Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 23 Þorsteinn Loftsson, lyfjafræðingur og vísindamaður: Líður illa í fjölmennum þjóðfélögum -vill sinna rannsóknum sínum hér á landi Lyfjafræöingar hafa mjög verið í sviðsljósinu hér á landi að undan- förnu, einkum vegna væntanlegs lyfjafrumvarps þar sem gert er ráð fyrir því lyfjasölunni hér á landi verði breytt samkvæmt amerískri fyrirmynd. Minna hefur verið fjallað um þessa stétt sem fagmenn og gildir það jafnt um dagleg störf þeirra og vísindastörf. Nýverið gerðist það hins vegar að íslenskur lyfjafræðingur, Þorsteinn Loftsson prófessor, var heiðraður af læknadeild Háskóla íslands fyrir framúrskarandi vísindastörf. Þor- steinn hefur um árabO stundað rann- sóknir 1 grein sinni og ritað um það bil 50 vísindagreinar, einkum í er- lend tímarit. Þorsteinn lauk fyrrihlutaprófi í lyfjafræði frá HÍ og kandídatsprófi í lyfjafræði frá Danmörku 1975. Hann hélt síðan utan til Bandaríkjanna og lauk meistaraprófi í lyfjaefnafræði 1978 og doktorsprófi 1979. Að loknu námi fluttist hann heim til íslands og hóf kennslu- og rannsóknarstörf við HÍ. Mest hefur borið á rannsókn- rnri hans á efriafræði krabbameins- lyfja og hringlaga syknmgum. Skilningurhefur aukisthérlendis Það eru tveir lyfjafræöingar sem eru með mér í rannsóknum, Hafrún Friöriksdóttir og Anna Margrét Sig- urðardóttir. Rannsóknaraðstaða fyr- ir vísindamenn hefur skánað mikið hérlendis á undanfómum árum. Þaö hefur oft verið erfitt að stunda rann- sóknir hér og var það þegar ég kom heim árið 1980. Hins vegar hefur ástandið farið batnandi, þjóðfélagið er farið að skiija betur gildi rann- sókna og ráðamenn famir að veita fé til þeirra. Þrátt fyrir að ástandið hafi lagast eru íslendingar langt á eftir öðrum vestrænum þjóðum." - Hefur þú lent í því að fé hafi verið skorið niður til þinna verkefna vegna samdráttar í þjóðfélaginu? Háskólinn hefur lent í niðurskurði og við höfum ekki farið varhluta af því. Ég hef ekkert á móti að hagrætt sé til að ná fram spamaði en yfir- vinna kennara hefur minnkað og það hefur því eitthvað komiö niður á rannsóknunum.“ - Gera má ráð fyrir að þú gætir not- ið mun betri aðstæðna og fengið veg- legri peningaúthlutanir til verkefna ef þú sinntir rannsóknum þínum er- lendis. Hvemig stendur á því að þú vilt frekar vinna hér á landi? „Það er nú einhvem veginn þannig að mér liður ekkert vel í stærri þjóð- félögum, í miklu fjölmenni. Erlendis er þetta einhvem veginn öðmvísi barátta, öll miklu harðari. Að vísu kemur á móti að þar fást hærri styrk- ir og til fleiri ára í einu. Hér á ís- landi er maður að heija út styrki frá ári til árs. í Bandaríkjunum er mun betur stutt við bakið á þeim sem sinna rannsóknum eða vísindastörf- um. Þess vegna koma Bandaríkja- menn mjög miklu frá sér. Kerfið hjá þeim er skilvirkara." Ferúttil rannsókna á sumrin „Þegar ég kom fyrst heim árið 1980 var mjög erfitt að fá nokkra styrki héma og þá vissi ég ekkert hvemig ég ætti að fara að. Það var annað hvort að fara í alls kyns stjómunar- eða nefndarstörf fyrir ríkiö eða að reyna að þrauka og stunda rann- sóknir eftir megni. Ég valdi síðari kostinn að viðbættu því að fara út á sumrin þegar ekki var kennsla í há- skólanum með leyfi þaðan. Ég fór alltaf þrjá mánuði á sumrin til University of Florida þar sem ég er enn með kennarastöðu. Það er eins konar föst gistikennarastaða. Þar hef ég eingöngu sinnt rannsókn- um og þetta fyrirkomulag hefur hentað mér mjög vel. Ég er nú samt farinn að draga úr þessum ferðum mínum, fer til dæmis ekki út nú í sumar en ætla að fara næsta sumar. Öll mín sumarfrí hafa hingað til far- ið í þetta og það hefur verið lítið um sumarleyfi. í sumar ráðgeri ég að sinna rannsóknum hér heima en verkefnin eru mörg sem ég er aö vinna að. Samvinmiverkefni - Hver eru helstu verkefni þín um þessar mundir? Ég hef verið að sinna rannsóknum á cýklódextrínlyfj um í samvinnu við Einar Stefánsson augnlækni og Sig- ríði Þórisdóttur, aðstoðarlækni hans. Við fengum nýlega leyfi til þess að rannsaka þau í mönnum en hingað til hafa rannsóknir aðallega farið fram í kanínum. Ennfremur er ég að vinna að klínískum rannsóknum með Jens Guðmundssyni kvensjúk- dómalækni á getnaðarvamalyfinu estradioh sem notað er meðal annars við beinþynningu. Þriðja verkefnið, sem ég er að vinna að, er rannsóknir á munnskol- vökva sem reynst hefur mjög vel við munnangri og flatskæningi í munn- hoh. Samstarfsaðilar mínir í því verkefni eru Peter Holbrook tann- læknir, Þórdís Kristmundsdóttir lyfjafræðingur og Jón Hjaltalin Ól- afsson húðsjúkdómafræðingur. Við höfum búið til munnskolvatn sem reynst hefur mjög vel. Við svæsnum tilfeUum af munnangri hefur fólk verið að taka töflur sem em mjög sterkar, hafa aukaverkanir og geta til dæmis haft áhrif á ónæmiskerfið. Skolvatnið hefur reynst mun betur en töflumar. Ég vonast tU þess að þessar rann- sóknir verði tíl þess að efla íslenskan lyfiaiðnað og gætu hugsanlega gefið tilefni til útflutnings. En nauðsynlegt er aö sinna þeim á öUum stigum. ÖUum rannsóknum er hægt að skipta í grunnrannsóknir og hagnýt- ar rannsóknir. Grunnrannsóknir em yfirleitt ekki gerðar með pen- ingasjónarmið í huga, menn em þá ef til viU að velta fyrir sér hugmynd- um og öðra slíku. Afraksturinn af þeim birtist þá oft í tímaritsgreinum, á fyrirlestrum eða öðrum vettvangi. Nauðsynlegt er samt sem áður að sinna grunnrannsóknum, ekkert síð- ur en hagnýtum, því 1 grunnrann- sóknum koma oft fram merkUegar uppgvötvanir sem verða tíl hagnýtra nota síðar meir,“ sagði Þorsteinn. ÍS Anna Margrét Sigurðardóttir og Hafrún Friðriksdóttir lyfjafræöingar og Þorsteinn Loftsson prófessor að vinna við hálfsjálfvlrkan vökvagrelnl sem kostar yfir 2,5 milljónir króna. Þorsteinn Loftsson prófessor var heiðraður af læknadeild Háskóla íslands fyrir framúrskarandi vísindastörf. DV-myndir ÞÖK ********* SNÆLAND *.*■***■* * -* OTRULEGA ODYR IS-SHAKE ís i formi.................99,- ís með dýfu................109,- ís með dýfu og ris.........119,- Bamaís.....................69,- Ís, 1 lítri................295,- Shake, lítill.............195,- Shake, stór...............235,- ísiboxi, lítill...........139,- Ísíboxi, stór.............169,- Bananaspiitt..............360,- Margar gerðir af kúluís Vinsæli dúó ísinn með súkkulaði og vanillubragði. SMÆLANDS-SPES, m. ávöxtum að eigin vali og rjómalil Munið bragðarefinn, alltaf jafn góðurl Vejjið sjálf ísréttinn. ★ ★ ★ SNÆLAND VIDEO ^ v Furugrund 3, Kópavogi, s. 41817 oci Mosfellsbæ, s. 668043 Umboðsmenn um land allt: A.G. Guðmundsson sf., Húsavik • Ásbyrgi hf.. Akureyri • Ásgeir Björnsson, Siglufirði • Guðrún sf„ Vopnafirði • Hafsteinn Vilhjálmsson, ísafirði • Reynir sf„ Blönduósi • Sigbjörn Brynjólfsson, Egilsstöðum • Svanberg hf„ Vestmannaeyjum • Umboðssala Rósu Bachmann, Patreksfirði •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.