Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 13 Sviðsljós Gallerí Gangurinn Þessir herramenn voru á meöal gesta við opnun sýningar á verkum Hannes- ar Lárussonar f Galleri Ganginum. Galleríið, sem er að Rekagranda 8, er opið eftir samkomulagi. DV-mynd ÞÖK MD 301 Midi samstæoa Magnari - 120W Tónjafnari - 2x5 banda Geislaspilari - 32 laga minni Útvarp - AM/FM Víöóma 20 stööva minni Tvöfalt segulband - Síspilun Plötuspilari - Hálfsjálfvirkur Hátalarar - 2x70W - 3 þrep Fjarstýring - 25 aðgerða Menning Málverk af svörtu blómamynstri eru meðal verka eftir Jón Óskar á Mokka. DV-mynd: ÞÖK. Hvað - hvað? Á veggjum kafTihússins Mokka eru nú verk eftir Jón Óskar. Verkin eru hvorki stór nél mörg; reyndar mátulega stór og hæfilega mörg miðað við það rými sem kaffihúsið býður upp á. Hér er annars vegar um að ræða málverk af svörtu blómamynstri á gulgrænleitum grunni og hins vegar dularfullar og þokkukenndar svarthvítar ljós- myndir af fólki. Málverkin eru tvö og þrjú saman en ljósmyndirnar eru stakar. Uppsetning myndanna er átakalaus og sjálfsögð sem gera þær að svo eðlilegum hluta af þeirri umgjörö sem kafíihúsið er að ólík- legt er aö þær nytu sín betur ann- ars staðar. Þegar svo vel tekst til mætti ætla að umfjöllunin þyrfd ekki aö vera lengri en það eru ein- mitt góðu verkin sem raunverulega kveikja umræðu þó stóran hluta hennar megi ef til vill kalla ein- hvers konar innri umræðu í hug- skoti áhorfendanna. Bakgrunnur Eitt af einkennum verka Jóns Óskars á síðasta áratug hafa verið stórar mannamyndir málaðar með svörtu á vaxborinn grunn. Þessar mannamyndir hafa ofast mynstur- kenndan bakgrunn. Nú virðist þessi bakgrunnur sem slíkur, myn- strið, vera orðinn að sjálfstæðu við- fangsefni. Að glíma viö bakgrunn- inn í myndhst getur leitt í tvær áttir. Annars vegar inn í sjálfstæða veröld myndarinnar sjálfrar þar sem efni, áferð og tækni ráða ríkj- um. Hins vegar út í raunverulegan bakgrunn og hugmyndafræðilegan grundvöll myndhstarinnar sjálfrar sem er auðvitað ekkert annað en póhtík. Með öðnun orðum; glíman við bakgrunn vekur upp áleitnar spurningar um verksvið jafnt sem valdsvið myndhstarinnar. En Jón gengur lengra því að fólk- ið sem áður var ávallt í forgrunni Myndlist Hannes Lárusson og aðalhlutverki er nú einnig hluti bakgrunnsins. Fólk sem er á ljós- myndum Jóns Óskars á Mokka er nefnilega fólk sem hann hefur dregið fram úr bakgrunni ljós- mynda, fólk sem slæðst hefur óvart inn á/myndina og enginn var í raun að taka mynd af, andhtin sem eru í bakgrunninum þegar mynd er tekin af þeim sem á augnablikinu eru í aðalhlutverki eða forgrunni. Fólkið í bakgrunni ljósmynda er í rauninni tilfahandi uppfylhng, mynstur. Eitt af því sem hefur ver- ið að gerast í hstaheiminum síð- ustu tvo áratugi er að áherslan hefur orið jafnmikil ef ekki meiri á mngjörð verksins og eðh þeirrar umgjarðar en á verkin sjálf; jafnvel aö því marki að erfitt getur verið að greina hvar verkið endar og umgjörðin byijar og öfugt. í verk- um Jóns á Mokka vega nú ein- kennilega salt innri lögmál hstar- innar og örlög og hlutverk hennar sjálfrar í víðara samhengi. Tilvistarfrekja Eitt af einkennum góðra verka er að þau tala ekki af sér. Þau segja bara að þau séu. Þannig eru þau eins og hljóður bakgrunnur þess sem sífeht er að gerast. Það er einn- ig í þessum hljóða bakgrunni sem hstamaðurinn, sem hefur fuht vald á eigin tækni, hefur fahð sig og aht veröur eins og ósjálfráð skrift. En í þessu „að vera“, sem gjaman kem- ur út eins og hálfgerður þumbara- skapur, er einnig fólgin djúpstæð frekja sem felst í því að standa við eigin tilvist. En það er líka frammi fyrir slíkri frekju sem áhorfandinn fær tækifæri til að byija innri um- ræðuna á spumingu. Verkin segja: hvað? Og áhorfandinn spyr í huga sér á móti: Hvaö hvað?. Og þá spyr lesandinn hvaö kemur þetta sýn- ingu Jóns á Mokka við? Og þá er svariö: farðu á Mokka...! F erðamannaí búðir í Kaupmannahöfn Fullbúnar íbúðir í Kaupmannahöfn. Ódýr og þægileg- ur valkostur fyrir ferðamenn og viðskiptafólk. Hafíð samband við ferðaskrifstofu ykkar eða í síma 9045- 31226699, telefax 9045-31229199. Lögfræðideild / Islandsbanka flytur Starfsemi Lögfræðideildar íslandsbanka hefur verið flutt að Bankastræti 5. Símanúmer deildarinnar er 626230 og bréfsímanúmer er 626235. Skápur meö glerhurö kr. 5.900,- tte#'1'®’ Á RÖNNING SUNDABORG 15 SÍMI 68 58 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.