Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 28
28
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993
VERSLUN í REKSTRI
Til sölu verslun með sérvörur, eiginn
innflutningur, góðir möguleikar fyrir
duglegan mann.
Svarþjónusta DV, sími 632700.
H-4715.
ELDSMIÐJU
8110-20
ÓDÝRI SKÓMARKAÐURINN
Opið mánud.-föstud. 12-18
Frábært verð - Góðir skór
SKÓMARKAÐUR
RRskór JL
EURO SKO
Skemmuvegi 32 - s. 75777
Á NÆSTA SÖLUSTAÐ »» A|) AA ,
EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA U<>
Auglýsing um aðalskipulag
Mosfellsbæjar 1992-2012
Samkvæmt 17. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér
með lýst eftir athugasemdum við tillögu að endur-
skoðuðu aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
Skipulagstillaga þessi nær yfir núverandi byggð og
fyrirhugaða byggð á skipulagstímabilinu.
Tillaga að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 1992-2012,
ásamt greinargerð, liggur frammi á bæjarskrifstofu
Mosfellsbæjar frá 22. desember til 2. febrúar á skrif-
stofutíma alla daga nema laugardaga og sunnudaga.
Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofu Mosfells-
bæjar, og skulu þær vera skriflegar, fyrir 16. febrúar
1994.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests
teljast samþykkir tillögunni.
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Skipulagsstjóri ríkisins
Einstök móðurumhyggja. Lambgimbrin Hetja fær sér mjólkurdreitil hjá Búbót. Annað lamb og kálfurinn fylgjast með.
DV-mynd Þórhallur
KýríBlönduhlíð:
Gekk gimbur og
kálf i í móður stað
Þórhallui Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Búbót, fyrsta kálfs kvíga á Borgar-
hóli í BÍöndudal, hefur síöur en svo
vanrækt móðurhlutverkið á þessu
ári. Hún bar sínum fyrsta kálfi í jan-
úar sl. og síðasta vetur sá hún einnig
öörum kálfi fyrir mjólk. í vor tók hún
tvílembing í fóstur og gekk hann
undir henni allt sumariö. Tvílemb-
inginn kallar Soffía Jakobsdóttir,
húsfreyja á Borgarhóli, Hetju. Hún
var vanin undir kind í vor sem síðan
drapst frá henni.
„Við vorum búin að gefa gimbrinni
einu sinni úr pela þegar við urðum
vör við að hún var farin aö sjúga
kvíguna. Ég varð áþreifanlega vitni
að umhyggju kvígunnar fyrir lamb-
inu eitt sinn, þegar ég kom þar að
sem lambið var lokað inni í hey-
plássi. Þegar það losnaði gekk það
fram til kvígunnar þar sem hún lá.
Lambið ætlaði að labba frá en kvígan
stóð þá á fætur og leyfði því að fá sér
mjólkursopa," sagði Soffía.
Einstök dæmi eru um dýr sem tek-
ið hafa afkvæmi annarrar tegundar
í fóstur en móðurtilfinning Búbótar
verður að teljast einstök.
Seyðf irsk jólatré
ífyrstasinn
Pétur Kristjánsson, DV, Seyðisfirði:
Jólaljósin hafa verið tendruð á
þeim jólatrjám sem sett hafa verið
upp við opinbera staði hér í bæn-
um. Fjöldi fólks safnaðist saman
við sjúkrahúsið þegar rafljósin
voru tendruð þar á eina trénu að
þessu sinni sem ekki er úr Seyðis-
firði. Þar var ýmislegt til skemmt-
unar og Lúðrasveit Seyðisijarðar,
sem alltaf er að verða betri og betri,
spilaði.
Grenitrén að þessu sinni eru dá-
lítið sérstök - þau hafa vaxið hér í
firðinum og er það í fyrsta skipti
sem tré frá skógræktinni hér eru
notuð sem jólatré, svo vitaö sé.
Skógrækt hefur annars verið
stunduð hér i um 50 ár og eins og
gerist hefur veriö mismikill kraftur
í skógræktarmönnum þó bæjarbú-
ar hafi almennt ræktað garða sína
vel. Síðustu árin hefur starfið verið
mikið og mörg tré gróðursett í og
við bæinn.
Að sögn Emils Emilssonar, for-
manns Skógræktarfélags Seyðis-
fjarðar, hafa 40 þúsund plöntur
verið gróöursettar á svæði félags-
ins síðan 1990. Stóru grenitrén, sem
nú voru höggvin, eru tekin til þess
að grisja í eldri löndum félagsins,
jafnframt því að vera hluti af fjár-
öflun til að standa straum af kostn-
aði við kaup tijáa til gróðursetn-
ingar.
Hveravellir:
Ekki orðið jólalegt
og lítið um gesti
ÞórhaBur Ásmundsson, DV, Sauðárkrólá:
Nei, það er ekki orðið jólalegt hérna
efra. Snjóalög eru heldur ræfilsleg,
varla nema svona holufylling, og það
hefur verið fremur lítið um gesti hjá
okkur að undanfórnu," sagði Krist-
inn Gunnarsson, veðurathugunar-
maður á Hveravöllum, í samtali ný-
lega.
Kristinn sagði að minna en venju-
lega hefði verið um mannaferðir í
haust og vetur sökum þess aö gæsa-
vertíðin hefði brugðist. Þá hefði
ijúpnavertíðin verið styttri en áður
og færri ijúpnaskyttur nú en í fyrra.
Von var á jólavarningnum um
helgina með Hafþóri Hveravallas-
kreppi eins og venjulega.
Þetta er annað árið þeirra Kristins
Gunnarssonar og Jónu Bjarkar
Jónsdóttur á Hveravöllum. Þau eru
bæði Reykvíkingar en Jóna Björk á
ættir að rekja í Vestur-Skaftafells-
sýslu.