Dagur - 29.08.1962, Síða 29

Dagur - 29.08.1962, Síða 29
Iánaöar nærinn Akureyri IjESSI blaðagrein, verður fyrst og fremst helguð * iðnrekstri, sem í dag er rekinn hér í bænum. Iðnrekstur sá sem hér er rekinn, er nú þegar all- margþættur. Hver grein starfseminnar á sína sögu, sem óefað mætti rita um langt og mikið mál, en út í þá sálma verður þó eigi farið hér, heldur stiklað á stóru og reynt að draga fram heildarmynd af starf- semi iðnaðarins, eins og hún kemur manni fyrir sjónir í dag. Sá iðnaður sem í dag er rekinn hér á Akureyri, er jöfnum höndum starfræktur af samvinnuhreyfing- unni, einstaklingum, hlutafélögum, og nokkurn iðn- að rekur bæjarfélagið sjálft. Iðnaður samvinnusamtakanna er án efa þrótt- mesti iðnaðurinn, sem hér er rekinn. Annars vegar sá iðnaður, sem Samband ísl. samvinnufélaga rekur hér, og hins vegar iðnrekstur Kaupfélags Eyfirðinga og sameiginlegur iðnrekstur Sambandsins og KEA, sem er Efnaverksmiðjan Sjöfn og Kaffibrennsla Ak- ureyrar. Ullarverksmiðjan Gefjun, mun vera eitt elzta iðn- fyrirtæki þessa bæjar, en hún hóf göngu sína 1897, að vísu þá, undir öðru nafni, en frá árinu 1907, hefur hún borið Gefjunar-nafnið. Saga Gefjunar er saga margþættra erfiðleika, sem orðið hefur að yfir- stíga. Þar hafa skipzt á skin og skúrir. Hér er eigi staður né stund, til að rita ýtarlega sögu verksmiðj- unnar, en þess má þó geta, að margir merkir borg- arar þessa bæjar, sem nú eru horfnir héðan eða liðn- ir, eiga þar merka sögu, sem vissulega væri vert að nánar og betur væri skráð. Bæjarfélagið allt, stend- ur í mikilli þakkarskuld við þessa menn, sem ruddu veginn svo þessi verksmiðjurekstur gæti hafizt hér. Samband ísl. samvinnufélaga, rekur enn fremur hér á Akureyri, eftirgreindar verksmiðjur: Skinnaverksmiðjan Iðunn, Fatverksmiðjan Hekla, Saumastofa Gefjunar, Ullarþvottastöð S.Í.S. Samtals munu nú vinna í þessum verksmiðjum, um eða yfir 550 karlar og konur og mun árleg launagreiðsla nema um 30 milljónum króna. Allar þessar verksmiðjur samvinnuhreyfingarinn- ar, eiga það sameiginlegt, að þar er sífellt verið að bæta og fullkomna framleiðsluna, bæta við nýjum vélum og nýjum verkefnum. Um þessar mundir er Fataverksmiðjan Hekla að flytja starfsemi sína í nýbyggða verksmiðju, sem hefur verið reist í hverfi annarra verksmiðja Sam- bandsins á Gleráreyrum. Gólfflötur verksmiðjunn- ar er um eða yfir 2000 fermetrar. Skapast þar stór- lega bætt aðstaða til aukinnar starfsemi frá því sem verið hefur. í sambandi við rekstur Gefjunar, Iðunnar og raunar Heklu einnig, var það eitt megin sjónarmið samvinnuhreyfingarinnar, að nýta sem bezt hráefn- ið, ullina og skinnin, til framleiðslu iðnaðarvara hér, en lokatakmarkið er að vinna úr allri ull og skinn- um landsmanna, iðnaðarvörur, til sölu á erlendum og innlendum mörkuðum. Margir einstaklingar og félög, reka einnig merk- an iðnað hér, sem í mörgum greinum, hefur náð viðurkenningu landsmanna. Meðal þeirra iðnfyrir- tækja má nefna: Súkkulaðigerðin Linda, Nærfatagerðin Amaró, Mjólkursamlag KEA. — Fyrsta mjólkurvinnzlustöð landsins. DAGUR. 27

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.