Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Page 10
10 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993 Útlönd_________________ Játvardurprins kominnábiðils- buxurnar Játvarður prins, yngsti sonur Elísabet- ar Englands- drottningar, er sagður vera ástfanginnaf28 ára gmalli stúlku, Sophie Rhys-Jones, og er reiöubúinn aö ganga að eiga hana á næsta ári. Stúlkan starfar sem ráögjafi í efnahag8málum. Þetta kom fram i breska æsi- fréttablaðinu News of the World í gær. Þar sagði ennfremur aö prinsinn heföi átt í leynilegu ást- arsambandi við stúlkuna sem er með Ijósrautt hár. Skötuhjúin eru sögö óaöskiijan- leg og hafa þau dvalið út af fyrir sig.í íbúð prinsins i Buckingham- höll og víðar. Danirleitanýrra markaðafyrir jólatrénsín Danir, sem flytja út mest allra þjóða af jólatrjám, eru famir að leita nýrra markaða og beina sjónum sínum einkum að löndum Austur-Evrópu og Suöur-Amer- íku. Asger Olsen, framkvæmda- stjóri jólatijáadeildar danska skógræktarsambandsins, ferðast um heiminn í leit að mörkuðum. „Viö teljum að um tíu prósent íbúa í fyr rum kommúnistaríkjum Austur-Evrópu séu í nægilegum efnum til að kaupa vestrænar vörur og þeir eru markhópur okkar,“ sagöi Olsen. Danir senda um tiu þúsund tré á ári í austurveg nú en vonast til að þeir veröi í yfirburðastööu þegar markaðurinn stækkar. Gamall apakött- urtekinnfyrir ölvunarakstur Davy Jones, forsöngvari banda- rísku sjónvarpsrokksveitarinnar The Monkees eða Apakattanna, frá sjöunda áratugnum, var færð- ur í fangageymslur lögregiunnar í Selinsgrove i Pennsyivaníu í Bandaríkjunum fyrir helgi vegna ölvunaraksturs. Hann mátti dúsa þar eina nótt Jones, sem nú er oröinn 47 ára og fjögurra barna faðir, hefur búið úti í sveit í nágrenni bæjar- ins frá því á árinu 1987. The Monkees var stofnuð sér- staklega fyrir sjónvarpsþátt um popphljómsveit en sveitin náði því einnig aö koma nokkrum lög- um hátt upp á vinsældalista eftir miðjan sjöunda áratuginn. Leikarinn SamWanamak- erlátinn Bandarlski leikarinn og leikstjórinn Sam Wana- maker lést á heimili sínu S London á laug- ardag eftir fimm ára bar- áttu viö krabbamein. Hann var 74 ára. Wanamaker lék á sviði, í kvik- myndum og í sjónvarpi bæði í Eng- iandi og Bandaríkjunum og stjóm- aöi óperusýningum. Hann haföi búiö í Englandi frá því á sjötta ára- tugnum. Síðustu 25 árin helgaöi hann þó byggingu eftirmyndar af Globe-leikhúsi Shakespeares á upprunalegum staö þess í London. Hann náði því þó ekki að sjá draum sinnrætast. Keuter DV Maðurinn, sem missti tippið í hjónaerjum, segir farir sínar ekki sléttar: Asaumaði limurinn reyndist ónothæfur - sagði í sjónvarpsviðtali frá tilraunum til samfara með gamalli vinkonu „Hann nær aðeins einum þriðja af fyrri reisn og það dugar ekki,“ segir John Wayne Bobbitt, Virginíumað- urinn sem fyrr á árinu missti tippið eftir erjur við Lorenu konu sína. Læknar saumuðu liminn á og lét Bobbitt vel af í fyrstu. Nú um helgina var hann í viðtals- þætti hjá NBC-sjónvarpsstöðinni og þar sagði hann farir sínar ekki slétt- ar. Viðtalið vakti gífurlega athygli vestra enda var Bobbitt mjög bersög- ull um vandræði sín. „Hann er lítillega lengri en áður,“ sagði Bobbitt án þess að blikna. Hann sagðist hafa reynt samfarir með gam- alli vinkonu sinni en þær hefði mis- tekist vegna máttleysis í limnum. Þau hjón urðu heimsfræg í sumar þegar hún skar undan honum með eldhúshníf og flúði af heimilinu með liminn. Hann fannst síðar í runna nærri húsi þeirra og sagðist Lorena hafa hent honum út um glugga á bO sínum. Læknar voru níu klukkustundir að sauma liminn á og þótti aðgerðin takast vel. Það er þó ekki fyrr en nú að endanlegt mat hefur verið lagt á verk þeirra. Bobbitt sagði í sjónvarpsviðtalinu að kona sín hefði gripið til þessa ör- þrifaráðs til aö halda honum heima og koma í veg fyrir skilnað. Hún hefði ímyndað sér að hann leitaði ekki til annarra kvenna ef tippiö vantaði. Sambúð þeirra hjóna lauk við afskurðinn. Bæði hafa fengið tilboð frá kvik- myndafyrirtækjum í Hollywood um einkarétt á sambúðarsögunni. Hann var lengi tregur til að korna fram opinberlega en hefur nú síðustu vik- ur reifað mál sitt í ýmsum viðtölum. Lorena var afitur á móti strax óspör á lýsingar á handbragði sínu með eldhúshnífinn. Reuter Virginíumaðurinn John Wayn Bobbitt greindi í sjónvarpsviðtali um helgina frá vandræðum sinum við samfarir með ásaumuðu tippinu. Hann hefur ekki áður greint í smáatriðum frá sinni hlið á erjum sínum og eiginkonunn- ar, Lorenu, og lífi sínu eftir limlestinguna. Simamynd Reuter Enskur biskup hneykslar landa sína: Sagan um fæðingu frelsarans uppdiktuð í árdaga kirkjunnar David Jenkins, biskup af Durham á Englandi, sem trúir ekki á helvíti, olli enn einu uppnáminu í gær þegar hann sagðist ekki lengur trúa á jólasöguna. Biskupinn sagði í viötaii við breska sjónvarpið að hann hefði efasemdir um söguna um fæðingu Jesú Krists, eins og sagt er frá henni í bibl- íunni, hann sagðist efast um að Kristur hefði fæðst í jötu í Betlehem eftir að foreldrum hcuis hafði verið meinuð gist- ing á krá í bænum. „Eg tel að þessar sögur séu svo stórkostlega táknrænar og endurspegli svo margt úr spádómsbókinni og gamla testamentinu aö ég held aö menn hafi samið þær af trúar- hita á árdögum kirkjunnar," sagði Jenkins biskup. Hann sagðist ekki lengur trúa tveimur grundvaUar- þáttum jólasögunnar, að Mar- ía hefði veriö mey þegar hún Breski biskupinn David Jenkins trúir ekki á að frelsarinn hafi verið lagður í jötu í Betlehem. fæddi Jesú og að vitringarnir þrír hefðu fært guðssyni gull, reykelsi og myrru. Jenkins lagði þó ríka áherslu á aö hann drægi til- vist Jesú Krists ekki í efa en sagöi um leið að hann tryöi ekki á líkamlega upprisu Krists eftir krossfestinguna. Orð biskupsins ollu mikilli hneykslan meðal stjómmála- manna sem hafa kvartað und- an því að enska þjóðkirkjan sé ekki nógu góður vegvísir í siðferðilegum efnum. „Þaö verður mikill léttir þegar biskupinn af Durham og auglýsingavél hans hætta að ræna hinum mikiu hátíðis- dögum kristninnar," sagði John Gummer, umhverfis- ráðherra Bretlands, sem sagði sig úr kirkjuráði ensku þjóð- kirkjunnar þegar það ákvað að konur gætu teldð prests- vígslu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.