisleg ákvæði um fjármál hjóna, þ.e. t.d. reglur um hjúskapareignir og sér- eignir, reglur um samþykki beggja hjóna við meiriháttar Qárfestingar, s.s. veðsetningu fasteignar. Fram- færsluskylda hvílir á aðilum i hjú- skap. Samvistaskylda er á aðilum í hjúskap, trúnaðarskylda ríkir, þ.e. bann við hjúskaparbrotum, lö- Umsjón ORATOR félag laganema gerfðatengsl stofnast við hjúskap, ríkisborgararéttur, þ.e. öðlun ísl. ríkisfangs, getur stofnast við hjú- skap, faðemisregla gildir í hjúskap, þ.e. aö eiginmaður er áUtinn vera faðir barna sem kona hans fæðir í hjónabandinu. Einnig getur stofn- ast hlutdeUd maka í lífeyrisréttind- um meðan á hjónabandi stendur. AðUar í hjónabandi verða sekir um tvíkvæni ef þeir gifta sig á ný með- an hjónabandið varir. Þrenns konar sjónarmið SkUnaður er reistur á þrenns konar sjónarmiöum; samkomulagi aöUa, sakarsjónarmiöi, t.d. van- rækslu á framfærsluskyldu og sundurlyndi hióna, en með því er átt við að grundvöUur hjúskapar sé hruninn. íslensk löggjöf gerir greinarmun á tvenns konar skUnaöarformum. í fyrsta lagi er það sem kallað er skUnaður að boröi og sæng. Þetta er fyrsta skreflð tU að fá endanleg- an skilnaö sem kallast lögskilnað- ur. Samkomulag hjóna getur að- eins orðið grundvöÚur að skilnaði aö borði og sæng, ekki er hægt að krefjast einhliöa skilnaðar aö borði og sæng og tilgreina þarf ástæður fyrir beiöninni. Ef annað þjóna vanrækir stórlega framfærslu- skyldu sína eða ósamlyndi þjóna er slíkt að þau geta ekki veriö sam- vistum er einnig hægt að fá leyfi til skilnaðar að borði og sæng. Síð- an þarf eitt ár að líöa frá veitingu leyfis tU skilnaðar aö boröi og sæng til að hægt sé aö fá lögskilnað. I undantekningartUvikum er hægt að fá leyfi tU lögskUnaðar án und- angengins skilnaðar að borði og sæng, t.d. ef annað hjóna játar á sig hjúskaparbrot. Helstu réttaráhrif skilnaðar að borði og sæng eru þau að gagn- kvæmur erfðaréttur feUur niður mUU hjóna en sérsjónarmið gUda um erfðaskrár. Samvistaskyldan milli hjóna feUur niður og fjárfélagi þeirra er sUtið. Réttindi, er haldast milU aðUa við skilnað að borði og sæng, eru að aðilar mega ekki ganga í hjónaband að nýju, þaö væri tvíkvænisbrot er varðaði við hegningarlög, trúnaðarskyldan helst milU hjóna en með henni er átt við að ekki má fremja hjúskap- arbrot, þ.e. samræði aðUa í hjúskap við annan en maka sinn. Fram- færsluskylda rniUi aðUa helst, aðUd að lífeyrisréttindum maka helst, réttur til bóta fyrir missi fyrir- vinnu helst, þ.e. ef maki deyr með- an á skilnaöi aö borði og sæng stendur á eftirUfandi maki rétt á bótum. Veigamestu réttaráhrif skilnaðar að borði og sæng eru þó þau að ef aðUar hefja aftur sambúð þá gUda á ný öU réttaráhrif hjú- skapar án þess að hið opinbera komi þar nálægt. Réttaráhrif lögskilnaðar Réttaráhrif lögskilnaðar eru þau helst að öðru hjóna gæti verið gert að greiða framfærslueyri með hinu. Maki getur átt áfram hlut- deUd í lífeyrisréttindum og faðem- isreglan gUdir ef bam fæðist skömmu eftir skUnað. LögskUnað- ur er sUt hjúskapar sem felur í sér að öU réttaráhrif hjúskapar falla niður. Áður en mál er höfðað tU skilnað- ar er skylt að leita sátta með hjón- um og er það oftast hlutskipti presta að sinna því hlutverki. TU aö leyfi fáist tíl skilnaðar er nauð- synlegt að leggja fram vottorð um að leitað hafi verið sátta. Við skUn- aö, hvort heldur skilnað að borði og sæng eða lögskilnaö, þarf að ákveða forræði yfir bömum og umgengnisrétt, framfærslueyri með bömum og milU hjóna inn- byröis og að samkomulag sé um skiptingu eigna eða aö skiptaráð- andi sjái um skiptingu þeirra. Þeir skilnaðarskilmálar, sem hjón hafa komið sér saman um við skilnað aö borði og sæng, skulu gUda eftir lögskilnaö nema aö annaö sé tekið fram. Algengustu lögskilnaðarástæð- umar era tvær. Sú algengasta er lögskilnaður einu ári eftir skilnaö aö borði og sæng en sú næstalgeng- asta er að annar aöilinn játar á sig hjúskaparbrot. Matgæðingur vikuimar Sursætt svínakjöt „Þetta er mikUl eftirlætisréttnr á mínu heimiU og aUtaf jafn vinsæU. Þessi uppskrift er fremur UtU, þannig að ég tvöfalda hana aUtaf,“ segir Elsa Sigtryggsdóttir sem er matgæðingur DV að þessu sinni. Hún gefur uppskrift að súrsætu svínakjöti sem hefur þá sérstöðu að þaö er djúpsteikt. í réttinum er eftirfarandi: 400 g af svínakjöti (helst lundir eða annað mjúkt stykki) Lögur til að leggja kjötið í 1 msk. hrísgrjónavín eða sérrí 3 tsk. ljós sojasósa Örlítið salt ÖrUtUl hvítur pipar 1 sentímetri fersk engiferrót, söxuð OUa til steikingar Deig til djúpsteikingar 2 eggjahvítin- 45 g hveiti 30 g kartöflumjöl /i tsk. salt 1 tsk. lyfdduft Sósa með kjötinu 60 g púðursykur 2 tsk. dökk sojasósa % bolU ljóst vínedik 2 msk. tómatpurée 3 tsk. kartöflumjöl Va bolU ljóst kjúklingasoð eða vatn 2 UtUr laukar 1 sentímetri fersk engiferrót, söxuð Elsa Sigtryggsdóttir. 1 gulrót 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 sneiðar ananas Aðferð Kjötið skorið í teninga. Blandið saman sérríi, sojasósunni, salti, hvitum pipar og engiferi og helUð yfir kjötið. Látið standa í a.m.k. tíu mínútur. Eggjahvítur era þeyttar með hveitinu, kartöílunyöU, salti og lyftidufti blandað saman við, svo og örUtlu vatni ef nauðsynlegt þyk- ir til að deigið verði mátulega þykkt. Setjiö kjötbitana út í deigið og djúpsteikið síðan. Sósan er löguð þannig að púður- sykur, sojasósa, edik, tómatpurée, kartöflumjöl og kjúklingasoð er sett í pott. Lauk og engifer bætt úr í. Látið suðuna koma upp. Gulrótin skorin í sneiðar, paprika skorin í grófa bita, ananasinn skorinn í bita og öUu bætt í sósuna. Suðan er lát- in koma upp og sósan látin malla við lágan hita í fimm mínútur. SkelUð kjötinu augnabUk ofan í heita feitina og látið þaö í skál og helUð sósúnni yfir. Hægt er að búa réttinn til kvöld- inu áður, hita sósuna og skeUa kjöt- inu út í hana áður en rétturinn er borinn fram. Með honum er gott að hafa hrísgijón, brauð og salat ef vUl. í eftirrétt gefur Elsa afar einfalda uppskrift að gómsætri marengs- tertu með ferskum ávöxtum. í botninn þarf 4 eggjahvítur 175 g sykur Vi tsk. lyftiduft Botninn er bakaður við 150 gráður í 2 klukkustundir. Síðan er slökkt á ofninum og botninn látinn þoma í honum. Ofan á botninn er hrúgað ferskum jarðarberjum, kiwi og ferskum ananas. Með þessu er bor- inn fram þeyttur rjómi. Elsa skorar á Guðlaugu HöUu Birgisdóttur sjúkrahða, sem hún segir elda sérstakan og frábæran mat, svo sem sjávarfugla og fleira sem ekki sést á borðum fólks á hverjum degi. Hinhliöin Stefni að því að fara 1 hnattferð - segir Anna Sigurðardóttir, sparisjóðsstjóri á Höfn Júlia Imsland, DV, Höfn, Homafirði: „í framtíðinni stefni ég að því að fara í hnattferð og hitta gamla skólafélaga í leiðinni,“ segir Anna Sigurðardóttir, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Homafjarðar og ná- grennis. Hún sýnir á sér hina hlið- ina í helgarblaði DV. Fullt nafn: Anna Sigurðardóttir. Fæðingardagur og ár: 30. ágúst 1961. Maki: Enginn. Böm Engin. Bifreið: Toyota Corolla, árgerð 1992. Starf: Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Homafjarðar og nágrennis. Laun: Ég lifi ágætlega af þeim. Áhugamál: Ferðalög og útivera ýmiss konar. Hvað hefúr þú fengiö margar réttar tölur í lottóinu? Eg man það ekki, þaö er svo langt síöan ég spilaöi. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Halda Kínakvöld með viniun og vandamönnum. Hvaö finnst þér leiðinlegast að gera? Vaska upp. Uppáhaldsmatur: Hægsteikt lambalæri með villisveppasósu að hætti mömmu. Uppáhaldsdrykkur: íslenskt vatn. Anna Sigurðardóttir sparisjóös- stjóri. DV-mynd Júlfa Imsland Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Uppóhaldstímarit: Eystrahom. Hver er faUegasti karlmaður sem þú hefur séð? Hef ekki séð hann ennþá. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Andvíg. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Mokhtar BenHenda. Uppáhaldsleikari: Guðmundur Gunnarsson. Uppáhaldsleikkona: Guðrún Gísla- dóttir. Uppáhaldssöngvari: K.K. Uppáhaldsstjómmálamaður: Ingi- björg Sólrún Gísladóttir. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Linan. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Ertu hlynnt eða andvíg vem vam- arUðsins hér á landi? Andvíg. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Haukur Hauksson ekkifréttamaður. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpiö. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sigrún Stefánsdóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: Þar sem ég er í góðra vina hópi. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Hef ekki nægan áhuga á íþróttum til þess aö dæma um ágæti félaga. Stefhir þú að einhveiju sérstöku i framtíðinni? Fara í hnattferð og hitta gamla skólafélaga í leiöinni. Hvað ætlar þú að gera i sumarfri- inu? Feröast um ísland og slappa af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.