Dagur - 29.08.1962, Qupperneq 14

Dagur - 29.08.1962, Qupperneq 14
Væri ekki skynsamlegt að þeir, sem að slíku starfa, liefðu búsetu og starfsaðstöðu nær verkefnum sín- um, t. d. miðsvæðis — á Akureyri? Hvers vegna er nauðsynlegt að norðlenzkir verzl- unarstjórar verði að fara alla leið til Reykjavíkur til vörukaupa hjá heildverzlunum eða umboðs- mönnurn þar? Er ekki Akureyri boðleg uppskipunarhöfn fyrir öll skip íslenzka verzlunarflotans, og á hún ekki nógar lóðir undir birgðaskemmur og verzlunarskrif- stofur? Sumir spyrja líka: Er ekki tínri til þess kominn, að sjálfstæð fjórðungssambönd fari að leysa hinar reykvísku landssambandsstjórnir af hólmi á Norður- landi, t. d. í kjaramálum, miðað við þá reynslu, senr fengizt hefur nú í seinni tíð? Rúm leyfir ekki að hafa þessar spurningar fleiri, en allar eru þær a. m. k. umhugsunarverðar. Norðlendingar hér og syðra háðu fyrir 30—40 ár- um nokkuð tvísýna baráttu fyrir stofnun mennta- skóla á Akureyri. Ýmsar af þeim mótbárum, er þá komu fram gegn slíkri menntastofnun hér nyrðra, munu nú þykja léttvægar, en mörgum uxu þær þá í augum, jafnvel þeim, sem vildu vera málinu fylgj- andi. En baráttan fyrir norðlenzkum menntaskóla bar árangur. Sjálfsagt eru þeir nú margir, sem ekki gera sér grein fyrir því, að hún hafi nokkru sinni verið háð. Gera sér e. t. v. í hugarlund, að þetta liafi alltaf verið talið sjálfsagt! En menntaskólinn og fyrirrennari hans, gagn- fræðaskólinn, sem þangað fluttist frá Möðruvöllum, liafa átt sinn þátt í því að efla Akureyri og setja á hana norðlenzkan höfuðstaðarsvip. En Akureyri á líka iðnskóla, með nokkuð á annað hundrað nemendur, og tónlistarskóla, sem hafði urn 60 nemendur sl. vetur. Væntanlega hafa þeir á kom- andi tímum almennt gildi fyrir Norðurland. Fjórð- ungsþingið liefur gert tillögu um að koma upp kennaraskóla á Akureyri og fleiri samnorðlenzkum menntastofnunum. En það er fleira, sem nú einkennir Akureyri og gefur henni svip og styrk. Hún er félagshyggjubær. Stærsta og öflugasta samvinnufélag landsins hefur þar aðalstöðvar sínar og Samband íslenzkra sam- vinnufélaga að nokkru leyti. Hún er nú annar eða þriðji stærsti togaraútgerðarbær landsins. En að því, er atvinnulíf varðar, er hún þó fyrst og fremst iðnaðarbær, og meginhluti þess iðnaðar, sem þar er rekinn, stendur á traustum grunni. Hún er fiskiðn- aðarstaður og mjólkurvinnslustaður í fremstu röð. Þau stórtíðindi hafa gerzt, að verksmiðjuvarningur Akureyringa, aðallega samvinnuverksmiðjanna, er orðinn útflutningsvara, sem um munar í gjaldeyris- öflun j)jóðarinnar. Skipasmiðjur Akureyrar eru landskunnar og verða væntanlega áður en mjög langt líður, einnig kunnar í öðrum löndum. Afenntastofnanir og tækniþróun Akureyrar, ásamt fjölmenni Jrví, er þar býr nú, og félagshyggjunni, sem þar hefur fest rætur, gera hana sterka. Þó hefur Jretta sterkasta byggðarlag Norðlendinga staðið það höllum fæti gagnvart sogkraftinum að sunnan und- anfarinn áratug, að því liefur ekki tekizt að halda eðlilegri fólksfjölgun sinni. Með því að standa sam- an um höfuðstað sinn geta Norðlendingar þó áreið- anlega komið í veg fyrir að svo þurfi að vera, saman- ber ýmislegt Jrað, sem vikið er að hér að framan. En Jrað er ekki nóg. Akureyri þarf á komandi árum, yfirleitt að geta tekið við því fólki norðlenzku, sem ella myndi flytjast til Reykjavíkur. Það er út af fyrir sig mikilsvert fyrir Norðurland, ef Akureyri tekst þetta, þó á Jrennan hátt væri, að stöðva fólksstrauminn, sem verið hefur út úr fjórð- ungnum. En hlutverk hennar, sem höfuðstaðar Norðurlands er mikið meira. Hún mun á komandi tímum telja Jrað skyldu sína og metnaðarmál að vera miðstöð þeirrar baráttu, sem heyja þarf til þess að fá framgengt lífsnauðsynlegum og réttmætum kröf- um Norðurlands á vegum þjóðfélagsins og til þess að efla norðlenzkar byggðir, atvinnulíf þeirra og menningu. Því mun verða treyst, að á ráðamönnum Akureyrar, nrenntamönnum hennar, kunnáttumönn- um og áhugamönnunr á ýmsunr sviðum, hvíli það sem ljúf skylda að þekkja til nokkurrar hlítar öll lielztu viðfangsefni, láta sér annt unr Jrau, hafa for- göngu unr að skapa sjálfstæð norðlenzk sjónarmið í landsmálunr, og þá ekki sízt að taka Jrátt í að leggja á ráð um, hversu leysa skuli vanda Jreirra byggðar- laga, sem höllustum fæti standa — að ógleymdri Jreirri samstöðu, er Norðlendingum ber að hafa nreð öðrum þeim byggðum, hvarvetna á landinu, sem í vök eiga að verjast, af líkum ástæðum, í viðleitni sinni til að varðveita tilveru sína og skapa sér fram- tíðarvonir. Með þetta í huga lrylla Norðlendingar sinn fagra og reisulega lröfuðstað og Akureyringa, sem væntan- lega aldamótamenn í norðlenzkri sögu. Á þessunr tímamótunr ala nrargir þá von í brjósti, að Akureyri auðnist að verða háborg þeirrar ný- menningar með þjóðinni, sem sprottin eru úr ís- lenzkri jörð. Að andi Jrjóðskáldanna, sem lifað hafa og starfað á Akureyri og hinir spöku menn, sem stýrt hafa menningarstofnunum hennar, lraldi áfram að vekja nýjar kynslóðir til dáða. Að á fjöllum henn- ar brenni þeir vitar, sem vísi Norðlendingum veg- inn. 12 DAGUR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.