Dagur - 29.08.1962, Page 45

Dagur - 29.08.1962, Page 45
Gjöld ........................... kr. 235.924.93 Mismunur ........................ — 37.580.95 Samtals kr. 273.505.88 Fjárhagsafkoman í heild var því mun betri síðast- liðið ár en venjulega hefur verið. Eignir félaganna eru samkvæmt ársskýrslum sam- tals kr. 170.363.90. Innanhússæfingar yfir vetrartímann fara að mestu fram í íþróttahúsi Akureyrar, sem tekið var í notk- un sama ár og Í.B.A. var stofnað, og svo í Sundlaug bæjarins. íþróttaleikvangur Akureyrar austan við Brekkugötu er svo aðalmiðstöð fyrir æfingar úti- íþrótta bæði sumar og vetur. Síðustu árin hafa ís- landsmót í ýmsum greinum farið fram á þessum leikvangi og nokkur úrvalslið frá öðrum þjóðum hafa komið og keppt við Akureyringa þar. Í.B.A. og sérráð þess hafa nú fengið til umráða eitt herbergi í hinni nýju byggingu við leikvanginn og verður Jrar skrifstofa bandalagsins. í íþróttahúsinu hefur bandalagið fundarsal og stærstu félögin, K.A. og Þór, hafa þar sitt herbergið hvort til sinna afnota. Skíða- skálinn í Hlíðarfjalli er senn að verða fullbúinn til afnota fyrir skíðamenn bæjarins. Eru miklar vonir bundnar við hann varðandi eflingu skíðaíþróttar- innar. Ekki verður annað sagt en að vel sé búið að æsku- fólki bæjarins með skilyrði til íþróttaiðkana. Þó er töluvert enn á óskalista þess, sem býður úrlausnar, svo sem stór íþróttasalur til sýninga og keppni, vél- fryst skautasvell og æfingavellir fyrir knattleiki í innbænum, útbænum og uppi á brekkum. Það var mikill framfarahugur í æskumönnum Ak- ureyrar í byrjun þessarar aldar. Þeir, sem stofnuðu „Glímufélagið Gretti“ og U.M.F.A. urðu þjóðkunn- ir, og út frá þeirra starfsemi vaknaði íþrótta-áhugi um allt landið. Æskumenn Akureyrar nú hafa að sjálfsögðu breytt viðhorf vegna breyttra tíma, en Jreir eru engu síður fullir áhuga fyrir því að vinna íþróttaafrek fyrir bæinn sinn, vinna að því að hann geti orðið miðstöð fyrir vetraríþróttir, sem hann hefur skilyrði til og vinna að eflingu alls þess, sem Akureyri horfir til heilla. Armann Dalmannsson. Knaltspyrnuflokkur íþróttabandalags Akureyrar árið 1962. D AGU R 43

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.