Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 13 1995- Nýir tímar í íslenskri menningu? Arið 1994 hefur markað hryggileg- an hápunkt á framvindu sem staðið hefur í nokkur ár: aldrei fyrr hefur feyskjan í sjóðakerfi menningar- innar verið eins mikil og augljós. Fimm dæmi um ís- lenska sjóði 1994 1. Á þessu ári hvarf Menningar- sjóður útvarpsstöðva, en það er sjóður sem t.d. hirðir milljónir á mánuði af auglýsingatekjum Sjón- varpsins. Hann vinnur sem sé gegn þvi en ekki að þvi að íslenskar sjón- varpsmyndir veröi til með því að soga burt fé úr dagskrárgerðinni! 2. Kvikmyndasjóður var skorinn niður. 3. Listskreytingasjóði var eytt. 4. Launasjóður rithöfunda var í umræðunni sem aldrei fyrr, enda hundsar hann mælikvarða bók- menntanna eins og bókmennta- verðlaun, bókmenntahátíðir og út- gáfu á öðrum tungumálum. 5. Bókmenntakynningarsjóður var óstarfhæfur megnið af seinna misseri ársins, af því að ekki var haft fyrir því að skipa stjóm handa honum. Auk þessa var tjáningarfrelsinu, þvi sem rithöfundum og hstamönn- um er mikilvægast, ögrað af Ríkis- útvarpinu, sem sagöi upp mönnum fyrir viðhorf sín, út af símhringing- um. Ríkisútvarpið er auk þess mið- ill, sem á síðustu árum hefur ítrek- aö gerst sekur um fámennisafglöp, látið menn sem eru í störfum fyrir tiltekin forlög gagnrýna bækur samkeppnisaðila og menn spyrja sig: Á hvaða leið er þetta land? Ætla menn að sigla því í menning- arlegt strand? Ætla menn að valda því að menningarverkin komist aldrei suður fyrir Vestmannaeyjar? Það gera menn með slíkum vinnubrögðum. Þau eru dæmi um menningarþjóðfélag, sem hefur á stundum ekki fyrir því að skapa sér leikreglur, og meðan svo er, þá er ekki hægt að búast við því að al- þjóðlegur árangur íslendinga í menningu sé mikill. KjáUarLnn þekkir nauðsynlegar forsendur styrkveitinga? - Mun Kvikmyndasjóöur setja sér nýjar reglur, mun hann leggja fagþekkingu til grundvallar styrkj- um? - Mun Launasjóður rithöfunda líta í eigin barm, setja sér vinnu- reglur, taka mið af bókmennta- verðlaunum, bókmenntahátíðum og útgáfu erlendis? - Mun ný bókmenntakynningar- að selja fleiri kvikmyndir til kvik- myndahúsa og sjónvarpsstöðva er- lendis - og það gera menn ekki nema að þeir tileinki sér vinnu- brögð sem eru alþjóðleg, sem eru sambærileg við það sem gerist ann- ars staðar. íslenskt sjóðakerfi er nú um stundir feyskið og fúið og meðan svo er, þá er ekki hægt aö búast við því að alþjóðlegur árangur ís- lendinga í menningu sé mikih. Sig- Einar Heimisson kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur Hvað gerist1995? Áriö 1995 mun vonandi svara spurningum um framtíð sjóða í ís- lenskri menningu. - Mun nýr og betri sjóður verða tii í staðinn fyrir Menningarsjóð útvarpsstöðva? Sjóður, sem veit hvenær hann veitir peninga og „Auk þessa var tjáningarfrelsinu, því sem rithöfundum og listamönnum er mikilvægast, ögrað af Ríkisútvarpinu, sem sagði upp mönnum fyrir viðhorf sín, út af símhringingum.“ stofa verða til á Islandi í staðinn fyrir bókmenntakynningarsjóð? fslendingar þurfa að snúa vöm í sókn. Það vita allir að sjóðirnir eiga ekki að vinna svona, en þeir eru færri sem hafa orð á því. Það er miður. Það þarf að koma fleiri bók- um út á tungumálum eins og ensku, frönsku og þýsku, það þarf urður Nordal bað einu sinni um vogrek erlendra áhrifa í íslenskri menningu, og hafði á réttu að standa - en hitt gildir líka að ís- lensk menning á að vera vogrek á erlendum ströndum, og það hlýtur að verða menningartakmark árs- ins 1995. Einar Heimisson „Rikisútvarpið er auk þess miðill, sem á síðustu árum hefur itrekað gerst sekur um fámennisafglöp... “ segir Einar m.a. í greininni. Sullumbull í Svæðisútvarpi Það gerist oft að t.d. dómarar verða að segja sig frá málum sökum van- hæfis, sem oftast skapast vegna tengsla við þá sem aðild eiga að einstökum málum. Svo á að vera með fleiri stéttir. Ég vil í upphafi taka fram að Ólafur Arníjörð, bæj- arstjóri í Vesturbyggð, er minn besti vinur. Hér á eftir ætla ég að fara nokkr- um orðum um aðfor þá sem gerð hefur verið að Ólafi Arnfjörð og hversu hættulegt það er þegar þeir sem skrifa og flytja fréttir vinna í málum þar sem þeir eru vanhæfir. Vanhæfur Þáftur Benedikts Sigurðssonar, fréttamanns á Svæðisútvarpi Vest- fjarða, er stór. Öll afskipti háns af málefnum Patrekshrepps hins gamla og Vesturbyggðar bera þess merki aö Benedikt skilur ekki hver heiður fréttaskrifenda er. Það eiga allir blaða- og fréttamenn að hafa í heiðri að lesendur og hlustendur fái réttar fréttir og þá á engu að skipta hvort fréttimar komi ein- hverjum vel eöa illa. Þáttur Benedikts er með slíkum eindæmum aö engu tali tekur. Þannig er að Ólafur Arnfjörð hefur þurft að sifja undir einstökum árásum pólitískra andstæðinga sinna. Þeir hafa borið Ólaf alvar- legum sökum og látið í veðri vaka KjaUaririn Sigurjón Magnús Egilsson ritstjóri Sjómanna- blaðsins Vikings að hann hafi dregið sér hátt í 5 milljónir úr sveitarsjóöi. Við mikla, og jafnframt dýra, rannsókn hefur komið í ljós að ásakanimar vom tilhæfulausar. 1. desember svaraði löggiltur endurskoðandi þar sem fram kom að árásimar væm ekki á rökum reistar. Þetta vissi Benedikt, en þrátt fyrir það lét hann sem ekkert væri. Eg talaði hér að ofan um van- hæfi. A árinu 1990, skömmu eftir að Ólafur Arnfjörð varð sveitár- stjóri Patrekshrepps, var Sigurði Guðmundssyni sagt upp sem lögg- iltum endurskoðanda Patreks- hrepps. Sigurður Guömundsson er faöir Benedikts fréttamanns. Þegar veriö er að fjalla um störf þess sem ráðinn var í stað brottrekins foður Benedikts er Benedikt vanhæfur. Á nælonsólum Þetta er ekki aUt. Samkomulag milli manna í Vesturbyggð er með ótrúlegum hætti. Þar keppast menn um að berja hver á öðrum og þó alveg sérstaklega á bæjar- stjóranum, sem einn hefur kosið að halda trúnað í þessu máli öllu. Þegar j)eir sem vinna við frétta- skrif finna að menn gera allt til að koma höggi á andstæðinga sína þá eru fréttamenn á hálum ís. Þá reynir á að fara varlega, setja á sig mannbrodda en vera ekki á nælon- sólum og fjúka stjórnlaust undan sterkustu vindunum. Benedikt hefur verið á nælonsól- um í þessu máli. Takist heima- mönnum í Vesturbyggð það ætlun- arverk sitt að koma Olafi frá verð- ur spennandi að sjá hver þeirra tekur jóðsótt og elur af sér bæjar- stjóra, því svo mikið er víst að margir eru þeir með bæjarstjórann í maganum. Það er ótrúverðugt þegar helsti áróðursmaðurinn er svo tengdur fyrirtæki, sem skuldar sveitarsjóði tugi milljóna, að hann skuli leggja sig fram um að koma þeim manni frá sem helst allra vill gæta hags- muna sveitarsjóðs og innheimta gjaldfallnar kröfur, kröfur sem snúa að fyrirtæki þar sem áróðurs- meistarinn er. Sigurjón Magnús Egilsson Meðog ámóti Mánaðarjólafri alþingismanna Ekki hægt að tala um jólafrí, heldurvinnu „Ég hef nú verið alþing- ismaöur í rúmlega tutt- ugu ár og hef því orðið nokkra reynslu. Samt hef ég aldrei orðið var við það að alþing- menn fengju a|t>ln9l8maður- jólafrí. Þaö, aö gert sé hlé á störf- um Alþingis í einn mánuö um jól og áramót, er ekki það sama og jólafrí fyrir alþingismenn. Öðru nær. Alþingismenn sifja ekki auöum höndum heima hjá sér þessa daga. Auk þess mæla þing- fundir ekki vinnu alþingis- manna. Hún er margþætt og víða unnin og ekki síst í kjördæmun- um sjálfum. Mér hefur fundist það sama hvort þingfundir standa yfir eða ekki, þingmaður hefur alltaf meira en nóg verk- efni, sem bíða, til þess að vinna að. Að þvi leyti finnst mér það ekki spurning um það hvort þing- menn eiga aö fá mánaðarjólafrí eða ekki. Að sjálfsögðu reyna al- þingismenn aö halda helgidagana hátíðlega eins og annað fólk. Að öðru leyti eru flestar stundir not- aöar á einhvern hátt í þágu um- bjóöenda, kjördæmis og starfs- ins.“ Þingmenn vinni eins og annaðfólk „Ég tel að alþingismenn eigi bara að vinna eins og annað fólk. Það er ef til vill spurning hvenær þíng- menn, sér- staklega landsbyggð- arþingmenn, Itorí',r®ðln9ljr- eigi að heimsækja sína urabjóð- endur. Menn hafa talað um aö jólafríiö sé notað til þess. Það er auövitað sjálfsagt aö þingið komi saman og vinni milli jóla og ný- árs eins og það er aö gera núna. Ef frá er talinn einhver timi sem þingmönnum gefst til aö hitta sína umbjóðendur, það getur líka veriö yfir sumarið, þá á Alþingi að starfa allt árið eins og aðrir vinnustaðir. Mér sagt að þing- mannsstarfið sé mikil vinna, hvort sem þingiö er að störfum eða ekki. Ég hygg að með bættum samgöngum og fjarskiptatækni sé ekki eins nauðsynlegt og áður að þingmenn séu að vísitera i kjördæmum sinum í hefian mán- uð eða raeira. Ég hygg því að þaö stefni í að þingið starfi allt árið, með eölilegu sumarfríi þing- manna. Þarrnig er það oröiö i flestum löndum. Meö því móti myndum viö líka losna við þaö fargan sem bráðabirgðalagaseúv ing er, Þess gerist ekki þörf að setja bráðabirgðalög jiegar þingið er að störfum." „Samkomulag milli manna í Vestur- byggð er með ótrúlegum hætti. Þar keppast menn um að berja hver á öðr- um og þó alveg sérstaklega á bæjar- stjóranum..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.