Dagur - 29.08.1962, Síða 3

Dagur - 29.08.1962, Síða 3
MAGNUS E. GUÐJONSSON, bæjarstjóri: er runnin TJINN 29. ágúst er öld liðin, frá því Akureyri öðlaðist kaupstaðarréttindi. Á slíkum tímamótum þykir hlýða að staldra við, minnast hins liðna og skyggnast fram á veginn. Af þessum sökum halda Akureyringar hátíð, sem ætti að verða aflgjafi á nýrri öld í sögu bæjarins, næstelzta og næst- stærsta kaupstaðar íslands, höfuðstaðar Norðurlands. — Margt hefur.breytzt á einni öld. Bæjarbúar hafa rúmlega þrítugfaldazt og kaupstaðurinn vaxið úr óhrjálegu þorpi í fallegan bæ. Máske liefur hér allt breytzt nema land- ið. Hið stórbrotna umhverfi er nú Joað sama sem í árdaga. Fjöllin standa enn vörð um bæinn og veita honum skjól. — Hér verður ekki rakin saga hins þögula fjölda, sem búið hefur í þessum bæ og byggt hann upp — gert hann það, sem hann er nú, kynslóðanna, sem hafa komið, lifað hér og kvatt. En Akureyringar í dag minn- ast forvera sinna og verka þeirra með hlýju og þökk. — Aldarskeiðið er á enda runnið. Enginn stöðvar elfi tímans. Akureyringar horfa vonglaðir fram til nýrrar aldar og strengja þess heit að vinna bæ sínum allt, að búa þannig í haginn, að þeir og niðjar þeirra megi hér una vel sínum hag í fögrum bæ með blómlegu at- vinnulífi. — Megi hollvættir halda vörð um Akureyri á ókomnum öldum. Loftmynd af nolikrum hluta Akureyrarkaupstaðar, tekin d fögrum sumardegi. Hús og götur skipulega sett. Vaxandi trjágróður prýðir umhverfi heimilanna. DAGUR 1

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.