Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGIIR 17. APRÍI, 1993 Sérstæö sakamál Vinátta hefur löngum verið talin til hins góða í lífinu, eins og vera ber. En hún byggir á gagnkvæmri virðingu fyrir heilbrigðum tiifinn- ingum þeirra sem hún tengir. Verði þar misbrestur á getur vináttan þróast yfir í annað og óæskilegra. En það er ekki alltaf víst að vinur geri sér grein fyrir því hvenær hann fer yfir mörkin. Alan Bainbridge og Derek Ray áttu heima í Witham í Essex á Eng- landi. Þeir höfðu kynnst í æsku og allt síðan hafði hnífurinn ekki gengið á milh þeirra. Nú voru þeir komnir um fertugt og sem fyrr ræddu þeir mál sín opinskátt hvor við annan og áttu engin leyndarmál hvor fyrir öðrum. Þeir Alan og Derek voru fertugir er sagan sem hér segir frá gerðist. Þeir voru báðir framkvæmdamenn og höfðu komið ár sinni þokkalega fyrir borð. Báðir voru þeir kvænt- ir. Hjónaband Alans var þó ekki eins og vænta hefði mátt því hann vildi skilja við konu sína en hún var ekki á því að veita honum skilnað. Beiðnin Alan sagði Derek frá fjármálum sínum og hjónabandserfiðleikum og þegar þar kom að hann vildi losna við konu sína, Janice, sem var þremur árum eldri en hann, fannst honum Ray vera maðurinn sem gæti leyst þann vanda. En þá fór Alan yfir þau mörk sem setja verður í vináttusambandi tveggja manna. Aian fór á fund Dereks og sagði honum að þar eöa Janice vildi ekki veita sér skilnað væri aðeins um eitt að ræða; ráða yrði hana af dög- um. Og Derek væri einmitt maður- inn til þess. Hann væri góð skytta og sérfræðingur í byssum og því væri það ekki erfiðara fyrir hann að skjóta Janice en að skjóta í mark. Derek hiustaði á erindi vinar síns. Hann vissi hver hin raun- verulega ástæða var til þess að Al- an vildi fá skilnað. Það var kona sem hann hafði kynnst fyrir nokkr- um árum og vildi kvænast. Ástkonan Undanfarin sex ár hafði Alan staðið í nánu sambandi við Angel- ine Payne, dóttur ríks landeiganda. Angehne bjó skammt utan við Wit- ham. Þau Alan höfðu kynnst á hundaþjálfunamámskeiöi. Fljót- lega fóru þau að hjttast reglulega og ræddu þá um liunda sína eða léku tennis. Nokkru eftir það varð Angehne ástkona Alans. Angehne var auðvitað ljóst að Alan var kvæntur. Er þau fóm að ræða möguleikann á því að hann fengi skilnað sagöi hann að ástæð- an til þess að Janice félhst ekki á hann væri sú að hún vhdi aö böm- in yrðu fullorðin áður en þau héldu hvort í sína áttina. Angehne lét í . ljós áhyggjur af því aö þangað til væri langur tími en Alan fullviss- aði hana um að hann fyndi lausn á því máh. Það yrði því ekki löng bið á því að þau tvö gætu gengið í hjónaband og þyrftu ekki lengur aö hittast á laun. Tilboðið Alan ætlaðist ekki til þess af vini sínum Derek aö hann gerði sér greiða sem ekki yröi endurgoldinn. Er hann hafði beðið hann að ráða Janice af dögum sagði hann að fyr- ir það skyldi hann borga honum þá peninga sem hann ætti í banka en það vora um tíu þúsund pund. Og að auki skyldi hann gefa honum sportbíhnn sinn sem var um tólf Alan og Janice Bainbridge. Við þennan Ijósastaur hittust Alan Bainbridge og Alan Wilkinson. þúsund punda virði. Derek varð undrandi yfir því að vinur hans skyldi fara fram á það að hann dræpi konuna hans. Hann varð hugsi um stund en lagði síðan til að í stað þess að hann tæki sjálf- ur að sér að myrða Janice fengi hann til þess leigumorðingja. Ein- hver sá hlyti að finnast sem tæki að sér slíkt verk fyrir tíu þúsund pund og sportbíl af Jensen-gerð. Þetta samtal fór fram í mars 1989. Leigumorðinginn Alan gat fallist á að leigumorð- ingi yrði fenginn og var síðan geng- ið frá því að Derek leitaði hans. Skömmu síðar hringdi maður nokkur tíl Alans Bainbridge. Kvaðst hann heita Alan Wilkinson. Sagði hann að Derek Ray hefði komið að máh við sig og lagt th Angeline Payne. viss viðskipti. Bað Alan Wilkinson um fund með Alan Bainbridge svo að ganga mætti frá máhnu. Var ákveðið að þeir hittust næsta kvöld. Á kvöldfundinum lýsti Wilkinson yfir því að hann væri reiöubúinn að ráða Janice af dögum. Eigin- maðurinn var ánægður yfir því að hafa hitt rétta manninn og sagöi að nú skipti öhu að hafa hraðan á. Hins vegar mætti ekki fremja morðið á fóstudegi því þá léki hann tennis við Angeline Payne og þann dag vikunnar vhdi hann því ekki vera undir neinu sérstöku álagi því það bitnaði á leik hans. Wiikinson sýndi skhning á þessari beiðni. „Láttu mig um þetta,“ sagði hann. „Eg skal sjá um þetta. En ertu viss um að þú vhjir láta gera þetta? Morð er alvarlegur glæpur?" Alan Bainbridge fuhvissaði hann um að það vhdi hann. Janice yrði að deyja. Lokaundirbúningur Þann þrítugasta og fyrsta mars hittust mennimir tveir nærri heimili Bainbridges. Þá fékk Wilk- inson mynd af Janice ásamt þeim upplýsingum að hún ætlaði í heim- sókn th nokkurra vina sinna þetta kvöld og gæfist þá rétta tækifærið th að ráða hana af dögum. Sjálfur ætlaði Bainbridge að heimsækja vini th þess að koma sér upp fjarvistarsönnun. „Viltu fá peningana núna?“ spurði hann Wilkinson. „Nei, það er óþarfi. Réttu mér bara höndina." Án þess að gruna nokkuð ætlaði Alan Bainbridge að taka í höndina á leigumorðingjanum en þá lét Wilkinson handjám skeha á úlnlið hans. „Ég er rannsóknarlögreglumað- ur,“ sagði Wilkinson, „og tek þig hér með fastan fyrir að ætla að láta myröa konuna þína, Janice Bain- bridge." Réttarhöldin Alan var fluttur á lögreglustöð, settur í varðhald og loks ákærður. í desember 1989 kom hann fyrir Chelmsford-réttinn en þar neitaði hann öhum ásökunum sem fyrr. Þá var hins vegar lögö fram segul- bandsupptaka. Alan Wiikinson hafði haft fahð á sér segulbands- upptökutæki þegar hann átti fund- ina með hinum ákærða og kom nú fram allt sem þá hafði verið sagt. En hver var skýringin á því að maðurinn, sem Álan Bainbridge hafði tahð vera leigumorðingja, var rannsóknarlögreglumaður? Hún var sú að þegar Alan kom th Dereks, vinar síns, og bað hann að myrða Janice var þeim síðar- nefnda mjög brugðið þótt honum tækist að mestu að leyna því. Hon- um fannst vinurinn sinn ganhi vera orðinn hættulegur maður sem væri th alls trúandi. Hann virtist svo harðákveðinn í því að ryðja Janice úr vegi að reikna yrði með því að ef hann féhist ekki á að að- stoða hann leitaði hann annað. Jafnframt var Derek ljóst að vin- átta þeirra tveggja var að engu orð- in. Derek féhst því á að leita að „leigumorðingja" en hélt tafarlaust á fund rannsóknarlögreglunnar og skýrði frá því sem gerst hafði. Dómurinn Alan Wilkinson bauðst th að leika leigumorðingja. Og þegar samtöl hans og ákærða vora leikin í réttin- um sagði saksóknarinn meðal ann- ars: „Hlustið á þessa ísköldu rödd Bainbridges þegar hann leggur á ráðin um moröið á konu sinni." Kviðdómendur lögðu við eyrun og þeir fundu ákærða sekan. Hann fékk sjö ára fangelsisdóm. AngeUne Payne, sem var viðstödd réttar- höldin, brast í grát. Hún hafði ekki vhjað trúa því að maöurinn, sem hún elskaði, gæti skipulagt morð á svo kaldranalegan hátt. Wilkinson varð þekktur sem „leigumorðinginn" og nokkmm mánuðum síðar gerðist það furðu- lega atvik að th hans leitaði þrjátíu og eins árs gömul kona, Lesley Smith. Bauð hún honum sjö þús- und pund fyrir að myrða mann sinn, Brian. Hafði hún kynnst og orðið ástfangin af öðrum manni sem hún vhdi giftast. Annar dómur í maí 1990 kom Lesley Smith fyr- ir sama rétt og Alan Bainbridge hafði verið leiddur fyrir. Og ákær- an var næstum því sú sama. Aftur hafði Wilkinson leikið leigujnorð- ingja og farið að á sama hátt Qg fyrr. Lesley Smith hafði gert þau mis- tök að halda að Alan Wilkinson, sem hafði komið svo mjög við sögu í Bainbridge-má]Unu, væri í raun leigumorðmgi. Þegar Wilkinson kom úr réttar- salnum í annað sinn neitaði hann að láta taka af sér ljósmyndir. „Það getur verið að einhver ann- ar þurfi á mér að halda sem „leigu- morðingja“,“ sagði hann. „Það er því best að láta fólk ekki bera kennsl á sig.“ Lesley Smith fékk líka sjö ára dóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.