Dagur - 29.08.1962, Qupperneq 49
gengir á leikvelli lífs og starfs. Áreiðanlega á sú
regla ekki við um Guðmund Karl, enda líklega lít-
ið í henni hæft.
Skömmu síðar hefst baráttan fyrir byggingu fjórð-
ungshúss á Akureyri. Ekki er rúm til að rekja þá
sögu hér, en rnargar hendur lyftu því Grettistaki.
Ýmis félagasamtök og einstaklingar gáfu fé til bygg-
ingarinnar, og var þar stórtækast kvenfélagið Fram-
tíðin á Akureyri, er alla stund vann að málinu af
áhuga og fórnfýsi. Ótal aðrir áttu þar að drengileg-
an lilut og ekki skorti elju og árvekni yfirlæknisins.
Við þá sögu kom og þáverandi ráðsmaður sjúkra-
hússins, Gunnar Jónsson, allmikið.
Bygging þessa stórhýsis tók langan tíma, og var
fyrst lokið á síðara hluta árs 1953. Var flutt í það
um áramótin 1953—’54, og tók Fjórðungssjúkrahús-
ið á .Akureyri til starfa 1. janúar 1954. Byggingin
er mikið hús og veglegt, en er þó þegar orðin of
lítil fyrir þá fjölþættu starfsemi, er nýtízku sjúkra-
hús krefst.
Flúsið með öllum búnaði kostaði um 12 milljón-
ir króna, í því ástandi, er það var í við opnun spítal-
ans. Áætluð tala sjúkrarúma var 117, en sjúklingar,
vegna mikillar aðsóknar, venjulega verið mun fleiri.
Skömmu áður en fjórðungssjúkrahúsið var reist, var
byggt sérstakt hús fyrir geðveikisjúklinga. Hafa þar
verið 10—12 sjúkrarúm.
Þegar er fjórðungssjúkrahúsið tók til starfa, var
Ólafur Sigurðsson ráðinn yfirlæknir lyfjadeildar.
Hefur hann alla stund síðan veitt þessari stærstu
deild sjúkrahússins forstöðu við sívaxandi aðsókn og
traust. Aðstoðarlæknir á deildinni er Ólafur Ólafs-
son. Á handlækningadeild og fæðingardeild er yfir-
læknir Guðmundur Karl Pétursson og aðstoðarlækn-
ir Bjarni Rafnar. En hann er sérfræðingur í kven-
sjúkdómum og fæðingarhjálp.
Röntgenlæknir er Sigurður Ólason og barna-
læknir Baldur Jónsson. Við sjúkrahúsið er starfrækt
rannsóknarstofa. Nuddlækningar annast Torfi Mar-
onsson.
Yfirhjúkrunarkona er Ingibjörg Magnúsdóttir.
Legudagafjöldi árið 1961 var um 52600. Starfs-
fólk stofnunarinnar er rösklega eitt hundrað.
Hér hefur, rúmsins vegna, aðeins verið drepið á
örfá atriði úr nærfellt aldar langri sögu sjúkrahúss-
málanna á Akureyri. En sú saga er um margt merki-
leg, ef hún er vandlega lesin. Auðvitað sýnir hún
stundum átök og mistök, en þó miklu oftar sam-
heldni, örlæti og fórnfýsi. En það hafa löngum ver-
ið beittustu vopnin í hvíldarlausri baráttu mann-
anna við veikindi og þjáningar.
Brynjólfur Sveinsson.
Hinir ýmsu
SÖFNUÐIR
A KUREYRARKIRKJA var byggð fyrir 22 árum.
Hún hefur stundum verið kennd við þjóðskáld-
ið og merkisklerkinn Matthías JoGhumsson.
í kirkjunni er fullkomnasta pípuorgel landsins.
Kirkjan rúmar um 480 manns í sæti.
Lögmannshlíðarkirkja er nú innan takmarka Ak-
ureyrarkaupstaðar, en allmargir búendur í Gltesi-
bæjarhreppi eiga þó kirkjusókn þangað. — Kirkja
þessi er á 102. aldursári og tekur hún 70—80 manns.
Sóknarprestar eru tveir á Akureyri: Séra Pétur
Sigurgeirsson og séra Birgir Snæbjörnsson, og þjóna
þeir þessum kirkjum báðum.
Kaþólskur prestur er á Akuxæyri, séra Hákon
Loftsson. Kaþólsk kapella er í Eyrai'landsvegi 26.
Prestaka'llið nær yfir hið forna Hólastifti.
Sjónai'hæðarsöfnuður er á Akureyri og Jóhann
Steinsson er forstöðumaður hans. Söfnuðurinn var
stofnaður árið 1906. Safnaðarmeðlimir eru 43 og
mun húseignin Sjónai'hæð, sem upphaflega var
byggð af brezkum áhugamönnum, vei'a að komast
í eigu safnaðarins.
Hvítasunnusöfnuðurinn á Akureyri var stofnað-
ur 1936. Hann á húseign við Lundargötu 12. Með-
limir eru 35. Forstöðumaður frá 1946 er Jóhann
Pálsson, en norskur maður, Sigmund Jakobsen, var
fyrsti stjórnandi.
Hjálpræðisherinn hóf starf á Akureyri 1. janúar
1904 og hefur starfað þar lengst af síðan. Hann hef-
ur jafnlengi rekið gestaheimilið Laxamýri við
Sti andgötu 19 B.
í Hjálpræðishernum eru nú 22 starfandi konur
og karlar undir stjórn majors Gunar Didvig.
Á Akureyii munu finnast Vottar Jehova og Að-
ventistar, en aðeins sem einstaklingar og án safnaða.
A kureyrarkirkja.
D A G U R 47