Dagur - 29.08.1962, Síða 43

Dagur - 29.08.1962, Síða 43
Nemendur síðastliðinn vetur voru 760 í 30 deild- um. Fastir kennarar voru 24 auk stundakennara. Fyrsti skólastjóri var Jóhannes Halldórsson, guð- fræðingur, síðan Kristján Friðriksson frá Varðgjá, Páll J. Árdal, Halldóra Bjarnadóttir, Steinþór Guð- mundsson, Ingimar Eydal, Snorri Sigfússon og nú- verandi skólastjóri, síðan 1947, er Hannes J. Magn- ússon. Barnaskólinn í Glerárhverfi var reistur árið 1937 og aukinn með viðbyggingu 1960. í skólanum voru síðastliðinn vetur 104 börn í 5 deildum. Kennarar tveir auk skólastjóra. Fyrsti skólastjóri var Pétur Finnbogason, þá Vil- lijálmur H. Vilhjálmsson og núverandi skólastjóri, frá 1947, Hjörtur L. Jónsson. Oddeyrarskólinn tók til starfa haustið 1957, en nú er unnið að mikil'li viðbyggingu. Þessi nýi skóli stendur við Víðivelli á Oddeyri. Síðasta vetur voru nemendur 336 í 13 deildum. Fastir kennarar voru 8 og 2 stundakennarar. Skóla- stjóri frá upphafi hefur verið Eiríkur Sigurðsson. Láta mun nærri, að í þeim skólum, sem hér eru taldir, séu alls 2200 nemendur og fastir kennarar 72. Formaður fræðsluráðs er Brynjólfur Sveinsson, yfir- kennari. En í bænum eru fleiri skólar en þeir, sem heyra undir fræðsluráð. Tónlistarskóli hefur starfað í bænum síðan 1946. En í byrjun þess árs hóf hann starf. í vetur voru 63 nemendur í skólanum, 3 fastir kennarar störfuðu við hann og 4 stundakennarar. Skólastjórar liafa verið tveir: Frú Margrét Eiríks- dóttir og Jakob Tryggvason, núverandi skólastjóri, frá 1950. Skólinn hefur aðsetur í Lóni, en á ekkert húsnæði fyrir starfsemi sína. En ef til vill á hugmyndin um Menntaskólinn d Akureyri. fjórðungs-tónlistarskóla á Akureyri styttra í land en menn ætla. Iðnskólinn var stofnaður á Akureyri árið 1905, og tók ti-1 starfa sama ár, fyrst í -barnaskólahúsinu, sem þá var. Fyrsti skólastjóri mun hafa verið séra Jónas frá Hrafnagili Jónasson. Jóhann Frímann varð skólastjóri Iðnskólans 1928, en Jón Sigurgeirsson er nú skólastjóri. Iðnskólinn taldi síðastliðinn vetur 116 nemendur og við hann störfuðu 12 kennarar. Á næsta ári verður ný skólabygging hafin fyrir þessa stofnun, en undanfarin ár hefur kennsla farið fram í Húsmæðraskólanum. Barnaskóli A kureyrar. DAGUR 41

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.