Dagur - 29.08.1962, Page 30

Dagur - 29.08.1962, Page 30
Verksmiðjuhverfi samvinnumanna: Gefjun, Iðunn, Skógerð og Hekla. Neðst á myndínni er litt byggt svæði. Dúkaverksmiðjan h.f., Smjörlíkisgerð KEA, Mjólk- ursamlag KEA, Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson & Co., Krossanesverksmiðjan, Vélsmiðjan Oddi h.f„ Vélsmiðjan Atli h.f., Skipasmíðastöð KEA, Slipp- stöðin h.f., Húsgagnaverksmiðjan Valbjörk h.f., Prentverk Odds Bjömssonar h.f. I nokkrum þeirra greina, sem hér hafa verið nefndar, starfa einnig önnur iðnfyrirtæki, t. d. í húsgagnaiðnaði, og mörg fleiri fyrirtæki hefði mátt nefna, sem rúmsins vegna verður að sleppa að þessu sinni. OIl þessi fyrirtæki eiga sína sögu. Margir stofn- endur þeirra og þeir sem reka þau nú, eru þrótt- miklir athafnamenn, sem hafa rutt nýjar brautir og unnið sjálfum sér og bæjarfélaginu öllu ómetanlegt gagn með störfum sínum. Hinn ahnenni þjóðfélagsþegn, þekkir nú orðið hvar sem er á landinu, Gefjunar-fataefni, eða ullar- teppi, Heklu-vinnuföt, peysur, úlpur, frakka, sokka og fleira, Iðunnar-skó eða Iðunnar-Ioðgærur, Amaró- nærfötin, Lindu-súkkulaði, Lorelei-kex, Flóru- smjörlíki, K.E.A.-osta, sardínur K. Jónssonar, Val- bjarkar-húsgögnin, og fjölda annarra húsgagna frá Akureyri, og svona mætti lengi telja. Allt eru þetta landsþekktar iðnaðarvörur, sem hlotið hafa viður- kenningu landsmanna, í hverri grein fyrir sig. Þess vegna er iðnaðurinn á Akureyri, það sem hann er í dag, að hann hefur þróazt út fyrir bæjar- takmörkin, og náð hylli þjóðarinnar allrar og er raunar í vaxandi mæli byrjaður að teygja sig út fyr- ir landssteinana á erlenda markaði. Til enn nánari skilgreiningar á þeim iðnaði, sem hér er rekinn, hef ég dregið saman höfuðþætti hans í eftirfarandi yfirliti: Byggingaiðnaður, Jámiðnaður, Skipasxníðar, Hmgagnagerð, Matvælaiðnaður, Fiskiðnaður, Sæl- gætis- og efnaiðnaður, Veiðarfæraiðnaður, Vefnað- ar- og fataiðnaður, Skógerð og leðuriðnaður, Prent- un og bókband og margs konar annar iðnaður. Sá iðnrekstur, sem hér er nefndur, veitti sl. ár 1.304 konum og körlum atvinnu, og nam vinnu- viknafjöldi þeirra samtals 67.791 viku. Samanlagðar launagreiðslur til starfsliðs þessa iðnrekstrar, námu sl. ár kr. 80.741.000.00 — áttatíu milljónum sjö hundruð fjörutíu og einu þúsundi króna. Þá nam framleiðsluverðmæti alls þessa iðnaðar kr. 394.702.000.00 — þrjú hundmð níutíu og fjór- 28 DAGUR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.