Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 18

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 18
Sfcógræktar- fcæri rinn Eyjafjörð þAÐ var Akureyri mikil gæfa, að njóta á sviði rækt- unarmála gáfaðra og dugmikilla hugsjónamanna á borð við Pál Briem, Stefán Stefánsson og Sigurð Sigurðsson, ennfremur Jón Stefánsson, er annaðist fyrstu sáðreitina. Aldamótaárið 1900 fór fram fyrsta sáning trjáfræs hér á landi á félagslegum grundvelli. Vaxtarbeður- inn var í innbænum á Akureyri, þar sem nú heitir Ryels-garður og margir kannast við. Þaðan voru fyrstu trjáplönturnar gróðursettar í Gróðrarstöð- inni. Ryels-garðurinn og Gróðrarstöðin urðu fagrir trjáræktarreitir og bæði áþreifanlegar og eggjandi staðreyndir. Þegar Ræktunarfélag Norðurlands var stofnað 1903, tók það við hinum fyrsta sáðreit ís- lenzkrar skógræktar. Skógræktarfélag Eyjafjarðar tók að sér umsjá og hirðingu Gróðrarstöðvarinnar árið 1947 og hefur annazt hana síðan, og hafði þar fyrri ár'in plöntuuppeldi að nokkru leyti. Margir eldri bæjarhlutar Akureyrarkaupstaðar eru orðnir hálfgerð skógarlönd, svo mikill er trjá- gróðurinn. Hin fyrstu gæfuspor í trjáræktarsögu bæjarins og síðan áhugi alls almennings til að fegra umhverfi heimilanna, hefur, ásamt góðum skilyrð- um frá náttúrunnar hendi, gert Akureyri að mesta trjáræktarbæ 'landsins. Nú hafa Eyfirðingar komið sér upp nýrri skóg- ræktarstöð á landi Akureyrar. Henni stjórnar Ár- mann Dalmannsson. Þangað bregðum við okkur til að sjá með eigin augum það, sem þar er gert. Stöðin er í landi Kjarna og við bæjartakmörkin að sunnan. I skennnstu máli að segja, er staður þessi þegar orðinn hinn fegursti og um margt merkilegur. Skjól- beltin, sáðreitirnir, trjábeðin og umhirðan öll er til fyrirmyndar. Og vaxandi skógur á stóru svæði um- hverfis mun gera Kjarna að nýju höfuðbóli norð- lenzkrar skógræktar. Við hittum Ánnann og leggjum fyrir hann nokkr- ar spurningar. Hver á þessa skógræktarstöð? Skógræktarfélag Eyfirðinga, sem var stofnað 1930, fyrsta skógræktarfélag landsins. Deildir þess eru í flestum hreppum sýslunnar. Skógræktarfélagið fór strax að vinna að því að koma upp plöntuuppeldi. Þessi stöð var svo stofnsett 1947. Bærinn lagði henni til 20 hektara lands. Fyrstu plönturnar úr þessari stöð voru gróðursettar við Eyjafjarðarbraut, sunnan við Brunná og voru þær teknar beint úr fræbeðinu. Við gróðursetninguna unnu 80 manns og má nærri Ármann Dalmannsson skógarvöröur meöal púsunda ungra stafafurupalntna i skógrœhlarstööinni á Altureyri i landi Kjarna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.