Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR17. APRÍL1993
íslandsmeistaratitillinn í bridge til Siglufjarðar:
Ekki hægt að halda
sér frá spilunum
- nánast allir í fjölskyldunni með spilabakteríuna
Bridgefjölskyldan á Siglufirði með Hólshyrnuna í baksýn. Frá vinstri eru Guðrún Sighvatsdóttir, Bogi Sigurbjörnsson, Ásgrímur Sigurbjörnsson,
eiginmaður Guðrúnar, Björk Jónsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Birkir Jónsson, Anton Sigurbjörnsson, Ingvi Jónsson, Steinar Jónsson og Ólafur
Jónsson með son sinn Jón Kort Ólafsson.
Sex fjölskyldumeðlimir sem jafnan hafa verið saman i sveit, fjórir bræður i miðið, Jón, Anton, Bogi og Ás-
grímur Sigurbjörnssynir og á endunum sitja synir Jóns, Steinar og Ólafur. Fyrir aftan sést f hluta af myndar-
legu verðlaunasafni Jóns. DV-myndir örn Þórarinsson
„Við erum sex systkinin og það er
nú svo skrítið með systur mína að
hún hefur engan áhuga á bridge
og spilar bara alls ekki neitt. Við
hin fimm höfum öll brennandi
áhuga, ég og bræður mínir fjórir,
Jón, Asgrímur, Bogi og Anton,“
sagði Stefanía Sigurbjömsdóttir í
samtali við DV.
Hún er af landsþekktri spilaíjöl-
skyldu á Siglufirði, en íjórir með-
limir úr þeirri fjölskyldu gerðu sér
htið fyrir um síðustu helgi og sigr-
uöu á íslandsmótinu í sveitakeppni
í bridge. Það afrek hefur engin sveit
utan höfuðborgarsvæðisins unnið
frá því farið var að keppa á íslands-
mótum árið 1949.
„Bræður mínir byijuðu allir ung-
ir að spila bridge en ég var heldur
eldri þegar ég byijaði. Ég var tölu-
vert notuð sem fjóröa manneskja
við spilaborðið og þannig kviknaði
áhuginn smám saman hjá mér. Nú
síðustu tvö árin hef ég að mestu
hvílt mig frá bridgeíþróttinni en get
það ekki lengur. Ég er orðin við-
þolslaus aftur og ætia að hella mér
í spilamennsku á ný,“ sagöi Stef-
anía.
Stefanía á sjálf þijá syni sem allir
spila keppnisbridge. Jón bróðir
hennar á 4 syni sem allir eru haldn-
ir bakteríunni. Tveir þeirra, Ólafur
og Steinar voru í sveit Sparisjóðs
Siglufjarðar sem vann íslands-
meistaratitihnn og þeir hafa und-
anfarin ár verið fastamenn í ungl-
ingalandshðinu. Yngri bræður
þeirra, Birkir (14 ára) og Ingvar (13
ára), hafa þrátt fyrir lágan aldur
spilað í hartnær fimm ár og þykja
sérlega efnilegir. Eiginkona Jóns,
Björk Jónsdóttir, er ásamt Stefaniu
Sigurbjömsdóttur með þekktari
spilakonum landsins.
Jón Sigurbjörnsson var spurður
að þvi hvort sigurinn hefði ekki
komið þeim félögunum á óvart.
„Við höfum fimm sinnum komist í
8 sveita úrsht íslandsmóts í sveita-
keppni og hafnað í sætunum frá 4
til 8 í þeim mótum. Viö vorum að
gæla við það fyrir mótið í ár hvort
við hefðum möguleika á einhverri
annarri tölu nú, en okkur dreymdi
aldrei um að ná fyrsta sætinu.
íslandsmótið og
fermingin rákust á
Þegar við fómm í undankeppni
íslandsmótsins, hálfum mánuði
fyrir úrshtin, fórum við með því
hugarfari að taka aðeins þátt í und-
ankeppninni. Ástæðan var sú að
ferma átti Birki, son minn, á skír-
dag. Síðan vinnum við okkur rétt
til að spila í úrshtum. Það voru
margir þættir sem gerðu það að
verkum að viö ákváðum síðan að
taka þátt í þeim. Ein ástæðan var
sú að það var ekki á hreinu hver
hefði átt að taka sæti okkar ef viö
hefðum gefið það eftir.
En meginástæðan fyrir ákvörð-
uninni var hvatning Birkis, sonar
míns, og einbeitni hans. Hann var
harðákveðinn í því að við yröum
með og sagðist vel geta látiö ferma
sig án þess aö viö kæmum þar
nokkuö nærri. Hann var alveg
grimmur á þvi aö í úrshtum ís-
landsmóts áttum viö að vera en
ekki við fermingu hans. Þaö hjálp-
aöi mikiö og við höfðum þaö á til-
finningunni að við værum aö spila
fyrir hann.
Spilamennskan
skiptimeiramáli
Ég talaði við Birki nokkrum sinn-
um í síma á meðan á mótinu stóð
og aht umstangiö í kringum ferm-
ingu hans stóð yfir. Það var greini-
legt á honum að hann hafði miklu
meiri áhuga á því sem við vorum
aö gera en fermingunni sinni enda
er hann iha haldinn af bridgebakt-
eríunni þó að hann sé aðeins 14 ára
gamah. Hann og bróðir hans, Ingv-
ar, sem er 13 ára, eru búnir að spila
bridge í 4-5 ár og því komnir með
töluveröa reynslu," sagði Jón.
- Það er mjög sjaldgæft aö fólk
byiji aö spha bridge undir 17-18 ára
aldri enda byija flestir ekki fyrr en
þeir hafa náð tvítugu. Bridge er
þannig íþrótt aö ekki dugir tæknin
ein til, heldur þarf góður sphari að
vera búinn að öðlast andlegan
þroska og jafnframt þarf að beita
vissri sálfræði th að ná árangri. Það
eru þættir sem að jafnaði eru ekki
á færi ungs fólks. Þess vegna er
sjaldgæft að spilarar nái langt fyrr
en þeir eru komnir vel yfir tvítugt.
Siglfirska flölskyldan er hins vegar
undantekningin.
Vorum ekki
taugatrekktir
„Menn voru að tala um að það
væri pressa á okkur Siglfirðingun-
um í úrshtaleik síðustu umferðar
við sveit Landsbréfa en ég er alveg
klár á því að pressan var mun
meiri á þeirra sveit enda var við
því búist að þeir myndu klára
dæmið en ekki við. Við höfðum
stuðning annarra, það var greini-
legt á andanum í salnum.
Ég er alveg viss um það að þaö
skiptir miklu meira máh að hafa
sigurvhja, leikgleði og keppnis-
hörku heldur en getu. Jafnframt
er mikhvægt að virðingin fyrir
sphafélaganum sé th staðar. Öh
þessi atriöi voru í góðu lagi hjá
okkur í mótinu.“
Sérstaða Siglufjarðar
- Nú hafa löngum komið góðir
spharar frá Siglufirði og þaðan
komið margir af bestu sphurum
landsbyggðarinnar. Hver er þín
skýring á því?
„Siglufjörður vaT upphaflega
shdarbær og hér var unnið mikið
á vissum tímum árs. Þess á mihi
gafst gott næði th að sinna öðrum
hugðarefnum eins og bridge. Við
höfum núoröið nokkuð góðan
kjama hér á Siglufirði af góðum
spilurum. Það er óvenjulegt að hjá
bridgefélagi Siglufjarðar em fiórir
spharar undir fermingu sem keppa
hjá Bridgefélagi Siglufiarðar. Þaö
er mun yngra en gengur og gerist
annars staðar og framtíðin er því
björt hjá okkur. Ég og Ásgrímur
höfum einnig lagt á okkur aö kenna
undirstöðuatriðin í bridge í gagn-
fraeðaskólanum hérna,“ sagði Jón.
Ólafur Jónsson, einn spharanna
í sveitinni á 21. ári, er sonur Jóns.
„Það er ekki hægt að segja að við
sphum mikið hér á Siglufirði. Við
spilum á hveiju mánudagskvöldi á
vetuma, sækjum helgarmót þegar
tækifæri gefst th og sphum stund-
um á fimmtudögum í Fljótum. Það
er minna en gengur og gerist hjá
þeim sem spha eitthvaö að ráði á
höfuðborgarsvæðinu. Áhuginn er
aftur á móti ahtaf fyrir hendi,
sennhega mestmegnis vegna þess
að árangur hefur náðst.
Ég vona að sigur okkar á íslands-
mótinu sé jákvæð skilaboð th ann-
arra sveita á landsbyggöinni. Sigur
okkar sannar það/að sveitir utan
höfuðborgarinnar geta unnið sigur á
íslandsmóti og ég vona að hann virki
sem vítamínsprauta á aðrar lands-
byggðarsveitir," sagði Ólafur. -ÍS