Dagur - 29.08.1962, Side 58

Dagur - 29.08.1962, Side 58
Hallur Sigurbjörnsson skattsijóri. SKATTSTOFAN CKATTSTJÓRAEMBÆTTIÐ á Akureyri er 18 ^ ára gamalt. Hinn 28. janúar 1944 var dr. Krist- inn Guðmundsson, menntaskólakennari, skipaður skattstjóri. Hann gegndi því starfi til 1. október 1953. Þá tók núverandi skattstjóri, Hallur Sigur- björnsson, við skattstjóraembættinu. RAKARASTOFUR ÞRJÁR rakarastofur eru í bænum og eru þær þess- ar: Rakarastofa Jóns Eðvarðs, Strandgötu 6, Rakara- stofa Sigtryggs og Jóns, Ráðhústorgi 3, og Rakara- stofa Valda, Ingva og Halla, Hafnarstræti 105. SKÓSMIÐIR VINNUSTOFUR, er annast skóviðgerðir, eru þrjár á Akureyri: Skósmíðameistarar Oddur Jónsson, Brekkugötu 13, Ingólfur Erlendsson, Strandgötu 15 og Karl Jóhannsson, Lundargötu 3 annast þessa iðn. ÚRSMIÐIR VIÐ Hafnarstræti á Akureyri eru þrjár úrsmíða- vinnustofur. Þær reka: Halldór Ólafsson, Bjarni Jónsson og Jón Bjarnason. LÆKNAR ffÉRAÐSLÆKNIR Jóhann Þorkelsson, Guð- mundur Karl Pétursson, Ólafur Sigurðsson, Bjarni Rafnar, Erlendur Konráðsson, Pétur Jóns- son, Inga Björnsdóttir, Baldur Jónsson, Sigurður Ólason og Ólafur Ólafsson. Helgi Skúlason er augn- læknir, og tannlæknar eru þrír, Baldvin Ringsted, Jóhann Gunnar Benediktsson og Kurt Sonnenfelt. Tveir héraðsdýralæknar hafa búsetu í bænurn, þeir Guðmundur Knutsen og Ágúst Þorleifsson. „Huglæknir“ er Ólafur Tryggvason. VARMAVEITA ¥ sumar er leitað að heitu vatni í nágrenni bæjar- ins, og er ráðgert að tilraunir verði gerðar nreð djúpborun innan skamms. SÖÐLASMIÐIR HALLDÓR HALLDÓRSSON, söðlasmíðameistari í Strandgötu 15 á Akureyri, hefur stundað söðla- smíði á sjöunda tug ára og vinnur enn við iðn sína. Magnús Jónasson, lögregluþjónn, hefur annað verk- stæði í Strandgötu 13. SJOPPUR OG KVÖLDSÖLUR CJOPPUR eru 7 í bænum, auk þess sælgætis- og gosdrykkjasölur á bíóum og í Samkomuhúsinu og „söluop" á tveim stöðum, eða kvöldsölur og þess háttar samtals á 15 stöðum. LJÓSMYNDIR U’ÐVARÐ SIGURGEIRSSON tók forsíðumynd- ina, enn fremur loftmyndir af Gefjun, Krossa- nesi og Oddeyri, svo og af bæjarstjórn og yfirmönn- um dómsmála. Gunnlaugur P. Kristinsson tók loftmynd af Ak- ureyri, hluta af miðbænum og K. E. A. Jón Ingólfs- son tók mynd af gömlu Glerárstöðinni. Um ljósmyndara nokkurra mynda er ókunnugt, en aðrar tók Erlingur Davíðsson. HÁTÍÐABLAÐ 29. ágúst 1962. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON. Prentun og setningu annaðist PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.E. 5G DAGUR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.