Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 margmenni dafnar einmanaleikinn best og sársaukinn vex að afli og kröftum Um sársauka mannlegrar tilvistar Prestur í útlöndum íslenskur prestur var eitt sinn í námsheimsókn á krabbameins- deild á stóru sjúkrahúsi í Banda- ríkjunum. Hann átti að ganga með öðrum presti milli sjúklinganna og ræða við þá sem það vildu. íslend- ingurinn var hikandi og óttaðist þetta fólk. Honum leið illa í sumar- hitunum undir dökkum jakkafót- unum og hvíti kraginn skarst inn í hálsinn og skildi eftir rauða rák. Hann sagði við gamla klerkinn: „Þetta er eiginlega alveg út í hött. Ég get ekkert sagt þessu fólki. Ekki kann ég neitt um lyf, sjúkdóms- greiningar eða meðferð. Slæmur er ég í enskunni og kannski eru þetta tómir kaþólikkar eða viliu- trúarmenn. Æth ég fari ekki á bókasafnið og gluggi í biblíuskýr- ingar Ágústínusar kirkjuföður meðan ég bíð eftir þér.“ Gamli presturinn leit blíðlega á hann og sagði síðan: „Komdu með og hafðu eitt hugfast: Sá sársauki sem fleiri bera en einn missir bæði afl og kraft.“ íslendinginn setti hijóðan enda skildi hann ekki þessa heim- speki sársaukans. „Ótrúlega marg- ir finna fyrir ákaflega miklum sárs- auka vegna þess að þeir bera hann einir,“ hélt lderkurinn gamli áfram og horfði dapurlega á þennan unga starfsbróður sinn. „ Já,“ sagði ís- lendingurinn, spekingslega, „ein- semdin er einhver versti óvinur manneskjunnar." „Þettahefur ekkert að gera með einsemd," sagði sá gamli, „heldur einmanaleika. Margir eru óendanlega einmana þó að þeir séu umkringdir svoköfluð- um vinum, bömum og maka. í margmenni dafnar einmanaleik- inn best og sársaukinn vex að afli og kröftum. Þetta gerist víða: í mörgum hjónaböndum eru báðir aðilar fullir af sársauka og sjá enga leið til að bera hver annars byrðar. Fólk borðar saman, sefur saman og virðist tala saman en stærstur hluti hugans er rammlæstur með hengilás þagnar og afskiptaleysis. Stóran hluta dagsins veltist fólk í sársauka eigin hugarheims sem hinn aðiUnn veit ekkert um. Á sUkri huglægri eyðimerkur-píslar- göngu um via dolorosa eigin sárs- auka, minningar og beiskju, verður einmanaleikinn yfirþyrmandi. En Á laáknavaktiiim hvorugur aðiUnn getur talað um sinn sársauka við hinn svo að þeir rogast einir með hann og kikna undan ofurþunga eigin þjáningar." íslendingurinn horfði í aðdáun á starfsbróður sinn. Skyndilega særði kraginn hann ekki lengur í hálsnm. „Þessa speki ætla ég að nota á næsta kirkjuþingi," hugsaði haxm með sér, „þó ég skiiji þetta ekkialveg." Margvísleg vandamál Flestir reyna sitt besta í lífinu. Þeir leggja upp með góðar fyrirætl- anir og háleit markmið. Oftar en ekki sannast hið fomkveðna að andinn er að sönnu reiðubúinn en holdið er veikt. Siðgæðisvitundin er smíðuð úr eðalmálmi en maður- inn sjálfur er breyskur og gerður úr losta, sársauka, ótta og hræðslu. Honum mistekst því margt á lífs- leiðinni og hugurinn er fuUur af gömlum minningum og sársauka sem eykst til mikiUa muna þegar ekki er talað um vandamálin. í mörgum hjónaböndum byggir fólk vegg um sjálft sig. Byggingarefnið er þögn, sært stolt, ákúrur, ásakan- ir, skammir, ákveðm svipbrigði, krosslagðir armar og sérstök lík- amstjáning. Slíkur múr á að gera manninn ósæranlegan. Ekkert get- ur unnið honum mein. Orð, grátur, sorg, rifrildi og deflur komast ekki yfir múrinn. En veggurinn gerir meira. Hann múrar eiganda sinn inni í heimi eigin sársauka. Hjónin rogast einsömul með öU sín sárindi bak við rammgirta múrana, ófær um að hjálpa hvort öðru. Þungtpíanó Löngu síðar fékk presturinn nokkra sendibUstjóra, miklar ham- hleypur, tíl að flytja fyrir sig píanó upp á þriðju hæð. Hann horfði á mennina rogast með hljóðfærið í sterklegum köðlum með tilheyr- andi bölvi, ragni, stunum og fret- um. Þá minntist hann skyndUega orða prestsins í Ameríku: „Sá sárs- auki sem fleiri bera en einn missir bæði kraft og afl.“ Hann brosti og skUdi nú aUt í einu hvað sá gamU átti við. Hann sagði stundarhátt við kraftamennina: „Píanóin léttast eftir því sem fleiri halda undir hom.“ Mennimir gerðu stuttan stans á vinnu sinni, Utu tómlega á prestinn, bölvuðu, tóku síðan í kaðlana og lyftu híjóðfærinu með samstiUtuátaki. i t 43 í RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð 93003 Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tiíboðum í að byggja aðveitustöðvarhús í Neskaupstað. Útboðsgögn verða afhent á umdæmisskrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Þverklettum 2, Egilsstöðum, og Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með þriðjudeg- inum 20. apríl 1993 gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Egilsstöðum, fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 5. maí 1993 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu: Rarik-93003 Neskaupstaður, aðveitustöð Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavík Varnarliðið: Tölvunarfræðingur/kerfisfræðingur Stofnun verklegra framkvæmda Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli óskar að ráða tölvunar- eða kerfisfræð- ing til starfa. Starfið felst í viðbótar-uppsetningu tölvubúnaðar, gerð tillagna um breytingar ásamt því að annast daglegan rekstur þeirra tölvukerfa er undir starfið heyra. Um er að ræða Novell-nettengd kerfi. Einnig að annast kennslu og þjónustu við starfsfólk eftir því sem við á. Forritun og greining er einnig hluti starfsins. Kröfur: Umsækjandi sé tölvunar- eða kerfisfræðingur með sem víðtækasta reynslu á sviði vél- og hugbúnaðar. Þarf að geta unnið sjálfstætt og að eiga gott með v/ samskipti við annað fólk. Góðrar enskukunnáttu er krafist, bæði á talað mál og skrifað. Umsóknir skulu berast til ráðningardeildar varnar- málaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 92-11973, ekki síðar en 29. apríl nk. Umsóknareyðublöð fást á sama stað. Til stúdenta Háskóla íslands Stúdentar Háskóla íslands eru minntir á að árleg skráning í námskeið á haust- og vormisseri 1993-94 fer fram í Nemendaskrá dagana 19.-26. apríl nk. Saman fer skráning og greiðsla skrásetningargjalds, kr. 22.500. Væntanlegir kandídatar athugi: Þeir sem miða við að brautskrást laugardaginn 26. júní 1993 verða að skrá sig sérstaklega til brautskráningar í Nemendaskrá. Á skráningartímabilinu verður Nemendaskráin opin samfellt kl. 9-17.30. Deildir mæti til árlegrar skráningar á eftirtöldum dög- um: Verkfræðideild: Raunvísindadeild: Viðskipta- og hagfræðideild: Félagsvísindadeild: Guðfræðideild: Lagadeild: Heimspekideild: Læknadeild: (læknisfræði, lyfjafræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun) Tannlæknadeild: Aukadagur: Mánudag 19. apríl Mánudag19. apríl Þriðjudag 20. apríl Þriðjudag 20. apríl Miðvikudag 21. apríl Miðvikudag21.apríl Miðvikudag 21. apríl Föstudag 23. apríl Föstudag 23. apríl Mánudag 26. apríl Þeir sem af óviðráðanlegum ástæðum geta ekki kom- ið til skráningar á ofangreindum dögum hafi sam- band við Nemendaskrá áður en árleg skráning hefst, ekki eftir að henni lýkur. Sími Nemendaskrár er 694309. Framkvstj. kennslusviðs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.