Dagur - 29.08.1962, Síða 54

Dagur - 29.08.1962, Síða 54
Zophonias Arna- son yfirtollvörður. TOLLGÆZLAN F'YRSTI tollgæzlumaður á Akureyri var Hannes Gamalíelsson, þá Gísli Indriðason, Jón Matthí- asson, Alfreð Jónasson og Zophonías Arnason frá 1935 til þessa dags. Árið 1938 var tollgæzlan aukin og aðstoðarmenn ráðnir. Núverandi þollþjónar eru, auk Zophoníasar, Her- bert Jónsson og Haraldur M. Sigurðsson, sá síðast- nefndi yfir sumarmánuðina 5 síðustu ár. Zophonías Árnason var skipaður yfirtollvörður 1942 á svæðinu frá Akureyri til Þórshafnar. Verksvið tollgæzlunnar er eftirlit með skipum og vöruflutningi og á síðari árum tollflokkun og skoð- un á innfluttum vörum. SLÖKKVISTÖÐIN ÁRIÐ 1901 var stórbruni á Akureyri. Brann þá ■r*' Hótel Akureyri, 6 hús önnur og 5 skemmdust. Þrem árum síðar samþykkti bæjarstjórn að kaupa dönsk slökkvitæki, handdælur og slöngur, og að sernja reglugerð um brunavarnir í bænum. Fyrsti slökkviliðsstjóri var Ragnar Ólafsson, kaup- maður. Aðrir, sem því starfi hafa gegnt eru: Axel Schiöth, Eggert Melstað, Ásgeir Valdimarsson og Sveinn Tómasson, frá 1961. Fyrsta slökkviliðsæfing var haldin 28. maí 1906. Tækin voru mjög ófullkomin. Brunahanar voru settir upp og skipulagning vatnsveitu var gerð 1914. En árið 1916 var byggð slökkvistöð í Brekkugötu 12. En vaktavinna á slökkvistöð hófst ekki fyrr en 1953. Nú er Slökkvistöð Akureyrar til húsa í Geisla- götu. Þar eru 4 menn á vöktum allan sólarhringinn og samtals eru slökkviliðsmenn 42 talsins, sem kall- aðir eru út þegar bruna ber að höndum. Auk smærri tækja hefur slökkviliðið 2 brunabíla, 2 hjólastiga, 2 háþrýstidælur og 3 lágþrýstidælur. Auk þess er þarna staðsettur slökkvibíll, sem 6 hreppar sýslunnar eiga. Hann er búinn 2 dælum. PENINGASTOFNANIR AÐALBANKAR landsins hafa útibú á Akureyri. Útibúi Landsbankans stjómar Jón G. Sólnes, útibúi Búnaðarbankans Steingrímur Bernharðsson og útibúi Ú tvegsbankans Júlíus Jónsson. Sparisjóði Akureyrar stjórnar Sverrir Ragnars og Jón M. Benediktsson veitir Sparisjóði Glæsibæjar- hrepps, sem hefur afgreiðslu á Akureyri, forstöðu. IÐNAÐARMANNAFÉLAGIÐ jþETTA FÉLAG var stofnað á Akureyri árið 1904, hinn 4. nóvember. Iðnaðarmannafélagið var þá og í mörg ár nær eina félagið á Akureyri, er veru- lega kvað að. Það beitti sér fyrir mjög mörgum framfaramálum og var iðnskólinn eitt aðaláhuga- mál þess frá fyrstu tíð. Fyrsti formaður var Oddur Björnsson, prent- meistari, en núverandi formaður er Sveinn Tómas- son, slökkviliðsstjóri, frá 1955. Aðalverkefni nú eru ýmiss konar fræðslumál, innan félagsins. Meðlimir eru 82. Vel sé þeim, sem vinna að hreinlœti. 52 DAGUR wmm

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.