Dagur - 29.08.1962, Qupperneq 53
Beejarstjórn á fundi. Frá vinstri: Jón Ingimarsson, Ingólfur Árnason, Arnþór Þorsteinsson, Sigurður Óli Brynjólfsson, Jakob
Frimannsson, Stefán Reykjalín, Jón G. Sólnes, forseti beejarstjórnar, Magnús E. Guðjónson beejarstjóri, Bragi Sigurjónsson,
Helgi Pálsson, Jón Þorvaldsson og GisJi Jónsson.
LÖGREGLAN
T GAMLA DAGA, þegar Lilliendahl, réttarskrifari,
gerðist lögregluþjónn á Akureyri, áttu kaup-
menn að greiða honum kaupið. Segir það sína sögu
um það, að þá hafi ekki allra hendur þótt frómar.
En kaupmenn svikust um að greiða kaupið og hætti
þá Lilliendahl starfi.
Kunn eru nöfn eldri lögregluþjóna, er síðar héldu
uppi lögum og reglum í þessum bæ, svo sem Bjöms
Jónssonar, Kristjáns Nikulássonar, Dúa Benedikts-
sonar, Axels Ásgeirssonar, Gunnars Jónssonar, Að-
aðsteins Bergdals og Jóns Benediktssonar.
Nú eru lf manns í lögregluliði bæjarins, 9 ráðnir
af bænum og 2 af ríkinu. Yfirlögreglujrjónn er Gísli
Ólafsson, frá 1959. Varðstjórar eru Erlingur Pálma-
son og Kjartan Sigurðsson.
Lögreglan hefur einn bíl til umráða og létt bif-
hjól. Lögregluvarðstofan er í Smáragötu 1 og þar
er rúnr fyrir 3 fanga.
Nú er verið að teikna nýja lögreglustöð, ásamt
fangageymslu, sem á að standa við Þórunnarstræti.
Þar mun bifreiðaeftirlitið einnig verða til húsa.
Störf lögregl uþjóna þykja róleg í höfuðstað Norð-
urlands, en með vaxandi fólksfjölda vaxa einnig
verkefni löggæzlunnar, þótt bæjarbragurinn í Ak-
ureyrarkaupstað bendi ekki til þess að jafnaði.
NÁTTÚRUGRIPASAFN
í AKUREYRI er merkilegt náttúrugripasafn,
ungt að árum en fjölbreytt, og ber því vitni, að
vel var til þess vandað. Kristján Geirnrundsson á
mestan heiður af því, sem vel er um þetta safn. En
því nriður er það lraft að lrúsabaki og vekur því
forvitni færri en skyldi, eins og nú er, og veitir fróð-
leik færri mönnunr en vera ætti. Náttúrugripasafnið
er í Hafnarstræti 81 og gengið í það að vestan. Flest-
unr mun þykja ómaksins vert að sjá safn þetta, bæði
bæjarbúunr og gestunr bæjarins.
F. v. Ásmundur Jóliannsson
fulltrúi, Sigurður M. Helgason
fulltrúi, Friðjón Skarphéðins-
son sýslumaður og bœjarfógeti
og Kristján Jónsson fulltrúi.
DAGUR 51