Dagur - 29.08.1962, Side 34

Dagur - 29.08.1962, Side 34
Togarabryggjan, frystihus og fiskverkunarstöö Útgerðarfélags Akureyringa, Slippstöðin og smábátahöfnin. Um togaraútgerð Akureyringa hefur svo margt verið rætt og ritað, að ég fjölyrði ekki um hana hér. Akureyringar hafa séð sér hag í því, að halda henni við með dyggilegum, fjárhagslegum stuðningi þegar verst hefur gengið og ég hygg, að sú stefna hafi ver- ið bæjarbúum til góðs. Þegar lidð er aftur yfir það tímabil, sem togaraútgerð hefur verið stunduð héð- an, blandast manni ekki hugur um það, að bærinn væri nú verr kominn ef togaranna hefði ekki notið við. Mótorskip: Um 10 stórir bátar frá Akureyri stunda veiðar meiri hluta ársins, — þorskveiðar eða síldveiðar eftir árstíðum. — Til skamms tíma var útgerð stærri báta héðan nær eingöngu bundin við síldveiðar á sumrin en á síðari árum hafa þeir einnig lagt stund á þorsk- veiðar með botnvörpu, línu eða netum, ýmist norð- an- eða sunnanlands. — Nú færist óðum í það horf, að síldveiðar verði stundaðar meira en verið hefur, en þorskveiðar minna, eftir að tekizt hefur að fylgja síldinni eftir svo að segja á hvaða árstíma, sem er, með hjálp fullkominna leitartækja, og með tilkomu kraftblakkar-aðferðarinnar, sem gefið hefur góða raun. Þorskafla sinn leggja skipin yfirleitt ekki á land hér á Akureyri, sem stafar fyrst og fremst af því að flest þeirra stunda Suðurlandsvertíð og leggja þar upp. Þau, sem stundað hafa botnvörpuveiðar hér nyrðra eru: „Snæfell“, sem landar að jafnaði í Hrís- ey eða Dalvík og „Sigurður Bjarnason", sem að mestu leyti hefur losað afla sinn sér á Akureyri, en þó nokkuð á Siglufirði og víðar. Á sumarsíldveiðum fyrir Norðurlandi hafa Akur- eyrarskip venjulega verið fengsæl. Sumarið 1961 var afli 9 skipa héðan 35719 mældar tunnur og 55.551 mál, að verðmæd ca. 14 millj. króna. Samsvarar það meðalveiði pr. skip 9347 málum, en meðalveiði alls síldveðiiflotans var þá 7296 mál. Geta má þess að aflahæsta skipið þá var Akureyrarskipið „Ólafur Magnússon". — Á yfirstandandi vertíð er veiði þess- ara sömu skipa þegar þetta er skrifað orðin alls 78875 mál og tunnur, eða til jafnaðar 8764 pr. skip. Sl. vetur stunduðu 3 Akureyrarskipanna síldveið- 32 DAGUR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.