Dagur - 29.08.1962, Side 46

Dagur - 29.08.1962, Side 46
Lysti- garáurinn 50 ára í ÞESSU ÁRI er Lystigarður Akureyrar hálfrar aldar gamall. Stofnaður 1912 að frumkvæði danskrar konu Önnu Katharine Schiöth, og síðan stjórnað af tengdadóttur hennar, Margréti Schiöth, um 30 ára skeið af rniklum dugnaði og fórnfýsi eins og alkunnugt er. Á þessu tímabili hafa að sjálfsögðu allmargir menn og konur unnið við garðinn, um lengri eða skemmri tíma, en Þuríður Árnadóttir eða Þura í Garði eins og hún er jafnan kölluð, mun hafa starfað þar lengst. Vann hún við garðinn í mörg ár af einstakri trúmennsku og gladdi nrarg- an gest og gangandi með sínum smellnu gamanvís- um. Þá ber að minnast þess, að um fjölda mörg ár var Vilhelmina Sigurðardóttir Þór, gjaldkeri garðs- ins, og tók aldrei eyri fyrir sína fyrirhöfn. Lystigarður Akureyrar er annars fyrsti almenn- ings- eða skemmtigarðurinn, sem komið er upp hér á landi, enda liafði Akureyri lengi verið í farar- broddi með ræktun og gróður. Er þar um að ræða að öðrum þræði áhrif frá áhugasömu dönsku fólki, sem hér hafði setzt að og sumt ílengst í landinu, svo og hinum landskunnu áhuga- og hugsjónamönn- um þeim Sigurði Sigurðssyni búnaðarmálastjóra og Stefáni Stefánssyni skólameistara, en báðir þessir menn höfðu átt heima á Akureyri í nokkur ár er Lystigarðinum var komið upp, og efalaust stutt að stofnun hans. Tvisvar sinnum síðan 1912 hefur garðurinn verið stækkaður, og er liann nú um 3 ha, en það er líka komið svo, að frekari stækkun virðist útilokuð, í framtíðinni, og er slíkt illa farið. Það hafði alllengi verið draumur nokkurra mætra manna, að komið yrði upp grasgarði (botaniskum garði) hér á landi. Mun dr. Helgi Jónsson grasafræð- ingur fyrstur manna hafa komið fram með hug- myndina á prenti í Búnaðarritinu 1906. Stuttu síðar kemur Sigurður Sigurðsson með að- stoð Helga Jónassonar upp nokkru safni íslenzkra jurta í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Eftir að Sigurð- ur flutti burtu frá Akureyri hnignaði þessu safni fljótt, enda aldrei mjög stórt, og eyðilagðist smám saman alveg. Þá mun Stefán skólameistari líka hafa safnað nokkrum tegundum plantna í garð skólans. Þá er vitað að þeir Einar Helgason og dr. Helgi Jónsson söfnuðu nokkru af plöntum í Gróðrarstöð- inni í Reykjavík, en fljótt mun sú viðleitni hafa lið- ið undir lok. Það verður þá fyrst að nokkur skriður kemst á þetta mál, er Fegrunarfélag Akureyrar undir for- mennsku Sigurðar L. Pálssonar, menntaskólakenn- ara, beitir sér fyrir því að koma upp grasadeild í sambandi við Lystigarðinn og hófust þær fram- kvæmdir 1957 eða fyrir 5 árum. Síðan hefur Lysti-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.