Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUK17. APRÍL1993 15 DV-mynd ÞÖK Þessi pakki er of dýr Þótt yfirlýsing ríkisstjórnarinn- ar vegna kjarasamninga hafi ekki dugað Alþýðusambandinu, er sannast sagna, að hún er of dýr. Enginn niðurskurður er boðaður til að mæta stórauknum útgjöldum ríkisins. Svo heföi þó þurft aö vera. Nú eru alvörutímar og því ástæða til alvöruaðgerða. Þvert á móti stefndi pakkinn í aukin útgjöld rík- isins um yfir fimm milljarða króna á þessu ári og því næsta. Fjár- lagagatið virtist ætla að verða yfir tíu milljarðar í ár, þótt það, sem felst í pakka ríkisstjómarinnar hefði ekki verið með. Stóraukinn sláttur Aukinn halli á fjárlögum þýðir auövitað, að ríkið verður að taka meiri lán. Lánin yrðu tekin á inn- lendum og erlendum markaði. Er- lendu lánin mundu auka mjög skuldabyrði landsmanna, meðan framleiðslan í landinu vex ekki. íslendingar skulda nú þegar um milljón á mann í erlendum lánum. Innlendu lánin mundu þrýsta vöxt- unum upp og því ganga gegn því, sem segir í yfirlýsingunni, að rílds- stjómnin ætli að stuðla að lækkun vaxta. Þetta er því afleit stefna. Skattur á fjármagnstekjur er boð- aður í yfirlýsingunni frá í fyrra- kvöld. Þetta á þá að verða skattur á nafnvexti. Skatturinn á að verða tíu prósent. Hann verður lagður á frá 1. janúar 1994. Skatturinn verði innheimtur í staögreiðslu. Það er fráhvarf frá fyrri yfirlýsingum sjálfstæðismanna að ætla nú að leggja skatt á nafnvexti en ekki bara á raunvexti, vexti umfram verðbólgu. Nú er ekki talað um lækkun eignaskatta á móti, en það skildist mönnum að væri grund- vallarstefna sjálfstæðismanna: nettó átti skattur á fjármagnstekjur ekki að skila neinu, því að eigna- skattar lækkuðu jafnmikið á móti nýja skattinum. Þetta var talið sanngjamt, miðað viö, að spursmál er, hve mikið á að skattleggja tekj- ur af eignum. Fólk hefur jú áður borgað skatt af tekjunum, sem not- aöar eru til eignamyndunar. Leit að „þjóðarsátt" Illa gæti farið, takist kjarasamn- ingar ekki alveg á hæstunni. Dags- brún mun vafalaust fara í einhverj- ar aðgerðir. Að vísu er ekki hljóm- grunnur fyrir átök í verkalýðs- hreyfingunni yfirleitt, en verka- lýðsforingjar mundu án efa telja sig knúna til aðgerða miðað við fyrri yfirlýsingar þeirra. Því er mikið í húfi að tækifærið, sem enn kann að gefast, gangi ekki úr greipum samningamanna. Stjómin hafði áður komið þó nokkuð til móts við aðila. En Al- þýðusambandið og Vinnuveitenda- sambandið hafa náð sín í milli sam- komulagi í kjarasamningunum. Segja má, að þessir aðilar séu enn einu sinni að leita að „þjóðarsátt" eins og gilt hefur undanfarin ár. Það byggðist þá á því, að laun hækkuðu ekki. Samið yrði til allt að tveggja ára. Á móti kæmi enn einn „pakkinn" frá ríkinu. Aðilar vinnumarkaðarins hafa krafizt þess, að ríkið legði allt að fjóra milljarða króna til viðbótarfram- kvæmda á þessu ári. Nú er ríkis- stjómin reiðubúin til að teygja sig lengra en áður og lofar einum millj- arði króna á þessu ári og öðmm á hinu næsta til aö auka atvinnu. Þetta getur því aðeins gengið upp, án þess að skapa annan vanda, að ríkið mæti þessum auknu útlátum með niðurskurði annarra útgjalda sinna. Fjárlagahallinn í ár stefnir í að verða yfir tíu milljarðar króna, sem að sjálfsögðu er afleit pólitík. Þar má engu bæta við. Því er vit- laus pólitík að ætla með aðgerðum í kjaramálum að auka fjárlagahall- ann í 13-14 milljaröa. Við því meg- um við ekki. Niðurgreiðslur vondar Hið sama gildir um loforð ríkis- stjómar um lækkun virðisauka- skatts á matvömr úr 24,5 prósent- um í 14 prósent. Þetta hefur verið ein helzta krafa verkalýðshreyfing- arinnar. Ríkisstjómin hafði fyrir páskahelgina boðið fram lækkun skattsins frá næstu áramótum að telja. Aðilar vildu meira. Nú eru boðnar niðurgreiðslur á kjöt- og Laugardags- pistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri mjólkurvöram, sem taki að hluta gildi strax 1. maí. Lækkun matar- skatts er boðuð frá næstu áramót- um. Niðurgreiðslur em slæmur kostur. Þær skekkja hlutfoll í efna- hagslifinu. Skattgreiðendur borga til að styrkja neyzlu sumra en eink- um til að styrkja landbúnaðinn. Þetta gengur heldur ekki, nema niðurskurður ríkisútgjalda komi á móti. Það er að fara úr öskunni í eldinn að ætla að auka niður- greiðslur á landbúnaðarvörum. Vaxtamálin verða vafalaust erf- iður biti í þessum samningum, þar sem ríkisstjórnin á í raim ekki þann kost að „bjóða fram vaxta- lækkun". Seðlabankinn hefur þeg- ar gengið eins langt í þá átt og unnt virðist að gera í stöðunni. Ennfremur verður erfitt að kom- ast að niðurstöðu um hugsanlegar efnahagsaðgerðir. Launþegar vilja að sjálfsögðu tryggja sig gagnvart slíku, svo sem gengislækkun. Vissulega á að fækka fyrirtækjum í sjávarútvegi, skipum og fisk- vinnsluhúsum. Lækkun verðs á fiski á erlendum mörkuðum kann þó að hafa orðið svo mikil, að efna- hagsaðgerða verði þörf. Kúvending sjálfstæðismanna Hér verður ekki unnt að fjalla um allan pakkann, en stöldram við skattinn á fjármagnstekjur og ber- um hann saman við það, sem áður hékk á spýtunni. Sjálfstæðismenn virðast hafa kú- vent í málinu. Nefnd fjármálaráðherra um sam- ræmdan skatt á eignatekjur skilaði áliti fyrir ári. Þá var grundvallar- atriði, að eignaskatturinn lækki á móti tekjum ríkisins af nýja skatt- inum. Allar eignir, þar með taldar innstæður í innlánsstofnunum, verðbréf og hvers kyns peningaleg- ar eignir, hlutabréf, stofnfé og svo framvegis, myndi sameiginlegan stofn til eignaskatts og verði skatt- lagðar með sama hætti. Allar eignatekjur, svo sem vaxtatekjur, verði skattskyldar og leggist ein- faldlega við aðrar skattskyldar tekjur og myndi með þeim sameig- inlegan skattstofn. Þetta þýddi, að skattprósentan yrði hin sama og í tekjuskatti yfirleitt. Nú er lagður til lægri skattur, en hann leggst á nafnvexti. Það þýðir, að margir mundu greiöa skatt af tekjum af eignum, þótt þær yrðu hlutfallslega minni en verðbólgan, ef marka má orðalagið í yfirlýsingunni. Nefndin lagði tíl, að lægstu eigna- tekjumar yrððu skattfrjálsar. Þannig verði sett frítekjumark „í þeim tilgangi að hvetja til sparnað- ar, eyða ónákvæmni í mælingu raunstofns eignatekna og koma á mótí almennum minni háttar vaxtagjöldum heimilanna" eins og nefndin sagði. Lagt var til, aö frí- tekjumarkaiö yrði á bilinu 100-150 þúsund krónur fyrir einstakling og 200-300 þúsund krónur fyrir hjón. Núll nettó Samkvæmt áætlunum í fyrra áttí nýi skatturinn af fjármagnstekjum að gefa ríkinu um 1,4 milljarða. Fleiri eignir en fyrr yrðu ennfrem- ur skattlagðar. Þegar þetta var lagt saman, fólst í tillögum nefndarinn- ar skattahækkun upp á 2,2 millj- arða til ríkisins, en undirstrika verður, að þá upphæð átti að nota til að lækka eignaskattinn al- mennt. Stjórnarflokkamir sögðust þá mundu lækka eignaskattinn á mótí nýju tekjunum. En nú er ekki minnzt á það. Þá þegar voru þó uppi efasemdir. Menn óttuðust, að nýi skatturinn yrði fljótt viðbót við þá skatta, sem fyrir era. Reynslan hefur oröið sú um nýja skatta í höndum hvers konar ríkisstjórna. Það kostar sitt að taka upp skatt af fjármagnstekjum. Bankaleynd fer fyrir bí. Nýi skatturinn veldur vafalaust hækkun vaxta og er þá enn eitt atriðið í pakkanum, sem þrýstir vaxtastiginu upp. Fiár- magnseigendur munu reyna að velta skattinum yfir á skuldarana. DV hafði nýlega skoðanakönnun um skatt á fjármagnstekjur. Tveir þriðju af þeim, sem tóku afstöðu, sögðust fylgjandi því, að þessi skattur yrði tekinn upp. Rík- isstjómin hefur því mildnn stuðn- ing fólks viö skattinn. Ýmsir skatt- ar gætu sjálfsagt verið ógeðfelldari. En rétt er að vekja athygli á stefnu- breytingimni, sem felst í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar í fyrradag. Þessum pakka hefur verið hafn- að. Kemur þá annar enn verri? Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.