Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX' (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu vírka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Umh verfisfirring Skoöanakönnun bæjarstjórans á Seltjarnarnesi um framtíð svokallaös Nesstofusvæðis fjallar að mestu leyti um fjármál. í forsendum könnunarinnar tönnlast hann á, að ná megi sem svarar verði íjögurra einbýlishúsa af sölu lóða á mjög viðkvæmu og merkilegu náttúrusvæði. Bitur reynsla er af umhverfisfirringu á þessum slóð- um. Á Valhúsahæð hefur nokkrum fuglategundum verið útrýmt með tilgangslausum framkvæmdum við þrjú ein- býlishús, sem enginn vill kaupa, íþróttavöll, sem enginn vil nota, og tvö hringleikahús fyrir áramótabrennu. í fjármáladæmi bæjarstjórans er ekki gert ráð fyrir íjölþættu tjóni, sem kemur á móti framkvæmdagleði* hans. Það tjón felst bæði í missi ómælanlegs lífsrýmis, hreyfingarfrelsis og náttúrunautnar, svo og í lækkun verðghdis húsanna, sem fyrir eru á Seltjarnamesi. Sumt af þessum kostnaði lendir á bæjarsjóði. Tekjur af lóðasölu eru ekki hagnaður. Á móti kemur kostnaður við þjónustu við fleiri bæjarbúa. Byggja þarf skóla og aðrar þjónustustofnanir og síðan að reka þær. Bæjar- stjórinn mun þvi ekki græða neitt einbýhshúsaverð. Fjölmennur borgarafundur á Seltjarnarnesi í fyrra mælti nærri einróma með því, að svæðið umhverfis Nes- stofu yrði gert að fólkvangi. Sami fundur samþykkti skoð- anakönnun meðal bæjarbúa. En bæjarstjóranum hefur tekizt að snúa út úr málinu í framkvæmd könnunarinnar. Með boðun könnunarinnar fylgir greinargerð, þar sem áherzla er lögð á þær fjárhagslegu falsanir, sem fjahað er um hér að ofan. Þar á ofan er ranglega fullyrt, að fyrir- hugaðar framkvæmdir séu ahar í samræmi við skýrslu Náttúrfræðistofnunar um náttúrufar á Seltjarnarnesi. Bæjarstjórinn skákar þar í því skjóli, að hann hefur ekki enn dreift þessari skýrslu til bæjarbúa, þrátt fyrir ítrekuð thmæh um það. Hann hefur opinberlega sagt, að það verði gert í sumar, en þá er telur hann sig vera sloppinn fyrir horn með hina fólsuðu skoðanakönnun. Stjórn Náttúrugripasafns Seltjamamess birti í Morg- unblaðinu í fyrradag grein, þar sem hraktar em lífseigar rangfærslur bæjarstjórans í þessu máli. í skýrslu Nátt- úrufræðistofnunar er nefnilega einmitt varað við, að byggt sé umhverfis Nesstofu og í nágrenni Bakkatjamar. Hver einasta af thlögum bæjarstjórans felur í sér rösk- un á aðstreymi jarðvatns í Bakkatjöm, enda fela þær ahar í sér framkvæmdir á náttúruminjasvæði, nákvæm- lega eins og framkvæmdir hans á Valhúsahæð. Ghdir þá einu, hvort það er rask vegna vega eða húsa. Eftirtektarvert er, að Félagsfræðistofnun Háskólans lætur ginnast th að rýra áht fólks á skoðanakönnunum almennt með því að beygja sig undir vhja bæjarstjórans, gerast erindreki hans og vísa th rangrar greinargerðar hans í kynningarbréfi hennar th íbúa svæðsins. Samkvæmt meðferð Félagsfræðistofnunar á málinu getur hagsmunaaðih fengið hana th að velja og orða spumingar í þágu hagsmunaaðhans, th dæmis með því að hafa marga vonda kosti á móti einum góðum og ýta fóhd th að velja annan kost, ef hinn góði næst ekki. Það var með eftirgangsmunum, að uppreisnarmönn- um í stjómmálaflokki bæjarstjórans og öðrum áhuga- mönnum um varanlega auðlegð í hfsrými, hreyfingar- frelsi og náttúrunautn tókst að koma í könnunina einni spumingu um fólkvanginn, sem var thefni hennar. Þrátt fyrir aht svindl haífa þar með íbúar Seltjamar- ness tækifæri th að koma í veg fyrir, að firringin á Val- húsahæð endurtaki sig við Nesstofu og Bakkatjöm. Jónas Kristjánsson Mafíutengsl og kaldastríðsrefj ar Giulio Andreotti tók sæti í fyrstu eftirstríðsstjórn Ítalíu árið 1946. Síðan hefur hann af hálfu kristi- legra demókrata verið í forsæti fyr- ir sjö ríkisstjórnum, fleiri en nokk- ur annar stjórnmálamaður. Á efri árum fékk hann svo ævisæti í Öld- ungadeild þingsins í Róm. í þessari viku hefur nefnd Öld- ungadeildar fjallað um þá kröfu rannsóknardómara að Ándreotti verði sviptur þinghelgi svo hafist geti formleg dómsrannsókn á hendur honum fyrir margar sakir og þungar. Rannsóknardómari í Mílanó hefur bendlað Andreotti, ásamt hundruðum annarra stjórn- málamanna, kaupsýslumanna og embættismanna, við mútusukk í skiptum stjórnmálaflokka og fyrir- tækja svo nemur gífurlegum fjár- hæðum. En það sem hefur beint óskiptri athygli ítalsks almennings að máli Andreottis er að rannsókn- ardómari í Palermo á Sikiiey hefur greint Öldungadefldinni frá að hann hafl undir höndum vitnis- burði um að forsætisráðherrann fyrrverandi hafi haft bein tengsl við höfuðbófa mafiunnar og meðal annars fengið þá til að myrða menn sem honum þóttu standa í-vegi fyr- ir sér. Lengi hefur verið opinbert leynd- armál að ásamt kirkjunni hefur mafían verið önnur aðalstoðin undir veldi Kristilega demókrata- flokksins á Suður-Ítalíu og Sikiley sér í lagi. Á valdatíma fasista var mafían bæld niður en hún spratt aftur upp til áhrifa þegar banda- ríska leyniþjónustan tók upp sam- band við leifarnar fyrir milligöngu bandarísk-ítalskra mafíósa við að undirbúa innrásirnar á Sikfley og Suður-Ítalíu. Að stríði loknu úrðu kristilegir demókratar og banda- ríska leyniþjónustan svo banda- menn í baráttunni gegn uppgangi ítalskra kommúnísta og þá færðist sambandið við mafíuna yfir til stjómmálaflokksins sem nú hefur Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson verið meginaflið í öllum ríkis- stjórnum Ítalíu í hálfan fimmta áratug. Uppljóstranimar á Ítalíu nú standa í beinu sambandi við lok kalda stríðsins. Ekki er lengur unnt að kæfa rannsóknir á myrkraverkum með skírskotun til að opinber vitneskja um þau myndi skaða baráttuna gegn kommún- isma og/eða sovéskum undirróðri. Tilefni morðanna, sem mafíu- menn bera að Andreotti hafi falið foringja sínum að láta framkvæma, á einmitt að vera, að sögn ítalskra fjölmiðla, vitneskja fórnarlamb- anna um eitt best varðveitta leynd- armál kalda stríðsins að vestan- verðu. Leynidefld í NATO kom upp, í samráði við leyniþjónustur aðfldarríkja, leynisveitum sem vera skyldu til taks að baki sov- éskrar víglínu næöu herir Varsjár- bandalagsins aö hertaka land í Vestur-Evrópu. Á Ítalíu nefndust þessar sveitir Gladio (Brandur) og nú er frá því skýrt aö þar hafi valdahópur með Andreotti í forustu komið málum svo fyrir að þær skyldu vera búnar undir valdarán kæmist Kommún- istaflokkur Ítalíu til valda í kosn- ingum. Aldo Moro, þá flokksfor- maður Kristflegra demókrata, sem Rauðu herdeildirnar myrtu 1978, á að hafa skýrt ræningjum sínum frá þessu áformi og sú frásögn komist í hendur mannanna sem Andreotti á aö hafa falið mafíunni að ráða af dögum. Annar þeirra var fréttamaður, Mimo Pecoreili, sem kom á fram- færi vitneskju frá leyniþjónustu- foringja sem geröi sér far um að bregða fæti fyrir Andreotti. Hann var skotinn á götu í Róm 1979. Hinn var Carlo Alberto Dalla Chiesa hershöfðingi sem vann loks á Rauðu herdeildunum og hafði ver- ið skipaður yfir baráttuna gegn mafíunni þegar hann var myrtur í Palermo 1982. Moröið á Dalla Chiesa bar vott um að mafíunni hafði borist vitn- eskja um leynflega ferðaáætlun hans og þótti strax sýnt að hún hefði komið frá Róm. Enda bönn- uðu ekkja og börn hershöfðingjans að nokkur ráðherra fengi að vera við útför hans. Fóru þau þar að dæmi ekkju Aldos Moro sem bann- aði fulltrúum ríkisstjómar og kristilegra demókrata aðgang að útför manns síns. Enda kenndi hún Andreotti öðrum mönnum fremur um að manni hennar var ekki bjargað. Andreotti var að reyna eina stjórnarmyndun sína daginn sem Moro var rænt og hafði gengið erf- iðlega en hlaut skjótt samþykki þingsins í uppnáminu út af mann- ráninu. Þeir Moro höfðu tekist á um völdin í Kristilega demókrata- flokknum og bar mest á milli áform Moros um aö gera kommúnista aðiia að stjórnarmeirihluta ef ekki taka þá í ríkisstjórn. Öldungadefldarnefnd hefur þeg- ar þetta er ritað veitt Andreotti sólarhring til aö svara fyrir sig. Nefndarformaður óskar að hann afsali sér sjálfur þingheigi svo ekki þurfi að koma tfl atkvæðagreiðslu. Giulio Andreotti (með gleraugu) milli lífvarða á leið á fund nefndar öldungadeildar í Róm. Símamynd Reuter Skoöanir aimarra Almenn andúð á Serbum Svo er komið að leiðtogar Serba hafa vakið upp það megnan viðbjóð að hann hlýtur að fylgja þjóð- inni á alþjóðavettvangi eftir að átökunum í fyrrver- andi lýðveldum Júgóslavíu lýkur. Seinasta innieggið er árásimar á nær bjargarlausa íslama í borgunum Srebrenica og Sarajevo. Faiibyssuskothríð hófst aö nýju rétt í þann mund sem eftírlityélar NATO flugu yfir í fyrsta sinn. Og á sama tíma ákveða Bandaríkjamenn að fresta ákvörð- un um aö herða aðgerðir gegn Serbum. Það er sárt tfl þess að vita. Úr leiðara Washington Post, 15. apríl. Smánin stöðugt meiri Ári eftir aö slátrunin hófst í Bosínu þora þjóðir heims enn ekki að horfast í augu við kostina sem blasa við tfl að stöðva þjáningar fólksins. Hvern dag, sem bið veröur á aðgerðum, hækkar gjaldið sem við verðum á endanum að greiða fyrir að koma á friði í þessum heimshluta. Það var hægt að koma í veg fyrir stríðið og það var hægt að stöðva þaö skömmu eftir að það hófst. Til þessa hafa menn aðeins frestað að greiöa víxilinn sem á endanum fellur á okkur fyrir að hafa ekki kjark til að stöðva blóðbaöiö. Úr leiðara European, 15. apríl. Lögreglan eykur á óttann Ef lögreglustjórinn í Los Angeles heföi ákveðið að sýna ekki styrk sinna manna meöan beðið er nið- urstöðu í máli Rodneys King heföi hann veriö sakað- ur um að sofa á veröinum. En það eykur aðeins á ótta og spennuna að hafa lögregluna gráa fyrir jám- um á götunum dag eftir dag. Þessi sýndarmennska eykur á iíkumar á óeirðum. Úr leiðara USA Today, 14. apríl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.